Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 4
1 AUSTURSTRÆTI ÁRMÚLA 3 — REYKJAVÍK — SÍMI 83570 Umboð fyrir: Alafoss IIF., VEFARINN HF., ÚLTÍMA HF. Útvegum teppi hvaðanæva úr heiminum P0STURINN IVleð honum fyrir framan hana Háttvirti Póstur. Ég er í miklum vandræðum eða svo finnst mér. Ég átti fína vinkonu, hún er hlé- dræg og feimin og það versta við hana er að hún segir alltaf allt annað en hún meinar. En ég er alveg öfugt við hana: Ofeimin með öllu og segi yfir- leitt allt sem ^mér finnst. Enda hefur mörgum sárnað við mig. En svo urðum við óviljandi hrifnar af sama peyjanum og hana langaði að krækja í hann og þá dró ég mig í hlé. Ég talaði oft við hann og sagði að vinkona mín væri hrifin af honum. Svo fórum við einu sinni í partý þar sem hann var og þá bað ég hann um að reyna við vinkonu mína. En það kvöld endaði þannig að ég var með honum fyrir fram- an hana og síðan er hún ill út í mig. Mér finnst þetta næg ástæða til að verða vond en hún var bú- in að tala um það að við skyld- um ekki verða illar hvor sem yrði með honum. Get ég að því gert að hann reyndi við mig en ekki við hana? Hún var inni í stofu hjá öllum krökkunum sem voru í partýinu, en ég inni hjá litlu krökkunum að svæfa. Á ég að láta hana flakka eða hvað á ég að gera??? Ég vil taka það fram að við (ég plús peyinn) vorum saman í sirka viku og ég er ófrísk eftir hann. Með fyrirfram þökk fyrir svörin. Eyjameyja. P.S. Hvernig er stafsetningin? Ég veit hvernig skriftin er enda er ég örvhent. Lestu eitthvað úr skriftinni? Hvernig fara saman: Drekinn og tvíburarnir, drekinn og hrútur- inn og hrúturinn og fiskarnir? Ég vona svo að þú nennir að svara þessu öllu, fyrirgefðu ónæðið. Þúsund þakkir fyrir greinargóð svör, það er að segja fyrir bréf sem þér hafa borizt, ég hef aldrei skrifað þér áður. ___________A____________^ \r-----------^ Tónninn í bréfinu minnir dálít- ið á kvæðið um Steingerði þá er Kormákur fornskáld ,,var með", en þar er viðkvæðið: . . . lítið er þetta mér að kenna. Þú segir vinkonu þína falska, en hælir sjálfri þér fyrir hreinskilni. Auðvitað er hreinskilni kostur út af fyrir sig, en því miður virðast ótrúlega margir ekki þekkja muninn á henni og frekju og dónaskap. Vonandi ert þú ekki ein af þeim. Að sannleikurinn sé sagna beztur, en annar málsháttur er svohljóð- andi: Oft má satt kyrrt liggja. Hitt er annað mál að við sjáum ekki að hún hafi beina ástæðu til að leggja fæð á þig þótt strákurinn þrifi til þín en ekki hennar; væntanlega hefur þú haft jafnmikinn rétt til hans og hún. En þið hefðuð nú kannski getað farið svolítið smekklegar að þessu. Nú er það greinilegt að fólk leggur mjög mismun- andi merkingu í það að „vera með", en mjög margir eiga þar beinlínis við samræði. Hafi svo verið í þessu tilfelli, er ekki undarlegt þótt henni hafi sárn- að eitthvað að þið skylduð endi- lega þurfa að vera að þessu fyrir augunum á henni. Úr þvi sem komið er sýnist okkur augljóst að bezt sé fyrir þig að láta ráðast, hvort hún vill sættast við þig eða ekki. Enda hefurðu um önnur og al- varlegri mál að hugsa (eða það skyldi maður ætla) fyrst þú ert að verða móðir. Stafsetningin er í lagi. Úr skrift- inni má lesa tilgerð, dugnað og umbrotasamt skap. Sporðdreki og tvíburi eiga oft mjög gott með að vinna saman, en hættir hins vegar til að erta hvor ann- an með stöðugri gagnrýni. — Sporðdreki og hrútur geta einn- ig stundum starfað saman, en þá helzt sem félagar. Verði samband þeirra nánari, kemur jafnan fljótt til árekstra. Hrútur og fiskur hafa fátt sameiginlegt og gagnkvæmur skilningur þeirra á milli kemur sjaldan til Meira af Maugham og Maupassant Heill og sæll Póstur- Bezt að byrja með að þakka blaðamönnunum margt fróðlegt og skemmtilegt. Sérstaklega grein.ar Dags Þorleifssonar um menn (og/eða ómenni) og mál- 4 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.