Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 31

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 31
SÚM Framháld af bls. 24. og jafnvel felast í því játning á því að viðkomandi hafi ekki átt þetta skilið. En auðvitað verða alltaf mismunandi sjón- armið uppi um verðleika lista- manna og ekkert þeirra alveg rétt. Ég held því að ekki verði komist hjá að hækka heildar- fjárveitinguna. Ennfremur held ég að gott væri að fá aðra nefnd og öðruvísi starfsaðferðir af hennar hálfu. — Hvernig myndirðu vilja að nefndin væri skipuð? — Það er mér fjandans sama um. En fyrst og fremst vil ég að ekki verði skipað í nefndina pólitískt, og í öðru lagi að í henni verði fólk, sem fylgist með hvað er að ske, en ekki einangruð gamalmenni sem al- drei sjá neitt í kringum sig, hlusta í mesta lagi á Daginn og veginn í útvarpinu. — Hvernig væri að skipa nefndina fulltrúum hinna ýmsu listgreina? — Það væri vitaskuld eðli- legra, en þá er bara það að sumir listamannanna eru kannski meingallaðir líka. Þeir eru svo einstrengingslegir í sín- um skoðunum, sumir hverjir. Og aðstæður listamanna af hinum ýmsu greinum eru mjög mis- munandi. Til dæmis má nefna að leikarar eru margir hverjir í föstum stöðum og fá þannig kaup fyrir að sinna sinni list- grein. Músíkantar sömuleiðis, að minnsta kosti þeir, sem hafa atvinnu í Sinfóníuhljómsveit- inni og víðar. Kompónistar hafa margir hverjir ákveðna tekju- lind gegnum Stef. Öðru máli gegnir um rithöfunda og list- málara. Að vísu lifir viss flokk- ur myndlistarmanna góðu lífi af sölu. En svo er aftur stór hópur manna af þessum list- greinum, sérstaklega þó yngri mönnum, sem lepur dauðann úr skel, eða kemst ekki hjá að vinna meira eða minna að ein- hverjum öðrum störfum, sér og sínu.m til framfærslu. Auðvitað kemur það niður á listsköpun þeirra, því að vitaskuld er erf- iðara að einbeita sér að list- sköpun þegar maður kemur þreyttur úr annarri vinnu. — Besta lausnin væri að fela lista- mönnum verkefni, til dæmis að því er varðar myndlistarmenn, þá gætu þeir skreytt opinberar byggingar. Fyrir því er heim- ild í lögum, sem ^iefur ekki ver- ið notuð að ráði. — Eruð þið ánægðir með þá úthlutun starfsstyrkja, sem þeg- ar hefur farið fram? — Nei. Við höfum í gamni kallað þetta elli- og raunabóta- styrki. Það er staðreynd að í þeirri úthlutun hafa yngri menn einnig verið settir hjá. — Hvað finnst þér um ástand- ið í myndlist hér á landi um þessar mundir, þegar á heildina er litið? — Heildarstandardinn er ósköp próvinsíell. Okkar hlut- ur er módern, en þarf auðvitað ekki endilega að vera góður fyrir það; úr því verður tíminn að skera. Afstrakt myndlist er hérlendis orðin leiðinleg og út- þvæld, tæmd. Hún hefur getið af sér viss lofsverð afkvæmi, en möguleikarnir eru mínimal. Hún hefur einna helst haft áhrif á skreytingalist og auglýsinga- teiknun, en ekki á umhverfið í heild. íslenzkur arkitektúr hef- ur orðið fyrir áhrifum af erlend- um arkitektúr, sem aftur var sprottinn upp úr afstrakt list sem var langtum fyrr á ferð- inni. Að mínu viti er afstraktið andlega séð á tiltölulega þröngu sviði; það er einungis glíma við fagurfræðilega uppsetningu á lit og formi. Ég vildi helst kalla það gelda stofulist, eins og það er nú iðkað af öllum þorra málara. Hér er ég að sjálfsögðu alltof einstrengingslegur. Vitaskuld höfum við lært af öllum stigum myndlistar á und- an okkur, þótt við förum aðrar leiðir. Við leggjum meira upp úr persónulegri tjáningu, höfð- um fremur til vitsmunanna en að reyna að vera þægilegir. Við erum uppreisn gegn því formi, sem ríkjandi var áður en við fórum að láta til okkar taka, alveg eins og afstraktið var að sínu leyti uppreisn gegn því, sem á undan því fór. Það er hroðalegt að staðna í dýrkun á einhverju formi, alveg sama hvað gott það er. Þetta á raun- ar við um fleira en myndlist- ina. Til dæmis tel ég að ætti að harðbanna fólki að lesa ís- lendingasögurnar um nokkurra ára skeið. „Það gefur ei dvergn- um gildi manns, þótt Golíat sé faðir hans,“ sagði þjóðskáldið. — Finnst þér nóg að gert af hálfu hins opinbera til kynn- ingar á list? — Nei, því fer fjarri. Lista- safn ríkisins er dauð og ryk- fallin stofnun, eins og það er rekið nú. Það starfar ekki nóg að kynningarstarfsemi, eins og markmið þess er samkvæmt lögum, sýnir of lítið erlendis 14. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.