Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 50

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 50
AKNGklMUR SIGURÐSSON OG SKULI JON SIGURÐARSON RITA UM FLUGVÉLAR S A ÍSLANDI , Ljósm.: Skúli Jón Sigurðarson. CESSNA 150, TF-FHB Flugvél þessi kom til landsins í júlí 1968 og hefur alla tíð verið í eigu Flugskóla Helga Jónssonar í Reykjavík, en þetta er rauð og hvít tvíseta. Clyde V. Cessna byrjaði að smíða flugvélar árið 1911 og hefur fyrirtækið smíðað yfir 96000 flugvélar síðan. Þar að auki eru Cessna íiugvélar smíðaðar í Frakklandi hjá fyrir- tæki, sem Cessna á 49% hlut í. Cessna 150 flaug fyrst í september 1957 og hafa alls verið smíðaðar um 16000 slíkar og er óhætt að segja, að hún er vinsælasta kennsluflugvél í hinum vestræna heimi. Flug- hraði hennar er um 160 km/klst. hann, — sennilega förum við til Kaupmannahafnar á tíma- bilinu frá 5. til 8. apríl. Næst var „Is There A Hope For Tomorrow?" lag Magnúsar af „ ... lifun“. Að því búnu var farið að spyrja þá út úr og kom meðal annars fram að þeir hyggjast gefa plötuna út sjálfir hér á landi en láta Ron Gudnik (sjá þáttinn í 9. tbl. 2. marz, sl.) um að taka ákvörðun um út- gáfu á henni erlendis; að hún verður ekki eins „heavy“ og ætla hefði mátt eftir „ ... lif- un“ og heldur ekki mjög létt; að Magnús er nýgiftur og að Gunnari Þ. finnst sjálfsagt að fólk reyni sem flest. Þeir luku dagskránni með lagi af fyrstu Trúbrotsplötunni, „Frelsi and- ans“ og þrátt fyrir að það hafi verið heldur ónákvæmt hjá þeim í það skiptið, voru hvatn- ingarópin á eftir svo hressileg að þeir sáu sig nauðbeygða til að koma fram aftur og sungu „Jesus Is Just All Right“ af miklum krafti. Þegar þeir luku við það lag var ég bakatil á sviðinu að burðast við að taka Ijósmyndir. Einhverra hluta vegna færði ég til nokkra stóla svo þeir kæm- ust beina leið út. Ekki veit ég af hverju. Þórir litli, eldri sonur þeirra Rúnars & Maríu var frammi í búningsherberginu með blað undir handleggnum. Það var „Stakkur", skólablað gagn- fræðaskólans í Keflavík. í því var m.a. viðtal við skólastjór- ann og þar sagði hann eitt helzta áhyggjuefni sitt hve margir nemendur slægju slöku við námið og sýndu lítinn áhuga á því yfirleitt. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að þessi samkoina var nem- endum til mikils sóma og að þeir sýndu mikinn áhuga á að gera þetta almennilega. Er því ástæða til að vona að fleiri samkomur verði haldnar % Keflavík — svo og víðar. En þegar við vorum orðnir sammála um þetta og lögðum af stað heim, uppgötvaðist að veski Helga Péturssonar hafði verið stolið úr frakkanum hans sem hékk á snaga í búnings- herberginu. •& ÚLFKONAN Framháld af bls. 22. gangstéttinni beindi snögglega huga mínum í aðra átt. Þarna stóð tvennt við dyrnar á kránm og talaði saman í lágum hljóð- um. — Vertu sæl, elskan mín. Þetta var röddin í Alan og hún skalf af ástríðíu. — Sé þig á morgun! — Já, á morgun, svaraði hin röddin, og svo lágt, að ég greindi varla orðin. — Kysstu mig! Þetta endaði í hlátri og kanki — og svo kom langur koss. Ég sneri frá glugganum og mér leið illa. Hvernig gat ég nú talað? Hvernig gat ég svipt þau þessari sælu þeirra? Þetta kvöld hafðist ég ekkert að. Næsta morgun voru þau gefin saman, eins fljótt og hringur og bók leyfðu. Jafnvel innilegasta vinátta hverfur í skuggann við hliðina á ástareldinum. Ég frétti ein- stöku sinnum af Alan á hinni löngu brúðkaupsferð hans til Ítalíu, en svo tóku bréfin að styttast og strjálast, og hættu loks að koma, fyrir fullt og allt. Ég dokaði dálítið lengur í Josselin, því að ég varð að Ijúka við nokkrar myndir, sem ég hafði í smíðum. Svo hélt ég ferðinni áfram, um Suður- Frakkland, yfir landamærin til Spánar — hvert sem duttlungar mínir, eða þá landslagið, teymdi mig. Nýtt umhverfi, nýjar von- ir og áhugamál höfðu að lokum eytt endurminningunni um Al- an Grantham og dularfullu brúðina hans úr huga mínum. Undir dýrðlegum sólarhimni Kastilíu, gat ég næstum brosað að óttanum, sem þjóðsagan um úlfkonurnar hafði vakið í huga mínum. Það var svo tveimur árum síðar, að ég sat úti fyrir lítilli vegakrá með útsýni yfir Tajo- fljótið, skammt frá Toledo, að endurminningin um fortíðina greip mig fanginn, rétt eins og einhver ósýnilegur, sálfrystandi hafsjór. Skítugi, órakaði gestgjafinn rétti mér bréf með ensku frí- merki og fjölda breytinga á heimilisfangi krotaðra á um- slagið, sem sýndi, að þetta bréf var búið að elta mig vikum saman. Innihaldið var stuttort en þrungið hverskyns óhugnan- legum möguleikum. „f nafni gamallar vináttu okkar, komdu tafarlaust. Ég þarfnast ráða þinna og hjálpar meir en nokkru sinni áður. Ég þori ekki að reyna að skýra þetta, svo að þú skulir ekki balda, að streitan hafi firrt mig vitinu. Komdu — og komdu fljótt.“ Framhald í næsta blaði. 50 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.