Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 33
hlýt að líta hræðilega út, hugs- aði Gérard. Honum. fannst eins og búið væri að ganga alveg frá sér. Hann var hræddur, ofsahrædd- ur við að verða truflaður á geðsmunum. En hann var búinn að lofa sjálfum sér því að gefast aldrei upp. Svo lengi sem ég tolli hér, hugsaði hann, setja þeir Dani- éle ekki í fangelsi. Dyrnar opnuðust. Hjúkrunar- maður kom inn með sprautu í hendinni. Ó, nei, hugsaði Gér- ard, ekki eina enn, ég þoli þetta ekki. — Eina til? spurði hann. Hann var svo reiður að hann fann hvernig rödd hans titraði, var eiginlega líkust snökti. — Nú hefst önnur meðferðin, sagði hjúkrunarmaðurinn. Ég get þetta ekki, hugsaði Gérard, þeir brjóta mig alger- lega niður. — Segið yfirlækninum að ég vilji tala við föður minn. Þarna. Já, nú var hann bú- inn að segja það. Hjúkrunar- maðurinn leit á hann með við- urkenningu og snerist á hæli. — Jæja, á ég þá ekki að fá sprautu í þetta sinn? sagði Gér- ard. Hjúkrunarmaðurinn hristi höfuðið. Ef hann hlær, hugsaði Gérard, stekk ég á hann og slæ hann niður og þá veit ég ekki hvað ég geri, ég ... Hjúkrunarmaðurinn kom aft- ur og yfirlæknirinn var í fylgd með honum. — Jæja, sagði yfirlæknirinn. — Nú erum við að hressast. Gérard leit á hann, án þess að virða hann svars. Hjúkrun- armaðurinn hjálpaði honum til að klæða sig og eftir andartak var hann kominn inn á skrif- stofu læknisins. Læknirinn valdi símanúmer og fékk strax samband við herra Leguen. — Ég held að sonur yðar sé nú að hressast, sagði hann í smeðjulegum tón. — Já, hann vill tala við yður sjálfur ... Hann rétti Gérard heyrnar- tólið. Pilturinn vissi ekki hvað hann átti að segja. Þegar hann loksins fékk röddina, talaði hann eins og vélmenni. — Já, ég samþykki það, sagði 'hann. — Ég skal fara... til Saint-Malo... Og svo skellti hann heyrn- artólinu á ... Dyrabjöllunni var hringt. Nú orðið fór angistarskjálfti um Daniéle í hvert sinn sem hún heyrði bjölluna hringja. Hún var með hjartslátt þegar hún gekk til dyra til að opna. Hjart- að hamaðist eins og það ætlaði að sprengja brjóstkassann, en svo róaðist hún. — Ástin mín! Gérard vafði hana að sér. Svo hélt hann hénni frá sér og virti hana fyrir sér. Þetta var ekki eins og í fyrra skiptið þegar hann kom óvænt. Nú var Gér- ard greinilega með skíra hugs- un en hræðilega þreytulegur. Hann hafði líka dökka bauga um augun. — Ég hefi látið undan, sagði hann. Daniéle svaraði ekki. Hún virti hann bara fyrir sér. — En þú? spurði Gérard. — Hvað hefir þú haft fyrir stafni? — Ég hefi aðeins beðið. Hún tók í hönd hans og leiddi hann að legubekknum. — Komdu, fáðu þér sæti. Þú þarft að hvíla þig. Hann settist og hún líka, við hlið hans. — Þetta var verra en í fyrra skiptið, sagði hann. — Það er öðru vísi þegar maður veit fyr- irfram hvað til stendur. ímynd- unaraflið segir til sín. Mér fannst ég vera raunverulega veikur, væri að verða brjálað- ur. Hann leit þreytulega á Dani- éle. — í stuttu máli, ég hefi látið undan, sagði hann og hún heyrði örvílnun í rödd hans. Daniéle strauk honum um hárið. — Stundum verður maður að gera það, sagði hún. — Ferð þú þá til Saint-Malo? — Til afa, já ... —- Og þú kemur hingað um miðjan dag ... — Pabbi bíður þarna niðri, sagði Gérard. Daniéle hrökk við. Gérard brosti dauflega. — Ég fékk tíu mínútur. — Til að. ljúka þessu, sagði Daniéle. Hún stóð upp og gekk út að glugganum og opnaði hann. Þegar hún hallaði sér út um hann, kom hún auga á skallann á herra Leguen. Bóksalinn beið við hliðina á bíl sínum. Hann horfði á klukkuna og leit svo upp. Þá kom hann auga á Dani- éle. Sigurbros breiddist yfir ásjónu hans ... Það var að vísu skárra að vera hjá afanum en í heima- vistarskólanum. Gérard hafði nokkurt frelsi, þótt gamli mað- urinn liti á hann sem barn. Gérard vissi líka að hann hafði vakandi auga með honum og fylgdist með honum í sjónauka frá veröndinni, þegar hann var utan dyra. Það eina sem hélt honum við var hugsunin um Daniéle og þau áform sem hann hafði á prjónunum, til að fá að hitta hana. Loksins kom tæki- færi. Allur bekkurinn ætlaði á körfuknattleiksmót, sem halda átti í öðru þorpi og Gérard sá sér færi að stinga hópinn af og taka lestina til Rouen. Hann gat komið skilaboðum til Dani- éle gegnum Thérése. Eftir hálf- tíma kom hún hlaupandi til stöðvarinnar. Það er eins og hún hafi hlaupið alla leiðina, hugsaði Gérard og fann að augu hans fylltust tárum. Hann hljóp til móts við hana og vafði hana að sér, lyfti henni hátt á loft. Það lá við að hann kæfði hana. ' — Hélztu að ég kæmi ekki? spurði Daniéle. — Nei, jú! Ég veit ekki... Hann hló, en svo varð hann aftur alvarlegur. — Hvenær fer lestin þín? — Eftir tvo tíma. Hún brosti vesældarlega. — Það er að minnsta kosti betra en tíu mínútur. Þau gengu út af stöðinni, inn á Rue Jeanne d’Arc og niður að Signu. — Hvernig líður þér þarna? spurði Daniéle. —. Þetta er skrípaleikur, sagði hann seinlega. Daniéle þagði. — Sjáðu til, sagði Gérard, — til þess að þau láti okkur í friði, verðum við að vera á þeirra bandi, hugsa eins og þau. Það er að segja, hugsa alls ekki, iifa eins og þau, — það er að segja að lifa alls ekki. Það á að þröngva okkur til að verða Framhald á hls. 40. 14. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.