Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 47
ELDURINN GERIR EKKI BOÐ A UNDAN SER f SLÖKKVITÆKI Froðutæki Kolsýrutæki* VeljiS þá stærð og gerð slökkvitækja, sem hæta þeim tegund- um eldhættu sem ógna yður. Við bendum sérstaklega á þurr- duftstæki fyrir alla þrjá eldhættuflokkana. A flokkur: Viður, pappír og föt. B flokkur: Eldfimir vökvar. C. flokkur: Rafmagns- eldar. Gerum einnig tilboð í viðvörunarkerfi og staðbundin slökkvikerfi. I. Pálmason tif. VESTURGATA 3 REYKJAVlK SIMI 22235 — Alveg síðan þau rændu mér. — Kom enginn til þín allan tímann? — Nei. Enginn. Þeir lyftu mér inn í aftur- sæti eins bílsins og tárin streymdu niður kinnar manns- ins til hægri við mig. Ég hélt að eitthvað væri að. Ég skildi hreint ekki að þeir grétu mín vegna. Ég spurði: — Hefur eitthvað slæmt komið fyrir? Sá sem grét svaraði neitandi, snökti og horfði út um bíl- gluggann. Þá skildi ég hvernig í öllu lá og fyrirvarð mig fyrir að hafa spurt. Svo sagði ég: — Þið eruð dá- samlegustu menn, sem ég hef nokkurntíma hitt. Þá hlógu þeir allir og sá sem ók sagði: — Þá vitum við að eitthvað er athugavert við þig. Barbara Mackle lá grafin í kistunni um áttatíu og þrjár klukkustundir og þrjátíu mín- útur. Svo langan tíma tók ekki að elta Gary Steven Krist uppi. Hann reyndi að flýja land á hraðskreiðum báti með utan- borðsvél. Klukkan tíu mínútur yfir tólf sunnudaginn tuttug- asta og annan desember, fjöru- tíu klukkustundum eftir að hann hafði móttekið lausnar- féð, var hann gripinn á ey nokkurri, þar sem hann hafði falizt á flótta undan strand- verðinum. Hann veitti enga mótspyrnu. f bátnum fundust t.veir pokaskjattar með fjögur hundruð sjötíu og níu þúsund dollurum. Ruth Eisemann-Schier náðist tveimur mánuðum síðar í marz 1969. Hún var þá á listanum yf- ir tíu „eftirsóttustu“ glæna- menn í Bandaríkjunum. Hún var handtekin á veitingahúsi í Oklahóma, þar sem hún þá vann. Réttur dæmdi þau skötuhjú- in bæði sek um mannrán. End- antegur dómur gat orðið lífs- tíðar fangelsi eða dauði í raf- magnsstólnum. Krist fékk ævi- langt fangelsi og Ruth Eise- mann-Schier sjö ára. Hún yf- irgaf réttarsalinn brosandi. Lokaorð Barböru Mackle: Ég veit eiginlega ekki hvað ég álít um dauðarefsinguna. Ég veit að ég hef mikið ógeð á að drepa nokkurn í refsingarskyni. Ég vildi ekki láta taka Krist af lífi. Sennilega sumpart vegna þess, að ég veit að það var hann, sem hringdi til að láta bjarga mér. Ég held að ég hafi meiri samúð með Krist en Ruth. En hvorugt þeirra hata ég. Jafnvel þetta löngu síðar vita vinir mínir ekki alveg hvað þau eiga að segja um þetta. Þau vilja að ég segi frá ráninu og þegar ég vil það ekki, halda þau að ég sé hrædd við að tala um það. En það er ég ekki. En ég vil ekkert um þetta tala. Og allir spyrja: — Hvernig er hún eiginlega eftir þetta? Mamma er vön að gera að gamni sínu við mig út af þessu. — Barbara, ef þú einhverntíma skyldir gera eitthvað undar- legt eða skrýtið, segir fólk áreiðanlega: — Datt mér ekki í hug. Þetta vissi ég alltaf. Ég býst við að mamma hafi rétt fyrir sér. Sumt fólk vill hreinlega ekki trúa því að ég sé alveg jafngóð eftir þetta. Sumir vilja meira að segja helzt trúa því að ég sé alveg gengin af göflunum. Og þeir láta ekki sannfærast, hvað sem ég segi. En ég er alheilbrigð. Það er dagsatt. ENDIR. STEMMING f STAPA Framhald af bls. 19. margir góðir hljómlistarmenn og svo framvegis. Við kunnum söguna. Þeir fluttu lög af vænt- anlegri LP-plötu, sem Magnús sagði eiga koma út um mánaða- mótin maí/júní. Að sögn hefur nafn plötunnar verið ákveðið „The Rape of Lady Justice", eftir einu laginu, en allir text- þeirra eru á ensku. Þeir Magn- ús & Jóhann eru einstaklega samæfðir og presís, en mér fannst áberandi þarna — svo og annars staðar hvar ég hef heyrt þá — að dálítinn kraft vantar í þá, þannig að þeir virðast hálf-hikandi á köflum. En þeir búa til góð lög. Og svo kom hlé. Ríó voru fyrstir eftir hléið og byrjuðu á að syngja það sem Helgi P. kallaði „eitt vinsæl- asta lag allra tíma“: „Veiztu hvað ljóminn er Ijómandi góður o.s.frv.“ við gífurleg fagnaðar- iætL Fólkið klappaði með en fékkst þó ekki til að syngja þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Ólafs Þórðarsonar sem reyndi bæði „Siggi var úti...“ og „Kátir voru karlar“. Eitt laganna sem þeir sungu, „Segir af verndurunum góðu“ við texta Jónasar Friðriks, afl- raunamanns frá Raufarhöfn, fjallar um brottför hernáms- liðsins af íslandi og segir í hon- um á einum stað: „ . . og ekk- ert hass mun hér að fá“, (eftir að Kaninn fer). Þá hlógu börn- in í Keflavík. Á eftir sögðu þeir félagar í Ríó að annars staðar á landinu slægi grafarþögn á áheyrendur þegar að þessari línu kæmi og á Glaumbæjar- fundinum fræga (endurreisum Glaumbæ!) var eitthvað verið að tala um kosti staðarins. Sagði einn þátttakenda í um- ræðunum eitthvað í þessa átt- ina: „í Glaumbæ gátujn við komið saman, ræðst við, hlust- að á músík, húkkað stelpur, drukkið vín og fleira og fleira." Gólaði þá strkur í salnum: „Og reykt hass!“ Ef vandræðalegra augnablik hefur upplifast, þá hefur það verið all svakalegt. Þeir voru klappaðir upp að minnsta kosti tvisvar og löngu eftir að þeir voru farnir í seinna skiptið (og höfðu þá komið talsvert á óvart!) var haldið áfram að klappa. Jónas R. Jónsson & Einar Vilberg voru því að vonum ei- lítið taugaóstyrkir að fara inn á eftir þeim. Sá óstyrkur var algjör óþarfi því þeir áttu sal- inn. (Það er rétt, nokkuð marg- ir áttu salinn þetta kvöld, en staðreyndin er sú að hvert at- riðið var öðru betra). Einar Vilberg er ótrúlega góður og lagasmiður í sérflokki. Það get- ur verið dálítið erfitt að halda uppi „intellektúal" samræðum við hann, en textarnir hans (því miður allir á ensku) eru hreint út sagt frábærir. Jónas sagði nýlega að hann setti Ein- ar í sama gæðaflokk og Cat Stevens og James Taylor; sú skoðun er fyllilega réttlætan- leg. Jónas er sjálfur góður söngvari og veit hvernig hann á að haga sér á sviðinu, spilar eitthvað hrafl á flautu og gítar og litla laglínu á nikku, en þar sem textar Einars eru flestir persónulegir — að ég held — þá finnst mér dálítill galli að hann skuli ekki njóta sín betur sem söngvari. Sú saga gengur um að þeir hafi fengið boð frá Fálkanum um 20—25% af hverri plötu, sem þeir eru í þann mund að ljúka við, en þeir vildu ekkert um málið segja. — Hvað finnst þér um nýju Náttúru, Jónas? spurði Hrólfur. — Aaa, eh, svaraði Jónas eftir langa þögn. — Ég vil ekkert um það segja. Fólkið í salnum, troðfullum, sagði ekki orð og Hrólfur hætti að spyrja. — Hvað ætlið þið svo 14.TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.