Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 40

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 40
Þessar kápur eru seldar á erlendan markaö, þær eru einnig mjög vinsælar hérlendis. Merkiö jjeddyv tryggir gæöin. SOLIDO Bolholti 4 sem hækkaði og dvínaði, á að gizka þrjár mílur burtu og barst yfir snjóinn, þar til það virtist koma frá rótum kastal- ans. Öll hin lamandi, kalda eymd hins frosna heims, allt hið miskunnarlausa hungur- æði villidýranna, sem blandað- ist öðrum einkennilegum og draugalegum skrækjum, sem ekki verður með orðum lýst, virtust sameinast í þessu sker- andi ýlfri. ,,Úlfar!“ hrópaði baróninn. Þeir gáfu frá sér ógeðslegt væl, sem virtist koma úr öllum átt- um. „Hundrað úlfar,“ sagði kaupmaðurinn frá Hamborg, sem var maður með ríkt imynd- unarafl. Af einhverri ástæðu, sem hún hefði ekki getað skýrt sjálf, yfirgaf barónessan gesti sína og gekk til herbergisins, þar sem gamla kennslukonan lá og taldi síðustu mínútur hins deyjandi árs. Þrátt fyrir napran kulda vet- urnæturinnar var glugginn op- inn! Hún hrópaði upp yfir sig af undrun um leið og hún hljóp til að loka honum. „Hafðu hann opinn,“ sagði gamla konan veikri 1 en skipandi röddu, en barónessan hafði aldrei keyrt slíkt af vörum hennar. ,,En þú deyrð úr kulda,“ sagði hún í umvöndunartón. „Ég er að deyja hvort sem er,“ sagði röddin, „og ég vil heyra söng þeirra. Þeir eru komnir um langan veg til að syngja loka- söng ættar minnar. Það er dá- samlegt, að þeir skyldu koma. Ég er sú síðasta af Cernogratz- ættinni, sem dey í kastalanum okkar, og þeir eru komnir til að syngja fyrir mig. Þei, en hvað þeir kalla hátt.“ Ýlfur úlfanna hljómaði í kyrri vetr- arnóttinni, endurómaði um veggi kastalans í langdregnu skerandi væli. Gamla konan lá i hvílu sinni, og svipur lang- þráðrar hamingju lék um and- lit hennar. „Farðu burt,“ sagði hún við barónessuna, „ég er ekki lengur einmana. Ég er komin af mikilli ætt . . .“ „Ég held, að hún sé að deyja,“ sagði barónessan, er hún var komin aftur til gesta sinna. „Við verðum að senda eftir lækni. Þvílíkt ýlfur! Ég gæfi ekki mikið fyrir slíka andláts- sálma.“ „Þessi tónlist fæst ekki fyrir auðæfi,“ sagði Conrad. „Þei! hvaða hljóð var þetta?" spurði baróninn, þegar brot- hljóð heyrðist. Tré féll í gavð- inum. Nokkra stund ríkti graf- arþögn og þá var það banka- stjórafrúin, sem rauf þögnina. „Þes?i afskaplegi kuldi klýfur tj-én. Hann rekur úlfana til byggða. í mörg ár hefur ekki verið eins kaldur vetur.“ Bar- ónessan samþykkti áköf, að kuldinn væri orsök þessa alls. Nepjan innum opna gluggann olli hjartaslaginu, sem gerði vitjun læknisins til gömlu frök- enarinnar óþarfa. En andlátsfregnin í blöðun- um leit vel út.------ Hinn 29. desember andaðist i Cernogratzhöllinni, Amalía von Cernogratz, gamall og virtur vinur Grubel baróns- hjónanna. ÁST HENNAR VAR AFBROT Framhald af bls. 33. eins og þau. Þau þola ekkert annað en sig sjálf. Hann hló. — Ég skil ekki hvernig þau fara að þessu. — Það sem er táknrænt við þetta fyrirkomulag, sem nú er, sagði Daniéle, — er að það verður eins og það er. Og til að það geti haldist þannig verð- ur allt annað að staðna... frjósa. — Já, sagði Gérard. — Með- on þeim er ljóst að ég elska þig, sleppa þau mér aldrei. Og jafn- vel þótt því væri ekki lengur til að dreifa, myndu þau samt ekki sleppa mér úr augsýn. Það er ekki eingöngu að þau vilji halda mér föstum, þau vilja líka breyta mér. Þau vilja eyði- leggja eitthvað sem er í mér sjálfum ... En hve hann setur þetta skýrt íram, hugsaði Daniéle. Þau vilja eyðileggja það sem er maður- inn Gérard, brjóta hann niður, móta hann eftir eigin geðþótta, þurrka hann út. Þau höfðu numið staðar við auðan bekk og settust á hann. — Ef við segjum þeim nú stríð á hendur? sagði Daniéle. — Ef ég fer ekki aftur til afa, setja þeir þig i fangelsi. — Það getur verið, sagði Daniéle, — en það gerir ekkert til. Ég vil að þú verðir frjáls. Þau mega ekki eyðileggja þig, eins og þau eru nú komin vel á veg með. — En ég vil að þú sért frjáls. - Ég er ekki frjáls meðan þú ert í Saint-Malo, sagði Dani- 40 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.