Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 15

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 15
FRAMHALDSGREIN Allt í einu ók bíll framhjá fionum á hraðri ferð. Vessels hrópaði: — Þar kemur hann! Kusch æpti: — Númerið! Horfðu eftir númerinu! En bíllinn fór of hratt til að hægt væri að greina tölurnar á númersskiltinu. Klukkustund síð'ar sendi FBI bíl á staðinn. Taskan var horfin. Robert Mackle las enn einu sinni yfir fjárkröfubréfið frá læningjunum: „Innan tólf tima eftir að þér hafið afhent peningana verður hringt í yður og yður tilkynnt. Iwar dóttur yðar er að finna. Bréf verður einnig sent til að tryggja enn frekar að dóttir yð- ur finnist.‘‘r En var óhætt að treysta þessu loforði? FBI vissi hverjir ræningjarn- ir voru — kraftalega vaxinn karlmaður og tággrönn, smá- vaxin stúlka. Karlmaðurinn var Gary Steven Krist, sem strokið hafði úr fangelsi í Kali- torníu og síðan undir nafninu George Deacon fengið staff við sjórannsóknastöð Miamihá- skóla. Stúlkan var Ruth Eise- mann-Schier, fædd í Hondúras og hafði einnig um hríð starfað við sjórannsóknastöðina. Nú var um að gera að króa þau inni. En ekki mátti gera þau óróleg fyrr en Barböru Mackle hefði verið bjargað. Það yrði þó að ná þeim áður en þau kæmust úr landi með pening- ana. A föstudagsmorguninn komst FBI enn á nýja slóð. Krist-Dea- con hafði kvöldið áður hlotið meðhöndlun á neyðarmóttök- unni í Jackson-sjúkrahúsinu. Hann hafði gefið upp nafnið George Deacon og sagt læknin- um að hann hefði hrasað, er hann var við vinnu á lóðinni hjá sér, og stungið gat á pung- inn með heykvísl. En FBI gerði því skóna að þann áverka hefði hann fengið er hann klofaði yf- ir girðinguna á flótt'a undan Miami-lögreglunni. Sama dag leitaði FBI í hús- vagninum, sem Krist-Deacon liafði haft afnot af meðan hann vann hjá sjórannsókna- stöðinni, í vagninum fannst rannsóknarstofuborð, nokkrai tómar. bókahillur og viðarbútar. A gólfinu voru límflekkir og á þeim mátti greina útlínur kistu, sem mundi hafa verið nógu stór til að rúma Barböru Mackle — lifandi eða látna. Barbara hafði nú legið grafin í þrjá sólarhringa og fimm tím- um betur. Teppin hennar voru blaut af raka, sem safnaðist fyr- ir neðan á kistulokinu og draup niður á hana. Mestan hluta tím- ans hafði hún legið í myrkri. þar eð ljósperan, sem var i kistunni, hafði brunnið út. „Ég lá þarna og reyndi að ímynda mér að aðstaðan væri ekki alveg vonlaus. Ég hugsaði: Það er að minnsta kosti hlýtt og þægilegt hér í jörðu niðri. Væri ég hjá ræningjunum, væru þeir vísir til að skjóta mig ef eitt- hvað gengi af skaftinu. En hérna niðri geta þeir það ekki. Ég er örugg hér. Ég er því fegin að ég er hér. Þannig lá ég og talaði við sjálfa mig. En það dugði ekki lengi. Mér var kalt og ég var blaut og mig verkjaði i allan líkamann. Hljóðið í fallandi dropunum fór í taugar mínar. Svo fór ég að syngja gamanvís- ur. Ég hef svo slæma söngrödd að ég get ekki haldið niðri í mér hlátrinum þegar ég heyri í mér sjálfri. Það var ankanna- legt að liggja hér og syngja. En það hjálpaði upp á sakirnar. Ég söng vísur, sem við pabbi vorum vön að syngja þegar ég var lítil. Hugsanirnar ruddust Framhald A bls. 45. I ntfrri fjóru sólur- hringu Imfði Barbaru Mackle legið lifantli grafin. Hnnð eftir annað liafði hún verið uð jwi komin að gefa upp alla van am björgun. Ih'i heyrði hún (tlil i einu hljóð. Einhver gekk um upptjfir Itenni. Svo heyrði Inin rödd Lögreglumenn með kistuna, sem Barbara var grafin í.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.