Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 12
LOKASÖNGUR ÆTTARINNAR SMÁSAGA EFTIR SAKI Bústin, glæsibúin barónessa starði reiðilega á þessa ósmekklega klæddu gömlu konu, sem varpað hafði af sér vanalegu uppburðar- leysi sínu til þess að tala svo óvirðulega. „Þú virðist vita sitt af hverju um Cernogratz- ættina, fröken Schmidt." „Eru nokkrar gamlar sagnir bundnar þessum kastala?“ spurði Conrad systur sína. Conrad var vel- stæður kaupmaður i Hamborg, og sá eini í ágætlega hagsýnni fjöl- skyldu, sem var skáldlega hugsandi. Grubel baronessa yppti holdugum öxlunum. „Það eru alltaf sögur á kreiki um þessa gömlu staði. Auð- velt er að koma upp með þær, og þær kosta ekkert. 1 þessu tilfelli segir sagan, að þegar einhver devi í kastalanum, ýlfri allir hundar þorpsins og villidýr skógarins alla nóttina. Ófagur söngur það, held- urðu það ekki?“ „Dularfullt og róm- antískt,“ sagði kaupmaðurinn frá Hamborg. „Hvað sem því líður er ekkert satt í þessu,“ sagði baron- essan ánægð, „eftir að við keypt- um staðinn, höfum við fengið sönn- ur á, að ekkert slíkt kemur fyrir. Þegar hún tengdamóðir mín gamla dó, síðastliðið vor, hlustuðum við öll en ekkert var ýlfrað. Þetta er einungis sögn, sem slær ljóma á staðinn„án nokkurs tilkostnaðar.“ „Sagan er ekki eins og þú segir hana,“ sagði Amalia gamla, grá- hærða kennslukonan. Allir sneru sér við og litu undrandi til hennar. Hún var vön að sitja þögul og sett við borð, láta fara lítið fyrir sér, vrti aldrei á neinn að fyrra bragði, og fáir gerðu sér það ómak að gefa sig á tal við hana. í dag harfði óvænt málæði gripið hana, hún talaði, hratt og æst, liorfði heint fram fyrir sig og virtist ekki ávarpa neinn sér- stakan: „Ýlfrið heyrist ekki, þegar einhver devr í kastalanum. Það var þegar einhver af Cernogratzættinni dó hér, að úlfarnir komu langt og skammt að og vældu í skógarjaðr- inum, rétt áður en dauðastundin rann upp. Aðeins fá úlfahjón áttu bæli í þessum bluta skógarins, en þegar svo stendur á segja verðirn- ir, að tugir þeirra líði um í skuggan- um og væli i kór, og hundarnir í kastalanum og þorpinu og öllum bæjunum í kring, gelti og góli af ótta og angist við úlfakórinn. Og um leið og sál hins deyjandi manns yfirgefi líkamann brotni tré niðri í garðinum. Þetta átti sér stað, þegar einhver af Cernogratzættinni dó i ættarsloti sínu. Enginn úlfur myndi væla og ekkert tré hresta, þótt óvið- komandi dæi hér.“ Rödd hennar bar vott um ögrun, næstum fyrirlitn- ingu þegar hún sagði síðustu orðin. Bústin, glæsibúin barónessan starði reiðilega á þessa ósmekklega búnu gömlu konu, sem varpað hafði af sér vanalegu uppburðarleysi sínu til þess að tala svo óvirðulega. „Þú virðisl vita sitl af hverju um Cernogratzsögurnar, fröken Smidt,“ sagði hún hvatlega. „Ég vissi ekki, að ættarsögur væru meðal þess, sem gera má ráð fyrir, að þú sért leikin í.“ Svarið við aðdróttun iiennar var jafnvel enn óvæntara og furðulegra en upphaf samtals- ins, sem hafði orsakað hana. „Ég er af Cernogratzættinni sjálf,“ sagði gamla konan, „þess vegna kann ég söguna.“ „Þú af Cernogratzættinni? Þú!“, var hrópað efablöndnum röddum. „Þegar fátæktin þreng.di sultarólina að okkur," hélt lnin áfraín til skýringar, „og ég varð að fara að heiman til að kenna, tók ég mér annað nafn, mér fannst það heppilegra. En afi minn dvaldisl mestan hluta æsku sinnar í þessum kastala, og faðir minn sagði mér oft sögur af Jionum, og auðvitað lærði ég allar ættar- og munnmæla- 12 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.