Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 32
ÞaS var erfitt að búa áfram í ástinni til Gérards. Það var troðið á henni, hún var auðmýkt og sett í fangelsi, þar sem vistin var hræðileg. Hve lengi gæti hún haldið þetta út? Eftir fimmtán tíma svefn og fjóra bolla af sterku kaffi, yf- irgaf Gérard íbúð Daniéle. Það var ekki skynsamlegt að dvelja hjá henni. Hvenær sem var gátu þeir komið, — faðir hans, sjúkraliðarnir, dómarar og lög- regla... Gérard vildi ekki að Daniéle yrði fyrir þeirri raun. En það þýddi ekkert fyrir hann að leggja á flótta. Hann var alltof þreyttur og lasburða til að flækjast um utan dyra. Honum datt nú í hug einn af vinum föður síns, glaðlegur og notalegur náungi um fertugt, sem alltaf hafði verið góður við hann. Hann var arkitekt. Gérard tók strætisvagri og leitaði hann uppi á skrifstofu hans. Hann þurfti ekki að skýra fyrir hon- um ástand sitt. Arkitektinn vissi allt um það. En hann sagði hon- um síðustu raunir sínar, veruna á sjúkrahúsinu og flóttann það- an . . . Arkitektinn hlustaði á hann og varð myrkur á svip. Hann var algerlega á Gérards það sem þú gazt. Ég mátti vita strax að þetta var vonlaust. — Ætlar þú að fara til Saint- Malo? — Nei. — Hvað ætlarðu þá að gera? — Bíða þar til dómarinn kemur aftur úr fríinu. Ég fæ vonandi að vera í friði á meðan. — Þetta er sannarlega ekki gott, sagði arkitektinn og and- varpaði. Gérard hitti föður sinn í fyrsta sinn í marga mánuði hjá dómaranum. — Getið þér lofað því að hitta ekki frú Guénot? — Nei, svaraði Gérard. — Þessi dækja hefir beitt þig göldrum, sagði herra Leguen, — og þú sleppur ekki undan álögum hennar nema hún leyfi það sjálf. Mér sýnist það mjög greinilegt. — Ég vil ekki láta hjá líða að hitta hana, sagði Gérard. — Það er ég alltaf að segja þér. — Það er sama sagan, sagði bóksalinn. — Ég fer með þeim. Það verður allt í lagi. Ég get ábyggi- lega spjarað mig. Nú legg ég á og kyssi þig um leið, Daniéle. — Gérard. í annað sinn fór Gérard í gegnum stóra hliðið að Sainte- Agathe hælinu í sjúkrabíl. í þetta sinn héldu hjúkrunar- mennirnir honum á milli sín. Þeir fóru ekki með hann til yfirlækisins, heldur beint til klefans. Það var ekki sami klef- inn, þessi var miklu minni og gluggalaus. Ljósið kom frá ne- onröri í loftinu. Það var mjög hátt til lofts og alls ekki hægt að ná upp í ljósið. Rúmið var skrúfað fast í gólfið og vegg- irnir bólstraðir. Á hurðinni var gægjugat. Gérard leit í kringum sig og brosti biturlega. — Hafið þið ekki minni klefa en þetta? Þeir svöruðu ekki, en ýttu honum inn í klefann og svo kom þriðji hjúkrunarmaðurinn með sprautu í hendinni. Það leið ekki langur tími þar Gérard gafst upp á því að henda reiður á degi og nóttu. Löngu síðar fékk hann að vita að hann hafði verið þarna' í hálfan mán- uð. Þegar hann kom aftur til sjálfs sín, (hve mörgum töflum og sprautum siðar, vissi hann frjálst, sagði Daniéle, — þá skuluð þið taka mig fasta. Rannsóknardómarinn virti . fyrir sér þessa fullorðnu konu, sem ekki skildi gang laganna. Hann var þreyttur á henni og vildi helzt ekki tala við hana. — En Gérard er ekki í fang- elsi, sagði hann. — Það er nú verra en fang- elsi! öskraði Daniéle. — Það er ekki dælt í mann eiturlyfjum í fangelsinu. Þetta er svívirði- legt. — Madame, sagði dómarinn með myndugleik. — Gérard Le- guen er nú 'sem stendur „undir læknishendi eftir ráði sálfræð- ings. — Sálfræðings, sem ekki einu sinni hefir litið á hann! tók Daniéle fram í fyrir honum. Hún titraði af reiði. — Þetta er misnotkun á valdi, hrópaði hún. — Ég hefi ekki beitt Gérard valdi, sagði dómarinn. — En þér verðið að viðurkenna að faðir hans hefir rétt fryir sér, já honum ber skylda að láta gæja hans. — Já, ef hann væri sjúkur, en það er hann ekki! Þetta varð að taka einhvern enda. — Takið mig þá fasta! sagði Daniéle. — Ég hefi enga ástæðu til þess. Ast hennar var afbrot Framhaldssaga eftir Pierre Duchesne - 6. hluti máli, en gat engu tauti komið við föður hans, þótt þeir væru gamlir vinir. Hann hringdi til bóksalans og hlustaði með vaxandi undr- un á harmtölur hans og reiði- orð og sagði svo að lokum þreytulega: — Jæja, þetta er þitt mál. En eitt ætla ég að segja þér: næst þegar þú ferð að útmála hið fullkomna frelsi einstaklingsins, þá skal ég hlæja upp í opið geðið á þér. Við skul- um ekki tala um hversvegna. Leguen hóf harmatölur sínar á ný og arkitektinn lagði sím- tólið á. — Veslings Gérard, sagði hann. — Ég veit ekki hvað skal segja. Hann vill að þú farir til afa þíns í Saint-Malo núna strax. — Hugsaðu ekki um það, sagði Gérárd. — Þú hefir gert — Fjandinn hafi þetta allt, sagði Gérard. Hann þaut út um dyrnar og skellti á eftir sér. Herra Leguen sneri sér að dómaranum, sem horfði til dyra með greinilegum vandlætingarsvip. — Þarna sjáið þér, herra dómari, sagði Leguen, — hann getur ekki verið með réttu ráði! — Halló? sagði Gérard. — Daniéle? — Já, hvað er það, ástin mín? — Ég kem ekki upp, Daniéle. Ég hringi til þín úr blaðaturn- inum. Ég er hér með tveim hjúkrunarmönnum. Þeir bíða eftir mér. Ég er að fara með þeim til hressingarhælisins aft- ur. Nei, nei, segðu ekki neitt. Ég vil ekki að þú verðir sett aftur í fangelsi. — Gérard ... ekki), sat hann á stól. Hann var á skyrtunrii einni, fötin hans voru ekki einu sinni í klefanum. En faðir hans var þar með yfir- lækninum. Gérard vissi ekki sitt rjúkandi ráð, hann óskar einskis nema að fá að sofa. — Jæja? spurði faðir hans. — Ertu nú farinn að róast? — Róast, hafði Gérard upp eftir honum. — Ætlarðu að fara til afa þíns? — Afa, segir Gérard. — Já, til Saint-Malo. Til afa þíns. Viltu fara þangað? — Nei! Andlit föðurins hverfur hon- um, það var reiðilegt og af- skræmt. Gérard sofnar ef ... — Ef það er algerlega nauð- synlegt að annað okkar sitji í fangelsi til að hitt geti verið — En ég bið um það! — Nei! Dómarinn hristi höfuðið. Þetta var hlægilegt. Blátt áfram hlægilegt. Unga konan stóð upp og dómarinn sá, sér til undrunar, að hún var með tár- in í augunum. Það er margt sem maður upplifir, hugsaði hann. Jafnvel að fullorðin manneskja grætur, til að ég setji hana í fangelsi... Smátt og smátt skýrðist hugs- un Gérards, hann fór að geta hugsað. Honum fannst sem eitt- hvað lát hefði verið á spraut- unUm. Það var eitthvert remmubragð í munni hans. Hár hans var orðið nokkuð sítt og kinnarnar hrjúfar af skegg- broddunum. Hann strauk ó- sjálfrátt yfir augun. Það var enginn spegill í klefanum. Ég 32 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.