Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 11

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 11
IFTIR LÚPUS PÉTUR SIGURÐSSON GUSAR Á ALÞINGI EINS OG FRAMUR VÖSÓLFUR EN VEÐUR GRUNNA POLLA oí> framur vösólfur, en veður grunna polla. Hann skiptir sér af mörguni málum og leggur oft orð i belg, en drýgir ekki frægar dáðir. Kunnastur er hann af viðleitni sinni að fá sterkan bjór buúggaðan og seldan á íslandi, en Pétur hefur ekki baí't erindi sem erfiði í þvi efni. Herma skæðar tungur, að ein- strengingslegum og sjálfumglöðum málflutningi bans sé um að kenna. að lslendingum er enn meinaður áfengur lijór. Þeim er þó bót í máli að geta veitt sér mun sterkari vin- anda óskammtaðan, en Pétri lilýt- ur að vera þetta nokkur skapraun. Hann er óvinsæll ineðal bindindis- manna og sætir þvi ámæli að vera girugur nautnaseggur, en Pétur Sigurðsson á slikt alls ekki skilið. Hann er dagfarslega hófsamur á vin og tóbak og annan munað. Þó hendir liann að gera sér dagamun, og liggur honum þá hátt rómur i samræðum við vini og kunningja. Sjálfstæðisflokknum er óbeint drjúgur styrkur að þingmennsku Péturs Sigurðssonar. Hann skilur hugsúnarhátt vinnandi fólks af per- sónulegri revnslu og getur ágætlega sett srg í spor þess. Pétur er engan veginn auðsveipur i meðförum, þó að hann þjóni flokki sínum og leið- togum dyggilega. Hann er að eðlis- fari einbeittur og hreinskilinn og segii- skoðun sina afdráttarlaust hverjum sem er. Honum lætur og prýðilega sú fyrirgreiðsla, sem Sjálfstæðisflokkurinn treystir á og hyggur sér harla nauðsynlega. Hann þvkist leggja sig allan fram um sér- hvern smágreiða og hvert viðvik og lýsir fyrirhöfn sinni með orða- flaumi og handapati, svo að venju- legt fólk undrast og blekkisl. Pétur trúir þessu jafnvel sjálfur og er löngu orðinn þessi leikur eins kon- ar ávani. Er hann því í essinu sínu að hafa tal af. mörgum og látasl sinna alls konar kvabbi og tilmæl- um. Loks ber þess að geta, að Pél- ur er maður skemmtilegur og vin- mn sínum tryggðartröll. Honum leiðast sviplausir og innantómir samherjar, en gezt vel að mikil- hæfum andstæðingum og dylur eng- an veginn þá aðdáun. Pétur Sig- urðsson fer sinna ferða og kenmr oft á óvart með framkomu sinni og afstöðu. Sannleikurinn mun sá, að bann sitji á alþingi af því að hon- um finnist starfið þar auðveldara og hreinlegri atvinnuvegur en beita fiskibáti móti stormi og straumi eða sigla kaupfari höfin djúp og breið i misjöfnum veðrum. HelZt mun bann sakna þess að gista fram- andi lönd og veita sér vellystingar, sem falar eru röskum og lifsglöð- um sæförum í erlendum hafnar- borgum. Afstaða hans í bjórmál- inu mun sprottin af mætum endur- minningum um freyðandi ölglös. þegar tónar seiddu og dans dunaði á vistlegum skemmtistað að áliðn- um degi. Þingmennskan er Pétri Sigurðs- svni atvinnuvegur eins og svo mörg- um öðrum, sem bækistöð hafa i hdjllinni eftirsóttu við Austurvöll. Þó er hann öðruvísi þangað kom- inn en flestir hinir. Hann kvíðir líka naumast þeim meinlegu ör- lögum, að hurðin dýra lokist hon- um allt i einu, en myndi þá ráðast aftur til sjös og vinna fvrir sér eins og í gamla daga. Stoltaraleg rögg- semi hans hefur rutt honum frama- brautina og gert hann álitlegan i samtökum Sjálfstæðisflokksins, þó að mektarbokkum sé þar iðulega sleipt. Kann því svo að fara, að Pétur sleppi við sælöður og strit, en hafist við i alþingisliúsinu langan aldur, unz honum gefst gömlum og þreyttum hvild og hjúkrun í dval- arheimili aldraðra sjómanna á hæð- inni innan við sundin í Revkjavík. Þaðan sér út á hafið, sem heillaði Pétur Sigurðsson ungan og mun svæfa hann ljúfum niði, þegar sól- in hverfur bak við jökulinn hinum megin flóans. Lúpus. 14. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.