Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 41
 Með piparmyntukremi Fæst líka með kókoshnetu-kremi' Líka með dökku súkkulaði og ljósu með appelsínu-bragði Auk þess fæst: OP MIGNON, OP MOCCA og OP MINTTHINS I heildsölu hjá: V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON HF. Símar: 13425 og 16475. éle. — Þau geta líka hrósað sigri yfir mér, þegar þú ert sigraður... — Þetta eru allt eintóm orð, sagði Gérard. — En það er samt eitthvað á bak við orðin. Ef þú ert ekki frjáls, getur þú ekki barizt. Og þá koma þau aldrei til með að skilja hvað það er sem máli skiptir! Gérard horfði hugsandi á ný. Já. Það var allt betra en þessi hægfara dauði, sem þau buðu honum og sem kallaður var líf. En hann hafði engu að tapa. Það var Daniéle, sem hætti á það að verða sett í fang- elsi. — Ertu viss um að þú viljir þetta? spurði hann. — Já. Gérard stóð upp. Og þar sem hann hafði ekki hugboð um hvað fangelsisvist var, þá brosti hann glaðlegu brosi. Það var eins og fargi væri létt af honum. Hann tók Daniéle í faðm sér og þrýsti henni að sér. Ein- hversstaðar bak við drungaleg- an himinn skein sólin. Gérard fór um kvöldið, en ekki til Saint-Malo. Daniéle bjó sig undir fangelsun. Hún þurfti ekki að bíða lengi... Fangelsin breytast ekki og ef þau gera það, þá tekur það ábyggilega langan tíma. Dani- éle fannst hún jafnvel hagvön, þegar hún leit gráa steinvegg- ina og hinar kaldranalegu gæzlu konur. Hún fékk sama klefa og áður og sömu klefafélaga, Renée og Cecile. Þær voru að borða. — Fyrirgefið að ég kem svona seint, sagði Daniéle. Hún hafði ákveðið með sjálfri sér að vera sterk og láta ekki a neinu bera. Konurnar tvæi virtu hana undrandi fyrir sér. — Við áttum ekki von á þér! — Hvað hefir þú gert af þér núna? — Það sama og síðast, sagði Daniéle og settist. — Hefir strákurinn nú stung- ið af aftur? — Já, en í þetta sinn var það með ráði gert. Þegar Daniéle hafði tekið upp dótið sitt, lagði hún sig upp í rúm. Hún hafði komið of seint til að fá að borða. Það eina sem hún gat nú gert, var að reyna að sofna og hugsa um ástand sitt, meðan hún beið eftir svefn- inum. Henni fannst nú hún vera það sterk að hún gæti tekið þvi sem að höndum bæri. Henni fannst nú að hún fengi aukinn styrk við mótlætið. f þetta sinn ætlaði hún ekki að gefast upp Um dagmál vaknaði hún við að dyrnar opnuðust og komið var með þetta ljósbrúna salta sull, sem ekki líktist kaffi á nokkurn hátt. Daniéle varð undrandi yfir því hve fljótt hún hafði gleymt hvernig þetta var á bragðið. Klukkutíma síðar voru þær komnar út í fangelsisgarðinn. Daniéle stóð hreyfingarlaus og virti fyrir sér samfanga sína Svo sá hún að hópur hafði safn- ast saman um stúlku, sem lá á jörðinni. Daniéle gekk þangað. Þegar stúlkurnar sáu hana, ypptu þær öxlum og dreifðu sér. Það var kornung stúlka, sem lá þarna. Hún var tekin í and- liti og augun lágu djúpt í blá- leitum augntóftunum. Hún var mjög þrjózkuleg á svipinn. Hún allt fyrir Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruðum viðskiptavinum okkar full- komna varahluta- og viðgerðaþjónustu. Verzlunin Garðastræti 11 simi 20080 14. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.