Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 26
Nei, Bernadetta lét ekki sjá sig á Pressuballinu, eins og sumir höfðu reyndar spáð. En það kom ekki að neinni sök. Menn skemmtu sér konunglega án hennar fram á rauðanótt. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, flutti óundirbúið aðalræðu kvöldsins og sagði skemmtilega sögu um samskipti Bernadettu og Blaðamanna- félagsins. Hún var í stuttu máli á þá leið, að maður nokkur fetaði í fótspor Hemingways og fór til Afríku, en varð að hafa konu sína og tengdamóður með sér. Dag nokkurn týndist tengdamamma, en fannst loks úti í skógi skammt frá öskrandi ljóni. Er hún bað um hjálp, svaraði tengdasonurinn á þessa leið: „Nei, ljónið hefur sjálft komið sér í þessa kiípu, — og getur því komið sér úr henni líka!“ — Þannig varð fjarvera ungfrúarinnar tilefni gamanmála, sem entust ballið á enda. Og á þessum síðum sjáum við nokkrar svipmyndir af prúðhúnu fólki að skemmta sér á Pressuballi. — Myndirnar tók Ijósmyndari Vikunnar, Egill Sigurðsson. Valdimar Jóhannesson, ritstjórnarfulltrúi Vísis, og kona háns, Fanney Jónmundardóttir, ræða við Þorstein Thorarensen, rithöfund, og konu hans, Sigurlaugu Bjarnadóttur, borgarfulltrúa. Svavar Gests og Elly Vilhjálms, söngkona, hlýða á píanóleik Philip Jenkins. Fremst til vinstri er María Bergmann, eigmkona lEinars Árnasonar. Gengið var undir lúðrablæstri inn á Mímisbar, en þar hófst Pressuballið með kokkteil. Á miðri myndinni er Tómas Karlsson, ritstjóri Tímans. Svipmynd frá borðhaldinu: Ingólfur Sigurz, fulltrúi, kona hans og fleira fólk. Axel Kristjánsson, forstjóri, og Páll Sæmundsson, kaupmaður, og Prúðbúnir gestir ganga upp stigann að loknum kokkteil á Mímis- Stefán islandi, óperusöngvari, gæðir sér á isnum. konur þeirra. Til vinstri er Eygerður Björnsdóttir, kona Páls, en bar. Á miðri myndinni sést Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. til hægri Sigurlaug Arnórsdóttir, kona Axels. 26 VIKAN 14. TBL. 14. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.