Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 14

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 14
Grafin lifandi á hann seytjánda desember 1968 rar Barböru, tvítugri dóttur Flórídaauðkýfingsins Roberts Mackle, rœnt og hún grafin lif- andi í þröngri kistu. Rœningj- arnir heimtuðu hálfa milljón dollara i lausnargjald og Ro- bert Mackle skildi peningana eftir á tilteknum stað. En lög- reglan á staðnum, sem ekki hafði verið upplýst um málið. fann peningana og tók þá í sína vörzlu. Robert Mackle varð gripinn örvæntingu og setti til- kynningu i blöð, útvarp og sjónvarp, svohljóðandi: „Ég á enga sök á tiltæki lögreglunn- ar. Þið getið eftir sem áður fengið peningana ef við fáum Barböru aftur lifandi.“ Greini- lega trúðu rœningjarnir honum. því að daginn eftir hringdi ann- ar þeirra í prest nokkurn í Mi- ami. Ræninginn las i flýti fyrir fyrirmæli sín um hvernig lausnargjaldið skyldi afhent. Faðir Mulachy skrifaði þau nið- ur, þótt það væri naumast nauðsynlegt, þar eð FBI hler- aði símann. Fyrirmælin voru einfgldari nú en i fyrra sinnið. Farið skyldi með peningana til Little City Trailer Court, húsvagna- búða fyrir utan Miami. Þetta var fimmtudagskvöldið nítjánda desember, og klukk- una vantaði tuttugu mínútur í ellefu. Barbara Mackle hafði þá legið í rúma þrjá sólarhringa •' þröngri kistunni, hálfan meter jörðu einhversstaðar fyrir ut- an Atianta. Faðir hennar var taugaáfalli nær eftir þessa löngu og þján- ingarfullu bið. Þessvegna var ákveðið að i hans stað færi Billy Vessels, sá tryggi vinur fjöl- skyldunnar, með peningana til móts við ræningjana. FBI-spæjarinn Lee Kusch kom með í hvíta Lincolninum. Hann lá undir teppi í aftursæt- inu með skammgyssu i hendi, reiðubúinn að skjóta. Vessels hafði ferðatöskuna við hlið sér ? framsætinu. Umferðin á veginum var strjál, en það var skuggsýnt og skyggni slæmt. Fyrst fann Vess- els ekki húsvagnabúðirnar. Það var ekki fyrr en hann hafði snúið og ekið nokkurn spöl til- baka að hann sá orðin Little City Trailer Court á skilti, sem götuljós lýsti upp. Hann hafði ekki tekið eftir því þegar hann ók framhjá því í fyrra sinnið af því að götuljósið þeim meg- in hafði slokknað. Hann sneri aftur og ók hægt. Eftir nákvæmlega tvær enskar mílur sá hann mjóan malarveg, sem lá inn á Everglades-svæð- ið, sem er óbyggt. Hann ók tuttugu til þrjátíu metra eftir þessurn vegi, samkvæmt fyrir- mælum mannræningjans. í skininu frá bílljósunum sá hann allt i einu bíl í eitthvað fimmtán metra fjarlægð fram- undan. Hann var kyrrstæður og í stefnu út á aðalveginn. Ljósin voru slökkt. Vessels drap á vélinni en slökkti ekki Ijósin hjá • sér. Hann sat kyrr i nokkrar sek- úndur og starði á hinn bílinn. Svo steig hann hægt út með tösku í hendi sér. Hann skildi bildyrnar eftir opnar. Þakljós bílsins kastaði löngum skugg- um. Kusch lá ennþá hreyfing- arlaus undir teppinu. Vessels gekk nokkra metra í áttina til hins bilsins og setti töskuna á veginn þar sem hún sást vel í skininu frá bílljósun- um. Síðan stóð hann kyrr í nokkrar sekúndur og starði á hinn bílinn. Hann sagði ekki orð og heyrði ekkert. Hann sá enga manneskju. Hann gekk aftur til Lincolns- ins og bakkaði hægt út á aðal- ve;ginn. FBl hafði komið fyrir útvarpssendi í bílnum. Hann tilkynnti í hann: — Taskan hef- ur verið afhent!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.