Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 34

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 34
Þessi litla tafla gerir gervitennurnar hreinar á 10 mínútum! (hún heitir COREGA TABS) Setjið töfluna í glas með volgu vatni. Látið gervitennurnar liggja í vatninu í 10 mínútur. Svo auð- velt er það. Þér sjáið hve hreinar þær verða. Corega Tabs innihalda efni sem hreinsar, fjarlægir matarleifar og lykt. Og þér þurfið ekki að bursta. — Aðeins eina töflu í glasið. Corega töflur eru pakkaðar hver fyrir sig í loftþéttan pappír og eru því alltaf sem nýjar. COREGA COREGA tannlím — vel þekkt efni, sem held- ur gómnum á sínum stað, mjúkt og öruggt. Kemikalía h.f. STJÖRNUSPA HRÚTS- MERKIÐ 21. MARZ ■ 2«. APRÍL Vertu harður við sjálf- an þig og' taktu verk- efnin föstum tökum. Ef þú gerir það, áttu meiri tíma afgangs fyrir sjálfan þig. Geymdu öll ferðalög til síðari tíma, en nú væri óhagstætt að taka til óspilltra mál- anna varðandi fjármála- aðgerðir, sem þú hefur lengi hUgsað. NAUTS- MERKIÐ 21. APRIL 21. MAÍ Láttu þína nánustu ekki eiga svona auðvelt með að raska geðró þinni. Forðastu þá, sem það reyna 1 sífellu, en auktu heldur sambandið við þá, sem sýna jafnaðar- geð og rósemi. Um helg- ina verður mjög ánægjulegt fyrir þig að fara eitthvað burt. TVÍBURA- MERKIB 22. MAÍ — 21. JÚNÍ Ef þú hættir andartak að hugsa um peninga, og snýrð þér að því að njóta lífsins, verður þetta ógleymanleg vika fyrir þig. Þú munt fara í ferðalag, að vísu ekki langt, en þeim mun skemmtilegra. Láttu fjölskyldu þína njóta fagnaðarins með þér eftir föngum. KRABBA- MERKIÐ 22. JÚNÍ - 23. JÚLÍ Þú færð langþráð bréf með gleðilegum tíðind- um. Nú eru stjömurnar hagstæðar með öll fast- eignaviðskipti af þinni hálfu og skaltu nú láta til skarar skríða með viðskipti á því sviði, sem þú hefur iengi haft á prjónunum. Heillataia er 5. LJONS- MERKIÐ 24. JÚLÍ — 24. ÁGÚST Varastu Ijóshærða konu með blá augu, sem um sinn hefur reynt að grafa undan fótum þínum. Vertu fyrri til og ýttu henni frá þér. Það myndi reynast þér heillaríkt að gerast áskrifandi að blaði, sem þú hefur lengi haft augastað á. MEYJAR- MERKIÐ 24. ÁGÚST- 23. SEPT. 9 Þú ert alveg viss um, hvað gera skal í ákveðnu máli, en svo undarlega vill til, að útkoman verður mjög svipuð, hvorn veginn sem þú velur. Þú skalt ekki hika við að taka að þér stór verkefni, því alit blessast það. VOGAR- MERKIÐ 24. SEPT. 23. OKT. Haltu áfram að sýna þínar beztu hliðar, en ekki aðeins útávið, heldur einnig heima. Þú getur verið mjög að- laðandi og átt auðvelt með að afla þér vina, ef þú lætur ekki letina og örlyndið ráða yfir þér. DREKA- MERKIÐ 24. OKT. 22. NÓV. Dæmdu ekkert aðeins út frá eigin reynslu, því allir hlutir hafa fleiri en eina hlið. Ef þú sýnir nógu mikið frjálslyndi og forðast alla hleypidóma, verður helgin óvenju skemmti- leg. Ferðalag kann að vera í aðsigi. BOGMANNS- MERKIÐ 23. NÓV. 21. DES. Það er stundum betra að iátast heldur en koma fram og segja það sem manni býr í brjósti. Það er stundum betra að brosa en gretta sig, þótt manni finnist eitthvað súrt. Þú getur þurft að taka á þolin- mæðinni í þessari viku. STEIN- GEITAR- MERKIÐ 22. DES. — 20. JAN. Farðu varlega í sak- irnar með brall, sem þú hefur haft í huga. Ef tii vill er ekki tárhreint mjöl i pokahominu hjó þér, og það getur kom- izt upp, ef fyllstu var- kárni er ekki gætt. Þú þarft að hafa samskipti við fólk af öðrum þjóðernum. 1 VATNSBERA MERKIÐ 21. JAN. — 19. FEB. Þú ættir að sýna meiri tillitssemi þeim sem í kringum þig eru. Pen- ingarnir hafa viljað tolla illa við þig að undanförnu, og það stafar af því, hve gjarnt þér er að láta aðra hafa áhrif á þig. Sýndu nú röggsemi og hafðu sinnaskipti. FISKA- MERKIB 20. FEB. — 20. MARZ Slappaðu nú af og leggðu að þér að losna við þessa taugaspennu, sem hefur hrjáð þig að undanförnu. Gerðu þér far um sem eðlilegasta og óþvingaðasta fram- komu. Um helgina muntu geta skemmt þér mjög vel.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.