Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 16

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 16
Rétt fyrir jólin árið 1970 var tveim konum sleppt úr fangelsi í Belfast á Norður-Trlandi. Það voru tvíburasysturnar Barbara og Bettina Prentiss, sem voru dæmdar fyrir morð á eiginmönnum sínum í lífstíðarfangelsi, en höfðu fengið fangelsistímann styttan niður í tíu ár. Nú eru systurnar fertugar, en enginn veit hvar þær eru. Þær eru gersamlega horfnar. Þær hafa kannski látið æskudrauma sína rætast að flytja úr landi og hefja nýtt líf. Charles Blanchette skrifaði und- ir sinn eigin dauðadóm um vorið 1960, þegar liann tilkynnti hinni fögru konu sinni að hann vildi fá skilnað. Hann var rúmlega fertug- ur, duglegur fjáraflamaður í Bel- fast á Norður-lrlandi, og hún var tuttugu og níu ára. Þau hjónin voru barnlaus. Það getur verið að þetta Iiefði ekki orðið svona öi'lagaríkt, ef Bar- bara Prentiss liefði ekki átt tví- burasystur. Það getur lika verið að ekkert hefði skeð, ef Charles Prent- iss hefði boðið konu sinni notaleg- an lífeyri. En hjúskaparlögin á Ir- landi eru ekki sérlega hliðholl kon- úm og Charles Prentiss var fyrir löngu orðinn leiður á eigingirni konu sinnar og kuldalegri fram- komu og þessutan var hann ofsa- reiður. Barbara bafði njósnað um hann og hún hafði fengið sannanir fyrir því að'hann elskaði aðra konu og það hafði orðið mikil rimma á milli þeirra. Charles öskraði og sagði að Bar- bara hefði nógu lengi mergsogið sig. Ef hún ætlaði að fá einhvern lífeyri, skyldi hún fá að berjast fyr- ir þvi með hnúum og hnefum, hún myndi aldrei hafa neitt upp úr krafsinu. Hún hefði eyðilagt líf hans og heilsu og eytt peningum hans til einskis. Nú væri hann ákveðinn að eignast þá konu, sem hann elskaði innilega og sem elskaði liann. Hugmyndina um að drepa Char- les fékk hún ekki strax, eftir því sem fram kom í réttarhöldunum um haustið þetta ár. Barbara þaut upp á herbergið sitt og læsti dyrunum. Hún var alveg frá sér af reiði og afbrýðisemi. Önn- ur kona átti að stjaka henni út af sínu eigin heimili og setjast þar að sjálf. Það átti að fleygja henni út og þvinga hana til að snúa aftur til tilbreytingarsnauðrar tilveru. — Charles ætlaði að krefjast skilnað- ar og saka hana um „andlega grimmd“, — þótt þeim væri báðum ljóst að slíkt var argasta lygi. Hún var ekkert verri í umgengni en hver önnur kona í þeirra.kunningjahópi. Hún vissi ekki livað liún átti að gera. Eins og alltaf, þegar einhver vandamál urðu á vegi hennar, hringdi hún til . tvíburasysturinnar Bettinu. Bettina var svo ráðagóð. Sem betur fór, var eiginmaður Bettinu, leigubílstjórinn, ekki heima. Barbara ók út í verksmiðju- í litlu og lélegu raðhúsi. Hún sagði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.