Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 19
Ingvi Steinn: GóSur, en . . . 14. TBL. VIKAN 19 Ríó: „Verndararnir góðu". nokkur lög saman“. Fyrst var það „I Can’t Find My Way Home“ eftir Steve Winwood, af Blind Faith-plötunni, síðan gott lag eftir Vigni og loks eitt „instrumental". Magnúsi fellur betur að syngja sin eigin lög (eða var lagið kannski í slæmri tónhæð?) en engu að síður gerðu þeir skemmtilega hluti. Slæmt er hvað Vignir Berg- mann er lítið áberandi, jafn góður gítarleikari og hann er. Sjálfsagt hefur það sitt að segja að rólegri menn fyrirfinnast varla. Baktil á sviðinu stóð Ágúst Ágústsson, rótari Trúbrots, við undarlegt apparat. Ég hafði einhverntíma heyrt að hann gæti spilað á píanó svo ég spurði hann hvort hann vildi spila fyrir mig í hléinu. — Nei, ætli það, svaraði hann. — En ég skal sýna þér nýja „mixer- inn minn. (Mixer er tæki sem sett er í samband við söng- kerfi, þannig að hægt er að stjórna styrk hvers hljóðnema fyrir sig úr einu og sama tæk- inu). — Þetta er sex rása tæki, sagði Gústi, — og er jafnframt Jiægt að nota það til upptöku, þannig að það virkar eins og sex rása borð. Ég er búinn að reyna að taka svolítið upp á það og útkoman er fín. Að vísu er ég ekki alveg búinn með það, enn vantar plötu yfir allt saman, en ég fæ hana fljótlega. Já, ég smíðaði þetta sjálfur — með bróður mínum. Þetta hef- ur tekið um það bil ár. Þetta er ekki eina tækið sem Gústi hefur smíðað. Áður hef- ur hann sett saman að minnsta kosti einn magnara, 200 watta, og til dæmis notuðu Ævintýri hann á Árbæjarhljómleikunum í fyrrasumar. Þá hafa Trúbrot einnig notað hann nokkuð stöð- ugt. Gústi sjálfur er fyrrver- andi bílatöffari sem nú er ein- staklega góður rótari og mjög liðtækur við það sem á út- lendu máli heitir „sound-mix- ing“. Á dansleikjum hjá Trú- brot má gjarnan sjá hann sitja á bak við með heyrnartól og fiktandi í allskonar tækjum með óteljandi tökkum. — Jæja, sagði hann, — ég má ekki vera að þessu. Jói og Maggi eru að byrja. Fagnaðarlætið voru gífurleg þegar Jóhann Helgason & Maanús Sigmundsson byrjuðu, enda eru í Keflavík ótrúlega Framhald á hls. 47.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.