Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 18
STEMNING ISTAPA Frá tónlistarkynningu sem Nemendaráö Gagnfræðaskóla Keflavíkur stóö fyrir 9. marz, sl. Á milli sólarglætanna rigndi og snjóaði á víxl. Ríó-tríóið var á leið til Keflavíkur, þar sem Nemendaráð Gagnfræðaskóla Keflavíkur ætlaði að halda tón- listarkynningu, og ég hafði íengið með þeim far. Þeir æfðu raddir á leiðinni og það skar i eyrun — þegar ég ætlaði að bæta fjórðu röddinni við. Þegar við nálguðumst Kefla- vík urðu þeir æfir og kenndu hverjir öðrum um óskaplega fýlu sem gaus upp. Ég tók ekki þatt i umræðunum ug var þai al ieiðandi kennt um allt á end- anum, eða þar til samkomulag varð um að gúanóið á staðnum væri sökudólgurinn. — Heidur vildi ég vera heima hjá þér i þrjá daga samfleytt en að búa hér, sagði Ágúst við Helga. — Út úr bílnum, ósvífni strákling- ur! var svarið. Fólk streymdi inn i Stapann þegar við komum að og við dyrnar var stór rúta; „Sæta- ferðir frá Grindavík & Sand- gerði klukkan 19.30“, stóð á auglýsingunni í anddyrinu. Á bakvið var allt í fullum gangi: Magnús Kjartansson hafði ver- ið fenginn til að taka þátt í undirbúningnum og stjórnaði röggsamlega og Finnbogi bróðir hans og fvrrum samstarfsmað- Agúsl rólari Ágústsson, bílatöff- arinn sem smíðar magnara og upptökuborð. ur í Júdas, ásamt þriðja Júdas- arliðsmanni, Hrólfi Gunnars- syni gengu um í hólkvíðum bux- um og biðu þess að hægt væri að hefja skemmtunina. Finn- bogi átti að kynna og Hrólfur sá um að spyrja þá er komu fram, út í músíkina og sitthvað fleira. Auk þeirra var þarna fjöldi annarra ungra manna og kvenna sem ég kann ekki að nefna. Ingvi Steinn Sigtryggsson var fyrstur. Hann byrjaði á nokkrum lögum eftir Gilbert O’ Sullivan og gerði það vel, enda er maðurinn snjall og liðtækur á þessu sviði. Það hefur dálítið einkennt Ingva Stein, að hann virðist ekki alltaf vera viss á því sem hann er að gera, en þótt svo hafi ekki verið i Stapa hef ég heyrt i honum gera bet- ur. En Keflvíkingar eru trygg- ir og fögnuðu honum vel, enda er hann í Júbó og þeir eru gerðir út frá Keflavík. — Þeir hringdu í mig og báðu mig að koma í hljómsveitina, sagði hann aðspurður. — Ég sagði já, Það vakti töluverða kátínu þegar hann sagði Beach Boys oppáhaidshljómsveitina sina. enda gera sér ekki allir grein fyrir því að Beach Boys eru ekki lengur burstaklipptir, am- erískir skólastrákar i röndótt- um, stutterma skyrtum (með Gunnar Þ.: Á leið til Kjöben til að taka upp ,,Rise And Shine". músík eftir því), heldur frábær hljómsveit, þenkjandi og alvar- legir músíkantar. Ingvi Steinn ondaði á laginu „Disney Girls1' af „Surf’s Up“, nýjustu plöt- unni þeirra, en þá fannst mér vanta allan hrynjanda og lagið i meðferð hans ekki nægilega gott. Ingvi Steinn leikur sér ekki nóg að hljómborðinu á píanóinu, heldur slær hann beina hljóma. — Jú, það er rétt, sagði hann, — ég er að undirbúa plötu. en ckki einn, með öðrum. Þetta verður LP og efnið frumsamið, Eftir mig og aðra. Við förum sennilega í þetta i sumar eða Inní búningsherbergi sat lág- vaxin, rauðhærð stúlka, sem raulaði lágt við gítarundirleik Vignis Bergmann. Hún var næst og Finnbogi kynnti: — Næst er ung stúlka sem hefur aðeins komið fram einu sinni áður. Hún mun syngja nokkur lög og undirleik annast Magn- ús Kjartansson og Vignir Berg- mann. Hann sagði aldrei neitt um að stúlkan héti nokkuð, en á aug- iýsingunni í anddyrinu var auglýst Steinunn Karlsdóttir. Og Steinunn Karlsdóttir vakti verðskuldaða hrifningu. Hún söng svo til eingöngu lög eftir Carole King og gerði það mjög vel; þeir Vignir og Magnús léku á píanó og gítar og tóku undir með henni við og við. — Mig langar að halda áfram að syngja ein, svaraði hún spurn- ingu Hrólfs. Það er gott. Ann- að væri tjón, þvi þessi gagn- íræðaskólastúlka á athygli skil- iðið. Þeir Magnús og Vignir urðu eftir á sviðinu og Magnús til- kvnnti að þeir ætluðu að „flytja 18 VIKAN 14. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.