Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 5
efni. Vonandi kemur meira af slíku. — Framhaldssögurnar og smásögurnar til dæmis eftir Somerset Maugham, Maupassant og fleiri mættu vera fleiri, varla er kostnaður við þýðingar á góð- um bókmenntum kostnaðarsam- ari en á væmnúm ástarsögum úr Hiemmet. Svo ég minnist á annað, þá er leiðinlegt að vita hversu marg- ir -meira að segia kvenfólk) eru afturhaldsseggir, neikvæðir og óraunsæir í sambandi við fóst- ureyðingar, samanber karlfausk- inn að norðan, sem sendi ykkur línu um daginn. Það er ekki að s já að fólki finnist ömurlegri glæpur að börn líði alla ævina fyrir að fá að „halda lifi", en að þau séu ,,deydd" sem nokk- urra sentimetra stórar frumur. Auk þess gengur illa að upp- ræta gamla fordóma um kon- una og ábyrgð eða ábyrgðar- leysi hennar. Þótt flestar konur vildu fórna lífinu fyrir börnin sin, sem þær hafa fætt eða tek- ið í fóstur, er ekki þar með sagt að það sé sjálfsagt að fórna lífs- hamingju sinni og barnanna fyr- ir „slysaskot", því engar verjur eru 100% öruggar nema pillan og hún er umdeild eins og allir vita. Jæja, ég slæ botninn í með þessari vanalegu hégómaspurn- ingu manna eða kvenna!!): hvað lesa spekingarnir úr skriftinni? Lifið heilir. Ein að sunnan. Við þökkum hrósið og gerum ráð fyrir að hjá okkur birtist framvegis sem hingað til eitt- hvað af efni eftir þínum smekk; stefna blaðsins er að gera sem flestum til hæfis. Það er alveg af og frá að við þýðum nokkuð úr Hjemmet, hvorki væmnar ást- arsögur né annað. Hins vegar skulum við ekki fortaka að hjá okkur hafi birzt eitthvað af sög- um svipuðum þeim og lesa má í þessu danska heimilisriti. Skriftin bendir helzt til þess að þú sért dugleg, en líklega ekki sérlega vandvirk. — Það var gaman að heyra hvað þú hefur til málanna að leggja um fóst- ureyðingarnar, sem nú eru svo mjög á dagskrá. Það væri ekki nema sjálfsagt að drífa upp sem líflegastar umræður um það mál — og fleiri sem eru á döfinni —■ hér í Póstinum. Ekki stendur á honum að Ijá rúm þeim, sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. í vanda staddar Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur í vandastaddar. Þannig er mál með vexti að við erum báðar hrifnar af sama stráknum. Við þekkjum hann lítið. Önnur okk- ar hefur verið með honum. — Hann er mjög feiminn, og talar sjaldan við okkur, og ef hann talar við okkur, þá segir hann mjög lítið. Hann er oft á sama skemmtistað og við. Kæri Póst- ur, getur þú sagt okkur hvað við eigum að gera? Tvær mjög ástfangnar. P.S. Hvernig er skriftin og hvað sérðu úr henni? Hvernig er staf- setningin? Eruð þið vissar um að hann sé svo óskaplega feiminn? Ein- hvern veginn hefur sú ykkar, sem „var með" honum, farið að því að ná honum á krókinn. Hvers vegna ekki að reyna svipað eða sama bragð aftur? Nema þá að ástæðan sé sú, að honum hafi ekki líkað þetta í þetta eina skipti og vilji ekki meira af svo góðu — það er að segja frá þeirri sömu. En hvernig væri þá fyrir hina að freista gæfunnar? Þar sem þið sjáið hann oft og þekkið hann þetta mikið, ætti ykkur að vera vorkunnarlaust að gefa ykkur á tal við hann og gefa honum hug ykkar til kynna, svona undir rós. En ef hann kveikir ekki á því, er hætt við að lítið þ'ýði fyrir ykkur að reyna við hann. Skriftin gefur helz} til kynna snyrtimennsku, góðvild en ekki sérlega frumlegt hugarfar. Og ekki er bréfið alveg villulaust. Kjarklaus Kæri Póstur! Ég les alltaf Vikuna og mér finnst Pósturinn langskemmtileg- astur. Ég er agalega hrifin af strák en ég þori ekki að segja honum það því að ég er svo kjarklaus. Og ég veit ekki hvort hann er hrifinn af mér en ég held að hann sé það ekki. En hann er alltaf að stríða mér og ég þoli það ekki. Hvað á ég að gera? Hvernig er skriftin? Ein kjarklaus. Prófaðiu að stríða honum á móti. Skriftin er slæm. Eigum við að trúlofa okkur? a m 2 tn þessi auglýsing er ætluð ástföngnu fólki úti á landi. Kæru elskendur! Það er nú, sem viö í Gulli og Silfri getum gert ykkur þaö kleift aö hringtrúlofast innan nokkurra daga, hvar sem þið eruð stödd á landinu. 1. Hringið eða skrifið eftir okkar fjölbreytta myndalista sem inniheldureittfalleg- asta úrval trúlofunarhringa sem völ er á og verður sendur ykkur innan klukkust. 2. Með myndalistanum fylgir spjald, gatað í ýmsum stærðum. Hvert gat er núm- erað og með því að stinga baugfingri í það gat sem hann passar í, finnið þið réttu stærð hringanna sem þið ætlið að panta. 3. Þegar þið hafið valið ykkur hringa eftir myndalistanum skuluð þið skrifa niður númerið á þeim, ásamt stærðarnúmerunum og hringja til okkar og við sendum ykkur hringana strax í póstkröfu. Með beztu kveðjum, dull og ^tífur Laugavegi 35 - Reykjavík - Sími 20620 14. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.