Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 39
! í ■ IMwflwS DÚKA VEISUS 2 Djúpbólstrað sófasett með mjúkum þykkum púðum í laus yfirarmur. - Glæsilegt úrval áklæða. Við sendun hvert a land sem er - Myndalistar fyrirliggjandi AUÐBREKKU 59 KÓPAVOGI sími 42400 msm «wí»íí®:X'í hans var ekkert líklegra. Barbara grét í örmum móð- ur sinnar og sagðist endilega vilja fá mynd aí líkinu. Eina myndin sem hún átti af honum var brúðkaupsmyndin af þeim, en nú langaði hana til að fá mynd af honum, eins og hann var nú. Leonard Day ók heim til sín og sótti myndavél, til að láta þetta eftir henni. Mynd- in var síðar sýnd í réttarsaln- um, til að sýna hve kaldrifjuð hún hafði verið. Þegar Charles Blanchette var grafinn, grét hún mikið og ætl- aði jafnvel að fleygja sér i gröf- ina, þegar byrjað var að moka moldinni. Móðir hennar var hjá henni i tvo daga eftir jarðarförina og' að kvöldi þriðja dagsins komu Bettina og Leonard í heimsókn í hús sorgarinnar. Þær systurnar drukku te, en Leonard drakk viský. Þá sagði Leonard Day, það sem Barbara síðar skoðaði sem hótun: — Þú ert nú rík kona, Bar- bara. En við höfum ekki úr miklu að moða. Þetta hús er nógu stórt fyrir okkur 611. Okkur gæti liðið Ijómandi vel hér. Hvað segir þú við því? Við erum nú eiginlega öll sam- sek, svo það er bezt að við höldum saman! Barbara tók hann ekki alvar- lega. En daginn eftir kom syst- ir hennar og sagði að þau hjón- in ætluðu að flytja til henn- ar. Hún spurði ekki einu sinni um álit Barböru. Barbara var búin að ákveða að selja húsið og flytja til London laugardag- inn, sem þau komu akandi með allt sitt dót á vörubílnum. Bar- bara var siður en svo'hress yf- ir þessu, en hún gat ekki haft á móti því. Þá um nóttina gerði hún það upp við sig að annað morð væri nauðsynlegt. Hún vaknaði um miðja nótt við að karlmaður skreið upp i rúmið til hennar og hafði sam- farir við hana. Þetta var Leo- nard Day, mágur hennar. Þegar hún reyndi að stjaka honum frá sér, sagði hann: Vertu róleg, væna. Þú hefur þörf fyrir karlmann og nú hefur þú engan nema mig. Bettina er sofandi og hún getur heldur ekkert gert, þótt hún vakni. Nú á ég tvær konur. Þrjár nætur í viku sef ég hjá þér, þrjár hjá Bettinu. Sjöundu nóttina ætla ég að sofa! Barbara var algerlega hjálp- ai’vana, en henni bauð við Le- onard Day og þegar hann var farinn af stað til vinnu sinnar, sagði hún Bettinu frá því sem skeði um nóttina. Ég hef lengi hatað hann, sagði Bettina. Hann er hrein- asta skepna. Ég skil ekki hvers vegna ég giftist honum, en nú er þetta of langt gengið. Hann veit að hann hefur örlög okk- ar í hendi sér. Ef hann fer til lögreglunnar, þá er úti um okkur. Það er tilgangslaust að segja að hann hafi útvegað eitrið, því að hann neitar því örugglega, eða þá hann segist ekki hafa vitað til hvers átti að nota það. Ég hef ekki hugsað mér að sjá hann aftur, sagði Bar- bara. — Mér verður illt, þeg- ar ég hugsa um áfengisdaun- inn af honum. Ef hann kemui til mín aftur í nótt, þá drep ég hann. Bettina horfði hugsandi á systur sína. Svo sagði hún hægt: Ef við getum losnað við hann, þá getum'við selt húsið og flutt í burtu og byrjað nýtt líf. Við erum ennþá ungar. Við getum farið til Astralíu eða Kanada, eða kannski til Ame- ríku. Við getum fengið heil- mikla peninga og . . . Barbara horfði á hana. — Er þér alvara, Bettina? sagði hún. — Ég er nú ekki í skapi til að gera að gamni mínu, svar- aði Bettina. Framhald í næsta blaði. LOKASÖNGUR ÆTTARINNAR Framhald af bls. 13. gengur að dýrunum?" spurði baróninn. Og þá heyrði fólkið skyndilega hljóðið, sem hafði vakið hundana til ótta og æðis: Langdregið, ámátlegt ýlfur. 14. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.