Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 21

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 21
okkar, að yðar göfgi vinur skuli hafa valið sér maka úr dætra- hópi þess. En yðar ágæti Grant- ham kemur handan yfir hafið og hann þekkir ekki — hefur ekki heyrt um ... okkar furðu- legu þjóðsögur... og erfða- kenningar. Það mundu ekki all- ir velja sér brúði úr kvenna- hópnum í Jocelin. Tilburðir hans, ekki síður en orðin sjálf fengu mig til að stara á hann yfir borðið með lampan- um á. Fyrir einhverja snögga hugdettu ýtti ég flöskunni, sem var enn full að þremur fjórðu hlutum, í áttina til hans. — Gerið svo vel, vinur minn. Þegar hann hafði þegið þetta boð með nokkrum ákafa, hélt ég áfram, eins kæruleysislega og ég gat: — Svo að þið eigið þá þjóðsögur hérna í þorpinu, ha? Hann gaf sér tíma til að tæma glasið áður en hann svaraði: — Þjóðsögur? Röddin var hæðnisleg og um leið ábúðar- mikil. •— Það er svei mér þá meira en þjóðsögur! Hér hefur ýmislegt undarlegt gerzt, ekki í fyrndinni, heldur á okkar dög- um, takið þér eftir því! Undar- legir hlutir, sem hafa verið ræddir í vísindafélögum á lok- uðum fundum, hlutir, sem lærð- ir menn hafa skrifað um hnaus- þykkar bækur í árangurslausri viðleitni til að ráða gátuna. Seg- ið mér, kæri herra: Hafið þér aldrei heyrt talað um „Geltandi konurnar í Josselin“? Mjög óljóst fannst mér innst í huganum, ég hafa heyrt þessi orð áður. Já, ég hafði það áreið- anlega. En hvar? Og í hvaða sambandi? Heilinn í mér suðaði af hundrað hálfsköpuðum hug- myndum og grunsemdum, er ég sneri mér aftur að lögfræðingn- um gamla. — Segið þér mér meira af þessum geltandi konum. — Viljið þér fá þjóðsöguna — hann kipraði saman augun — eða sannleikann ? — Komið þér fyrst með þjóð- söguna. Didier fógeti fyllti aftur glas- ið sitt og kom sér betur fyrir í stólnum. — Gott og vel, herra minn. Eins og flestar svona sögur. er þessi aftan úr grárri forneskiu. Ég hef rekið hana tvö hundruð ár aftur í tímann. en líklega er hún miklu eldri. Einu sinni var — byrja ekki öll væintvri bann- ig? Sem sagt, einu sinni kom betlikona í þornið Josselin. Hún var klædd tötrum, hungruð, þreytt og sárfætt, og í götugu sjalinu sínu bar hún ungbarn — son sinn. — Hver var hún? spurði ég, en gamli maðurinn yppti bara mjóum öxlunum og seildist eftir flöskunni. — Ein útgáfa af sögunni tel- ur hana hafa verið galdranorn, en önnur heldur því fram, að hún hafi verið hvorki meira né minna en Heilög Guðsmóðir og barnið Guðssonurinn hennar. Þér getið trúað hvorutveggja — eða hvorugu — eftir vild. En báðar skýringarnar koma heim við það, sem síðar gerðist. Kon- urnar í þorpinu voru niðri við ána, eins og hægt er að sjá þær enn í dag þegar gott, er veður, að þvo þvottinn sinn. Förukon- an bað þær um mat og húsa- skjól og reyndi að vekja með- aumkun þeirra með því að halda barninu á loft, sársvöngu, og sýna þeim fætur sína, blæð- andi og blöðrótta. En þær ráku hana burt með ókvæðisorðum — sumir segja, að þær hafi sig- að hundunum sínum á ósjálf- bjarga konuna. En hvernig sem það hefur nú verið, þá var kon- an hrakin út úr þorpinu. Fyrst fór hún, auðmjúk og án þess að kvarta, en þegar hún fór fram- hjá kirkjudyrunum varð henni litið á andlitið á barninu — og sá, að hún hélt á litlu líki! Þá fyrst sneri hún sér aftur að konunum, sem héldu áfram að hæða hana. Hún lagði barns- líkið við kirkjudyrnar, sneri sér að þeim með augun leiftrandi af hatri, gegnum gremjutárin og lyfti höndum ógnandi. — Konur í Josselin! æpti hún. — Yfir lík sonar míns lýsi ég bölvun yfir ykkur — já og dætrum ykkar, dætradætrum og þeirra dætrum um alla ei- lífð! Megi miskunnsamur faðir á hæðum sýna ykkur áljka litla meðaumkun og þið hafið sýnt mér og mínum! Megi bölvun hvíla yfir ykkur í tíunda lið! Eins og glefsandi úlfar hafið þið synjað okkur fæðu, eins og gelt- andi hundar hafið þið hrakið okkur frá dyrum ykkar. Héðan af skuluð þið konur í Josselin, verða raunverulegir hundar og úlfar! Að svo mæltu hné hún niður dauð. Gamli maðurinn þagnaði og horfði fram fyrir sig, daufum augunum, rétt eins og hann H 14. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.