Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI í RJLLRIALVÖRU SAMI DRAUMUR AFTUR OG AFTUR Kæri draumráðandi! Eruð þið nokkuð hættir með þáttinn? Ef svo er ekki, langar mig til að biðja ykkur að ráða þennan draum fyrir mig, en hann dreymdi mig í sumar, en þeir eru nú reyndar tveir. Fyrri draumurinn var þannig, en þegar mig dreymdi hann, var ég nýbúin að missa fóstur: Mig dreymir, að ég væri búin að eignast stúlkubarn, sem var með dökkt hár og mjög dökk í framan. Hún var í vöggu, sem var klædd með bleiku og stóð við rúmið mitt í herberginu mínu. Samt fannst mér ég ekki vilja kannast við það, að ég ætti hana. Þennan sama draum dreymdi mig á hverri nóttu í eina viku. Seinni draumurinn var þannig, að ég var heima hjá syst- ur minni, og var ég í hvítum síðum brúðarkjól méð brúðar- slöri og slóða. Tvær frænkur mínar voru brúðarmeyjar. Mágur minn ók mér til kirkjunnar, en þar beið ég þangað til pabbi kom og leiddi mig inn kirkjugólfið. Þegar ég lít inn í kirkjuna, sé ég, að tveir menn sitja hægra megin í kórnum. Næstu nótt skeður þetta sama, en þá kemst ég alveg upp að altarinu. Ég lít eitthvað til hliðar og sé þá, að strákurinn, sem stendur við hlið mér, er hærri en ég og skolhærður, en ég kannast ekki við hann. Ein forvitin fimmtán ára. Nei, draumaþátturinn er ekki aldeilis hættur, heldur þvert á móti kominn á fastan stað og verður eftirleiðis í hverju blaði. Okkur berast reiðinna ósköp af draumum, og því miður getum við ekki ráðið nema lítinn hluta af þeim. — Það er fremur sjaldgæft að menn dreymi sama drauminn aftur og aftur. Við álítum, að fyrri draumurinn stafi ein- göngu af fósturlátinu. Varðandi síðari drauminn má taka fram, að yfirleitt er talið óhagstætt að dreyma brúðkaup. Líklega giftist þú því ekki þeim manni, sem þú hefur í huga núna. Það verður annar kominn til sögunnar, þegar þú kemst alla leið upp að altarinu. AÐ KLIPPA HAR SITT SVAR TIL JÖNU Z: Það er talið vera fyrir óvirðingu að láta klippa hár sitt í draumi. Og þar sem umrædd vinkona þín svíkst um að láta klippa sig, eins og hún hafði lofað, þá er mjög senni- legt að eitthvað kastist í kekki milli ykkar á næstunni. Ástæðan þarf ekki að vera stórvægileg, en allavega móðg- ast þú við hana og þykir sem liún hafi reynzt þér illa, eftir allt það sem þið hafið átt saman að sælda um ævina. VÍSA VIKUNNAR ÞOKA Dagur mæðinn færist frá, fölvri slæðu klæðist. Engja læða ímugrá, u])p um liæðir læðist. ALÞJÓÐLEGT BÓKAAR Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur lýst yfir, að árið 1972 skuli vera alþjóðlegt bókaár. I tilefni af því væri ekki úr vegi að velta ofurlítið fyrir sér stöðu bókarinnar hér á landi um þessar mundir. Bókaútgefendur kvarta sáran yfir því, að upplög bóka hafi farið minnkandi ár frá ári. Þrátt fyrir það er enn dá- góð bókasala þann örstutta tíma, sem langmestur hluti allra bóka, sem gefnar eru út hér á landi, seljast — í vikunni fyrir jól. Síaukinn útgáfukostnaður og minnkandi upplög valda að sjálfsögðu miklum erfiðleikum við bókaútgáfu — en enn gefa menn út bækur, ekki eingöngu af hugsjóna- ástæðum eða gamalli áráttu, heldur í von um gróða. Og meðan sú von helzt, er naumast nokkur hætta á ferðum. Á móti lágum upplögum kemur einnig sitthvað annað til, sem bendir til þess, að bókin haldi vel stöðu sinni. Útlán úr bókasöfnum hefur aukizt verulega, og hinn árlegi bóka- markaður verður umfangsmeiri með hverju ári. Það var að sönnu öllum þeim, sem bera hag bókarinnar fyrir brjósti, uppörvun og ánægjuefni að koma á bókamarkað þessa árs, sem haldinn var í nýjum húsakynnum Glæsibæjar. Þar gat að líta hvert langborðið af öðru, sem svignaði undan bóka- hlöðum. Og suma dagana var mannþröngin slík í hinum rúmgóðu salarkynnum, að varla varð þverfótað. Líklega getum við enn kallazt með réttu mikil bókaþjóð. En hvort við erum að sama skapi sú bókmenntaþjóð sem oft er gumað af, er hins vegar annað mál. Nýútkomin skýrsla bókafulltrúa ríkisins um bókakaup safnanna leiðir i ljós, að hlutur fagurbókmennta er harla rýr með þjóðinni. Ljóðabækur komast til dæmis alls ekki á skrá. í þessari athyglisverðu skýrslu ber mest á höfund- um, sem „bókmenntaþjóðin" telur ekki til rithöfunda sinna. Um þessar bækur er miklu minna skrifað í blöðin en bók- menntaverkin, svo að blöðin gefa alranga mynd af því, hvaða bækur eru lesnar af almenningi. Þarna hefur mynd- azt gjá milli þeirra, sem hafa að atvinnu að dæma bækur og leiðbeina um bókaval, og almennings, sem virðist fara með öllu eigin leiðir í þessum efnum. Umrædd skýrsla mætti gjarnan hvetja þá rithöfunda okkar, sem njóta virðingar og álits og kannski listamanna- launa, til að koma meira til móts við almenning, er þeir semja verk sín. Það þyrfti alls ekki að rýra listrænt gildi verkanna. Guðnmndur Friðjónsson. G. Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.