Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 6
SÍÐAN SÍÐAST SOPHIA LOREN TEKUR FÖSTURBARN Nú hefur Sophia Loren og eig- maður hennar, Carlo Ponti, ákveðið að ættleiða litla stúlku. Síðan leikkonan varð loks móðir fyrir þremur árum eftir margra ára löngun og bið, hefur það ver- ið ósk hennar, að einkasonurinn, sem er kallaður Cipi, mætti eign- ast systur. Sophia Loren missti þrisvar sinnum fóstur, áður en hún átti loksins Cipi. Og síðan hann fædd- ist, hefur hún enn einu sinni misst fóstur. Læknarnir hafa því harðlega bannað henni að verða vanfær oftar. Það er af ótta við, að Carlo yngri verði ofdekraður, að þau hjónin hafa ákveðið, að hann fái systur eins fljótt og hægt er. KEMST AF AN MÚÐUR SINNAR Á meðan Brigitte Bardot heldur stöðugt áfram að eltast við hina eilífu æsku, lifir ellefu ára gamall sonur hennar, Nicolas, kyrrlátu fjölskyldulífi með föður sínum, Jacques Charrier. Eftir að Brigitte og Jacques skildu, fékk faðirinn umráðarétt yfir barn- inu, og hefur haldið honum síðan. Jacques Charrier tókst aldrei að ná sér á strik sem leikari. Hann gerði sér það ljóst sjálfur og sneri sér í staðinn að kvikmyndastjórn. Hann kvæntist aftur fyrir nokkrum árum Francine Dreyfus og eiga þau tvær dætur. LIZA MINELLI Á ÝMSUM ALDRI Ný stjarna hefur skyndilega kviknað á himni skemmtiiðnaðar- ins og skín nú skærar en nokkur önnur. Það er Liza Minelli, dóttir hinnar frægu leikkonu Judy Garland. Varla er hægt að opna blað um þessar mundir, án þess að stórar myndir blasi við af Lizu. Hér til hægri sjáum við nokkrar myndir af henni á ýmsum aldursskeiðum, allt frá því að hún var barn og fylgdist fuil aðdáunar með ferli móður sinnar — og þar til hún hafði sjálf fetað dyggilega í fótspor hennar. J WmMM. mmmmrnm. .mmmmm

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.