Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 10
Sjálfstæðisflokkurinn ætlast lil fylgis allra stétta þjóðfélagsins og verður því mörgu að sinna, þegar hann velur fraxnbjóðendur. Sumar þær ákvaxðanir vekja furðu eins og þegar þann bauð Pétur Sigurðsson fram og gerði að þingmanni Reyk- víkinga í hauslkosningunum 1959. Ýmsir béldu þetta tilviljun. Eigi að síður befur Pétur enzt vel í kapp- hlaupinu um metorð og mannvirð- ingar. Hann situr enn á alþingi, þrátt fyrir prófkjör og álök að tjaldabaki í Sjálfstæðisflokknum, en beimilisbragurinn þar minnir stundum á sambúðina við birð Goð- rnundar kóngs á Glæsivöllum i kvæðinu táknræna eflir Grim Thomsen. Framanum veldur sérstaða Pét- urs Sigurðssonar, sem löngum er kcnndur við upphaflegu atvinnu sína og kallaður sjómaður. Hann komst á framfæri við Sjálfstæðis- flokkinn sem fulltrúi verkalýðs- hreyfingarinnar og hefur enn ekki fallið i ónáð foi-ingja sinna, þó að þeim muni geðfelldari sjónarmið atvinnurekenda en hagsmunir laun- þega. Pétur á gengi sitt tvimæla- laust því að þakka, að bann þykist fara með umboð kjósenda, sem fæstir munu greiða Sjálfstæðis- flokknum atkvæði í einrúmi kjör- klefans á kosningadaginn. Að öðru leyti er liann flokki sínum dyggur málsvari og engu lakari þingmaður en margir hinii', sem kosnir voru i sparifötum. Pétur Sigui'ður Sigui'ðsson fædd- ist í Keflavík 2. júlí 1928, sonur Sig- urðar í. Péturssonar sjómanns og útgerðarmanns þar og síðar í Reykjavík og konu bans, Birnu f. Hafliðadóttur. Pétur fluttist til Reykjavíkur ineð fjölskyldu sinni barn að aldri og ólst upp í böfuð- slaðnum, sem hann tók brátt ást- fóstri við, enda mannblendinn og félagslyndur. Eftir gagnfræðanám settist hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk fiskimannaprófi 1949, en farmannaprófi tveimur ár- um siðar. Ilafði hann þá verið lxá- seti á vélbátum og togurum um skeið, en gerðist svo liáseti og báts- maður en lengst af stýrimaður á kaupskipaflotanum og starfaði um hríð hjá Eimskipafélagi íslands. Pétur hefur átt sæti i stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur frá 1961 og vei'ið formaður Sjómannadags- ráðs síðan 1962 og þar með oddviti í Ilrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, Laugarásbíói og liapp- drætti aldraðra sjómanna. Einnig liefur liann annazt erindrekstur á vegum Sjálfstæðisflokksins og starf- að í ýmsum nefndum og ráðum í umboði bans. Allmiklar breytingar urðu á fram- bjóðendum og þingfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavik við al- þingiskosningarnar baustið 1959. Geystist Pétur Sigurðsson þá fram á sjónarsvið íslenzkra stjórnmála, hreppti sjöunda sæli framboðslisl- ans og vai'ð tólfti þingmaður Reyk- víkinga. Hugðu flestir þetta tilvilj- un, og spáðu sumir Pétri þessum sjómanni stuttum frama, en bann befur engan veginn látið lilut sinn fyrir aðgangssömum og kröfuhörð- um keppinautum. Pétur þokaði sér í fimmta sætið á framboðslista Sjáll'stæðisflokksins i liöfuðstaðn- um við alþingiskosningarnar 1963 og gekk þar með að endurkosningu visri. Hann skipaði sama sæti við al- þingiskosningarnar 1967 og 1971 og var kjörinn þingmaður Reykvík- inga á ný i bæði skiptin. Haggasl hann ekki, þó að prófkjör og aðrar sviptingar verði menntaðri og stæll- ari sambei’jum bans að fótalcefli. Sætir naunlast tíðindum framar, að bann skoppi eins og fjöl eftir bi-ött- um bylgjuhryggjum i sjógangi valdabaráttunnar og færist aldrei í kaf. Pétur Sigurðsson er ritfær og máli farinn í betra lagi, en frami bans stafar einkum af snöfurmann- legri framgöngu. Hann er málglað- ur og galvaskur og gengur kotrosk- inn að sérbverju verkefni. Ætla því fleslir, að um liann muni, þó að af- kösl hans reynist ekki neitt sérstök á boi'ði. Pétur gusar á alþingi eins 10 VIKAN 14.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.