Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 9
En á þessu ári fundust þau mæðgin aftur á heimili móð- urinnar í Dresden-Radebeul. En þá hafði saxneski drengur- inn Klaus breytzt í sovétborg- arann Volodja Seljoný — þrjá- tíu og tveggja ára gamlan mann, sem hafði með sér eigin- konu og dóttur. Móðir hans, sem nú er gift öðru sinni, hafði fyrir endurfundina lært utan að eina setningu á rússnesku: ,,Moj dorogoj sýn!“ (Kæri son- ur minn!) Og sonurinn svaraði á útlendingslegri þýzku: „Elsku móðir mín!“ Við kaffiborðið í stofunni hjá móðurinni, sem nú býr við góð- an hag, reyndi sonurinn að rifja upp fyrir sér atburðina í maí 1945. „Það eina, sem ég man fyrir víst,“ sagði hann, „er að einhver tók mig upp af göt- unni og var góður við mig.“ Það voru „sterkar karlmanns- hendur,“ og hann hafði á til- finningunni að honum væri borgið. Þetta voru hendur Vikt- ors Seljonýs, yfirlautinants í sovéska hernum. Liðsforingi þessi hafði séð drenginn yfir- gefinn og grátandi á vegarbrún ekki langt frá Dresden og tek- ið hann með sér til hereiningar sinnar. Þar hafði Nadesjda Búlgakova, sjúkraliði, annast drenginn. Þar eð ekki bólaði á neinum aðstandendum drengs- ins, tóku rússnesku hermenn- irnir hann með sér til Tékkó- slóvakíu og þaðan til Austur- ríkis. Klæðskeri herdeildarinn- ar saumaði einkennisbúning á hann og hermaður nokkur tók af honum myndir í skrúðanum. Búlgakova fékk eintak af einni myndinni til minja. í nóvember sama ár tók Sel- joní yfirlautinant drenginn með sér til úkranísku borgarinnar Tsjernóvits, þar sem hann sett- ist þá að, ættleiddi hann og gaf honum nafnið Volodja. Þessi nýji sovétborgari gekk í sov- éskan skóla, lærði þar þýsku sem erlent mál, gekk í komm- únistísku æskulýðssamtökin Komsómol, gegndi herþjónustu í Rauða hernum, vann við byggingaframkvæmdir í Tsjer- nóvits, varð meistari í múriðn og síðan í logsuðu. 1967 kvænt- ist hann. Kona hans var klæð- skeri og vann í fataverksmiðju, og þau eignuðust dóttur. Um uppruna sinn hugsaði Volodja Seljoný fátt, en svo var það einu sinni er Nadesjda Búlgakova, sem nú var komin á eftirlaun, var að taka til hjá sér, að hún fann gulnaða mynd- ina af drengnum í einkennis- búningnum, sitjandi á tunnu og píra augun í sólskininu. Þetta var sumarið 1971. f veikri von um að komast að því hvað orð- ið hefði af þessu óskabarni her- deildarinnar sendi hún mynd- ina ásamt umsögn til sovéska æskulýðsbiaðsins Komsomol- skaja Pravda, og birtist mynd- in í blaðinu fimmtánda júní 1971. Viktor Seljoný fékk eintak af blaðinu í hendur. Úkraínu- maður þessi, sem um síðir hafði hiotið ofurstatign í hernum og var nú forstjóri uppeldisheim- ilis, sagði nú kjörsyni sínum hið ljósasta frá fyrstu fundum þeirra og lét æskulýðsblaðið vita af sér. Forráðamenn blaðsins komu því til leiðar að skömmu síðar birtist myndin ásamt umsögn í blöðum í Austur-Þýskalandi. Dorothea Etzrodt-Arndt sá eitt þessara blaða og þekkti týnda drenginh sinn undireins. Hún sagði við fréttamann: „Ég hafði aldrei gefið upp vonina um að Klaus iifði. Móðir hættir aldrei að vona.“ Nú tókust bréfaskipti milli móður og sonar. Á annan jóla- dag hringdi sonurinn til móður- innar í fyrsta skipti. Frú Etz- rodt: „Enginn getur gert sér i hugarlund tilfinningar mínar, þegar ég heyrði hann segja í símann á þýsku: „Góðan dag, elsku mamma, ég óska þér gleðilegra jóla“.“ Tíu dögum síðar kom Volod- ja Seljoný sjálfur til Dresden- ar eftir tveggja daga lestarferð frá Tsjernóvits. Með honum voru Olga kona hans og dóttir þeirra írina. Úkraínska konan lék við hvern sinn fingur: „Fjöl- skyldan okkar er allt í einu orðin svo stór og sérstök — hvorki meira né minna en þrjár ömmur." Að heimsókninni lokinni sneri Klaus-Volodja, hvers raunveru- * legi faðir féll á austurvígstöðv- unum 1942, aftur heim til Úkra- ínu. Þrátt fyrir þýskan uppruna er hann vegna uppeldisins orð- inn fyrst og fremst sovétborg- ari. ☆ Etzrodt heitir nú Volodja Seljoný og býr í úkraínsku borginni Tsjernó- vits ásamt eiginkonu og dóttur. Hér eru þau ásamt kjörmóður Volodja. Klaus-Volodja og dóttir hans Írína ásamt móður hans í Radebeul hjá Dresden, þegar þau mæðgin hittust þar nýverið. Klaus-Volodja skoðar sig um í Dresden ásamt dóttur sinni, móður, eiginkonu og frænku. 14. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.