Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 22
tJLFKONAN FRÁ JOSSELIN væri að horfa á þetta atvik, sem hann var nýbúinn að lýsa. — Sorgleg saga, sagði ég. En ekki er henni þar með lokið? — Nei. Næstu nótt var ofsa- legur gauragangur á götunum í Josselin — hræðileg og óhugn- anleg hljóð, og athafnir, sem illa er hægt að lýsa. Konur og stúlkur komu þjótandi út úr húsunum rifu af sér fötin í æð- isgengnum óskapagangi — geltu eins og hundar og ýlfruðu eins og úlfar! Og þetta voru þær líka — ekki einasta að ytra út- liti heldur og að öllu innræti. Svo þutu þær aftur inn í hús- in, en karlmennirnir voru of dolfallnir af skelfingu til þess að hafast neitt að, og þegar þær komu út aftur var hver úlfkona með kornbarn í kjaftinum — eigin barn eða annarrar konu — sem þær höfðu rifið upn úr vöggu eða rúmi, álíka vægðar- laust og dýrið hefði gert, sem þær voru nú orðnar að. En tak- ið þér eftir því, að það voru að- eins sveinbörn, sem voru drep- in. Stúlkubörnunum var þyrmt, svo að þær gætu vaxið upp og erft þessa bölvun, sem á þær hafði verið lögð, og síðan kven- kyns afkomendur þeirra, og þannig hefur þetta líka verið, allt til þessa dags. Svona hljóð- ar þá þjóðsagan um konurnar geltandi, herra minn. — Ég þakka yður fyrir þessa ítarlegu frásögn yðar. En nú langar mig að heyra, hvað raun- verulega gerðist. Órætt bros fór um þunnar varirnar á Didier. er hann heUti því sem eftir var í flöskunni í glasið hjá sér. — Það er ekki svo auðvelt að segja sönnu söguna nákvæm- lega, sagði hann með alvarleg- um virðuleik. Þó er víst um það, að nokkur hiuti kvenþjóðarinn- ar hér í þorpinu — og þá líklega afkomendur kvennanna, sem fóru illa með förukonuna — verða á vissum tímum árs fyrir dularfullum sjúkleika — eða farsótt eða bölvun, eða hvað maður vill nú kalla það. Og hér erum við komnir burt frá þjóð- sögunni og yfir í óhrekjandi staðreyndir. Þér munuð heyra geltandi kvennanna getið í fjöl- mörgurn vísindaritum. Frægir vísindamenn hafa evtt árum í að rannsaka þetta fyrirbæri, enda þótt hitt sé hverju orði sannara, að hver' um sig hefur leitað að svari, sem kemur bezt heim við hans eigin lífsskoðun. Guðfræðingar, til dæmis, eru sannfærðir um, að ' þetta sé hefnd frá Guði. Læknar eru aft- ur á móti vissir um, að þetta ýlfur og gelt, stafi af einhverj- um óþekktum erfðasjúkdómi, sem veldur krampateygjum og herpingu í kokvöðvum. Sál- fræðingar halda því fram, að þet.ta stafi af sjálfssefjun eða múgsefjun. Mannfræðingar þykjast finna hliðstæðu en að vísu ekki ráðningu í verndar- vættatrú villimannanna og frumstæðra þjóða, og benda á þá almennu trú, að vissar mann- verur geti breytt sér í dýr. f stuttu máli sagt, eru vísindin að reyna að sanna of mikið, og sanna því ekki neitt. Ég hef aðeins nefnt þessar stríðandi kenningar, til þess að svna yð- ur, að raunveruleiki þessarar hræðilegu bölvunar er nægilega vottfestur til að verðskulda gaumgæfilega athugun vísinda- manna, sem ekki leggja það fyrir sig að elta skugga, eða rannsaka munnmælasögur. Hvað snertir ráðningu — nú, sem menn með óbrjálaða al- menna skynsemi, verðum við að taka staðreyndirnar eins og þær koma fyrir, og útskýra þær eftir beztu getu. Hugur minn reikaði aftur til stóra gráa úifsins, sem var á ferli við Skrattalegsteininn — skepnuna, sem hafði horfið inn í skóginn á nákvæmlega sama blettinum og Corinne Leme- merre hafði birtzt, nokkrum augnablikum síðar, róleg og ó- hrædd. Og á þessari stundu hefði verið hægðarleikur að sannfæra mig um, að gamla þjóðsagan ætti við traust rök að styðjast. Ég laut fram og lagði höndina á öxl gamla fógetans. — Segið mér, herra Didier, hver er yðar eigin skýring á þessu? — Hjálpi mér vel! Ef ég segði yður einkaskoðun mína á þessu, munduð þér halda, að ég væri kominn á kaf í hjátrú fávísu bændanna hérna. Ég veit það eitt, að þessi sjúkdómur — eða bölvun, ef þér viljið kalla það svo — er enn við líði mitt á meðal okkar. En fólkið hérna í Josselin er ekki að básúna sína eigin skömm um allar jarðir. Þegar þessi ummyndunartími tekur að nálgast, loka konurn- ar sig inni, eða fela sig lengst úti í skógi þar sem enginn get- ur séð þessa óhugnanlegu mynd sem þær taka á sig, og þar sem ekkert saklaust ungbarn getur lent milli skoltanna á þeim. Lengst inni í skógi! Orðin glumdu vægðarlaust í heilanum í mér. Var það ekki einmitt lengst inni í skógi, sem við höfðum hitt Corinnu Lemerre? Ætlaði vinur minn að fara að taka sér fagra blóðsugu fyrir eiginkonu? Gegnum þessa hringiðu hugs- ana minna, heyrði ég, að gamli maðurinn var enn að tala. —- Já, víst er um það, að eins vandlega og þetta hræðilega leyndarmál okkar hefur verið geymt, er engin furða þó að vísindamennirnir skuli ekki hafa getað náð í nema litlar upplýsingar til að byggja kenn- ingar sínar á. Þessvegna hef ég sagt yður frá þessu, svo að þér getið varað vin yðar við. —• Og fá hann til að yfirgefa ungfrú Lemerre, daginn fyrir brúðkaupið? æpti ég. — Hægan, hægan, sagði gamli maðurinn í aðfinnslutón. Ró- legur, uppstökki vinur minn! Ég skal verða síðastur manna til að koma af stað opinberu hneyksli með því að afstýra giftingunni. Auk þess er ekkert að hræðast, rétt í bili. Sjálfum er vini yðar engin hætta búin, því að varúlfarnir í Josselin ráðast hvorki á né éta full- orðna karlmenn. En seinna, þeg- ar börnin fara að koma, þá hefst harmleikurinn. Ef yður er vel til vinar yðar, skuluð þér vara hann við yfirvofandi hættu. Það er engin þörf á að endurtaka það, sem ég hef sagt — ekki næstu mánuði — kann- ski næstu ár. En ef þér metið nokkurs hamingju hans, sálar- ró og jafnvel sjálft vitið hans, bá segið honum söguna af úlf- konunum i Josselin, daginn sem sonur hans og erfingi fæðist. Eftir að gamli maðurinn var farinn, sat ég lengi við kuln- andi glæðurnar og keðjureykti, meðan ég beið þess, að Alan kæmi að utan. Hugur minn var einn hræri- grautur af efasemdum og yafa. Annað veifið var ég ákveðinn að segja vini mínum alla sög- una, undir eins og hann kæmi, en hitt veifið var ég jafnákveð- inn að steinhalda mér saman. Mundi hann trúa mér ef ég segði honum frá þessu? Jafnvel þótt hann gæti trúað þessari fáránlegu sögu, hefði hann þá karlmennsku í sér til að varpa frá sér brúði sinni á elleftu stundu? En þó fyrst og fremst: Hefði ég leyfi til að eyðileggja mannorð ungrar stúlku út af óstaðfestri frásögn kaldrana- Jegs fótgeta, sem ein flaska af víni hafði losað um tunguhaftið á? En innst í huga mínum vissi ég, að sagan var enginn skáld- skapur. Nú, er ég hafði lykilinn að málinu, gat ég minnzt ótal atvika sem í sjálfu sér voru þýðingarlaus og ómerkileg, en staðfestu þetta samt. Og þorpsbúar höfðu meira að segja sérstakt nafn á þessum sjúku konum. Aboyeuses — „gjamm- arana“ — ég hafði heyrt þetta einkennilega nafn hvíslað, hvað eftir annað, enda þótt ég hefði þá ekki lagt í það neina merk- ingu. En nú ... Ég reis á fætur og reif upp þungu gluggatjöldin, þi'ýsti log- heitu enninu að kaldri rúðunni og starði út í myrkrið. Tunglið, sem var nýlega orð- ið fullt sveif hátt á heiðum himni og baðaði allan árdalinn mjúkum silfurbjarma. Við hinn enda þorpsins, sem lá að ánni, gnæfðu þrír turnarnir á kastal- anum forna upp frá glitrandi vatninu, stórkostlegt minnis- merki um kúgun og harðstjórn aðalsveldisins. Handan við það voru grynningarnar, með grasi- vöxnum bökkum — þvottastað- ur þorpsins aftan úr grárri forn- eskju. Það var þarna, sem heim- ilislausa konuúrhrakið hafði ár- pngurslaust beðizt miskunnar. En við torgið, rétt fyrir framan mig var kirkjan, þaðan sem hún hafði slöngvað hinum örlaga- ríku bölbænum sínum. f hugan- um gat ég vel séð fyrir mér mögru, soltnu konuna standa uppi á tröppunum, andspænis dauðhræddum hópnum eins og refsinorn, hjá líki barnsins síns. Nú skildi ég í fyrsta sinn, hversvegna enginn betlari bið- ur orðið árangurslaust beininga á götunum í Josselin. Dauft mannamál neðan af Framháld á bls. 50. 22 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.