Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 17

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 17
 Barbara og Bettine Prentiss eru eineggja tvíburar. Það getur enginn aðskilið þær. Þær gera ætíð það sama. Þegar Barbara giftist hinum auðuga Charles Blanchette, giftist Bettina vörubílstjóranum Leonard Day. Þegar þær komu sér saman um að myrða mann, gerðu þær það líka sameiginlega. OG BETTDto systur sinni alla söguna: sagði henni frá bréfinu, sem hún fann í jakka- vasa mannsins síns og að hann hefði viðurkennt að liafa haft samneyti við aðra konu í meira en eitt ár. Hann hefði skellt því beint framan i hana að hann elskaði þessa mann- eskju og ætlaði að kvænast henni. — Hann bauð mér fimmhundruð pund, til að gangast inn á skilnað, sagði Barbara, — og ég sagði hon- um áð ef hann hyði mér tíu þús- und, þá skyldi ég hugsa málið. Svo fór hún að gráta. — Hann ætlar að kæra mig fyr- ir „andlega grimmd“ og sjá til þess að ég fái ekki grænan eyri! Ó, Bettina, hvað á ég að gera? Þetta skeði á hráslagalegu april- kvöldi og Bettina kveikti á raf- magnsarninum og setti te á bakka lianda þeim systrunum og svo sett- ust þær niður til að ræða málin. Að lokum kom Bettina með hug- mynd. — Ég sé engin önnur ráð en að svæfa hann, sagði hún. Barbara starði á systur sina. Hvað átti hún við? Það rann loksins upp fyrir henni að Bettina átti einfald- lega við það sem liún sagði. Þær áttu að gefa Charles eitthvert lyf, sem svæfði hann svefninum langa. Hún, Barbara, átti að verða ekkja Charles Blanchettes og erfa allar hans eigur. í fyrstu var Barbara bæði undr- andi og hneyksluð. En eftir þvi sem hún hugsaði lengur um þetta, því sannfærðari varð hún um að þetta væri eina útgönguleiðin. Þá þyrfti hún ekki að fara á mis við það munaðarlíf, sein hún hafði van- ið sig við í tíu ára hjónabandi; stóru villuna, þjónustufólkið, báða bílana og öll önnur auðæfi Charles.. Enginn gæti þá rænt hana þvi sem með réttu var hennar eign. Heilsu Charles hafði hrakað. Hann liafði tvisvar verið á sjúkra- húsi undanfarin ár. Hann var með magasár og eitthvað var að hjart- anu, enda hafði hanp alltof háan blóðþrýsting. Fyrir liálfu ári hafði hann fengið hjartakast, að vísu vægt, en nóg til þess að heimilis- læknir þeirra, sem var gamall sauð- ur,' myndi ábyggilega álíta dánaror- sök eðlilega. Vandamálið var þvi eingöngu hvaða aðferð skyldi höfð. Þær urðu að verða sér úti um banvænt eitur. Samkvæmt skjölum frá réttarhöldunum var það Bettina sem stakk upp á arseniki. Að vísu var hægt að ‘finna það eitur við rannsókn á líkinu, en Charles Blan- chette yrði ekki brenndur, þar sem hann var kaþólikki; og það myndi heldur enginn heimta krufningú. Barbara var sú eina, sem hann átti að. Hann átti engin systkini og for- eldrar hans voru látnir fyrir mörg- um árum. . Barbara og Bettina hittust aftur á heimili Barböru. Charles hafði sagt að hann ætlaði i klúbbinn sinn, en Barbara var viss um að hann væri hjá ástkonu sinni. Bettina sagði að það væri útilok- að að fá arsenikið í Belfast, því að ef eitthvað kæmi upp á, þá mætti aldrei vera hægt að rekja það til þeirra. Einfaldast var að taka eig- inmann Bettinu með samsæri og láta hann kaupa arsenikið í eim hverri af ferðum sinum. Leonard Day ók vörubíl daglega milli Bel- fasj; og Dublin. Það hlaut að vera afajr einfalt fyrir hann, sem liafði svp mörg sambönd i írska lýðveld- inu, að ná í eitrið. Þegar Bettina fór heim frá systuv sinni þetta kvöld, var Charles Blacliette dauðadæmdur. Nú þurftu systurnar aðeins að koma verkinu í framkvæmd. Það gat reyndar ekki verið svo erfitt, þar sem Charles Framháld á bls. 35,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.