Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 37

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 37
um morðið á eiginmanni Bar- böru. Tilefnið var augljóst: það varð að bjarga Barböru frá 'fjárhagslegu hruni. Barbara og Bettina Prentiss eru eineggja tviburar, fæddar 27. janúar 1931 í Belfast. Bar- bara fæddist að vísu á undan en þegar þær uxu úr grasi, var það alltaf Bettina, sem hafði frumkvæði. Þegar þær voru börn, skemmtu þér sér kon- unglega yfir því að fólk þekkti þær ekki * sundur og notuðu sér það óspart. Það voru aðeins foreldrar þeirra sem gátu greint þær í sundur. Á táningaaldri göbbuðu þær oft piltana, sem þær skemmtu sér með, þannig að þær fóru sitt á hvað út með þeim, og höfðu af því mikla skemmtun. Þær gerðu oft ýmis-legt af sér í skólanum, en viður- kenndu aldrei yfirsjónir sínar, svo að Jokum tók skólastjórinn það ráð að refsa þeim alltaf báðum, þegar önnur hafði brot- ið reglur skólans. Þegar þær voru nítján ára, var Bettina einu sinni kærð fyrir að hnupla úr verzlun. Faðir hennar fékk lögfræðing, sem hélt því fram að það hefði verið farið stúlkuvillt og fékk því til leiðar komið að þær voru látnar stilla sér upp við vegg, ásamt tíu öðrum stúlk- um. Vitnin tvö treystu sér ekki til að þekkja þær í sund- ur. Ákæran var því felld nið- ur, þar sem ekki var hægt að kæra báðar fyrir verknað, sem aðeins önnur hafði framið. Það sama ár hitti Barbara Charles Blanchette, sem bað hennar. Hún játaðist honum, þótt hann væri mikið eldri en hún. Henni fannst það miklu sniðugra að giftast ríkum manni, þótt hann væri nokkru eldri, en að þinda sig snauð- um ungum manni. Charles hafði verið kvæntur áður og konan hans var látin. Þau höfðu ekki átt nein börn. Og svo flutti Barbara inn í stóra einbýlishúsið, fimmtán herbergi og hafði fimm manns í þjón- ustu sinni. Hún varð fljótt um- svifamikil húsmóðir og tók ríkulega á móti vinum hans og viðskiptamönnum. Bettina var, aftur á móti, ekkí svo heppin. Hún hitti vörubílstjórann Leonard Day og varð mjög ástfangin af hon- um. Hún giftist honum og flutt- ist inn í litla raðhúsið. En Bettina kvartaði ekki, hún var ánægð með Sitt hlutskipti. Þau hjónin eignuðust ekki heldur börn. Þegar Leonard Day hafði hlustað á sögu konu sinnar og vægast sagt kaldrifjaðar bolla- leggingar hennar, hélt hann rólegur áfram að drekka úr öl- glasinu sínu og sagði: — Það er enginn vandi. Ég get keypt arsenik fyrir ykkur eftir tvo daga í Dublin. Ég þekki lyfsala þar, sem kann að halda sér saman. Ég hef stundum náð í ýmislegt fyrir hann, svo hann þegir. Til þess að Charles grunaði ekki neitt, var Barbara sér- staklega alúðleg við hann næstu daga. Hún hagaði sér þannig að hann héldi að hún væri að- eins að vinna aftur hylli hans. Og Charles minntist ekki á skilnaðinn, þótt Barböru væri ljóst að hann hitti hina kon- una, þar sem hann fór út tvö til þrjú kvöld í viku og sagð- ist ætla í klúbbinn sinn. Það var miklu auðveldara að gefa honum arsenikið, en Bar- bara hafði haldið. Þegar kom- ið var að því, varð hún tauga- óstyrk, en Bettina stappaði í hana stálinu. Hún varð að láta til skarar skríða, áður en hann kæmi henni út úr húsinu. Og Barbara setti arserfikið bæði í kaffið og ölið, til að vera viss. Hann drakk hvorttveggja og þegar hin grátandi Barbara tók á móti lækninum, lá Charles í rúmi sínu. Hann leit út fyrir að vera sofandi, en hann var dáinn. —- Við sátum í dagstofunni, sagði Barbara við lækninn, — c g Charles stóð upp til að ná i eitthvað að drekka. Þá tók hann skyndilega um brjóstið og sagðist hafa fengið hjartakast. Ég hjálpaði honum í rúmið og svo gerði ég það 'sem þér hafið sagt mér að gera, gaf honum verkjatöflu og konjak. Hann kyngdi töflunni með konjak- inu og bað um vatn, því hann væri svo þyrstur. Þegar ég kom með vatnið, lá hann svona og þá hringdi ég til yðar. Ég reyndi að þreifa á slagæðinni, en ég fann engan slátt. Læknirinn rannsakaði hann lauslega, gaf Barböru svefn- töflu, svo hringdi hann til móð- ur hennar, sem var ekkja og á heimleiðinni kom hann við hjá Bettinu og bað hana um að fara til systur sinnar og reyna að róa hana. í dánarvottorðinu stóð áð Charles Blachette hefði látizt úr hjartaslagi. Og hvað var eðlilegra? spurði lögfræðingur læknisins síðar við . réttarhöld- in. Hinn látni hafði verið hjart- veikur og eftir lýsingu konu Þér lærió nýtt tungumál á 60 tímum! Llnguaphone lykillinn að nýjum heimi Tungumálanámsheið á hljámplötum eða segulböndum: ENSKA. ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA. PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA, SÆNSKA. NORSKA, FINNSKA, RÚSSNESKA. GRlSKA, JAPANSKA o. fl. Verð aðeins hr. 4.500- AFBORGUNARSKILM'ALAR Hljódfœrahús Reyhjauíhur Laugaucgi 96 simi: I 36 56 |ip= ii i\\l hv DiQUOTvl IFILIU’iriNrimŒS IMEEKJI u Bezta lausnin er tví- mælalaust PIRA-SYSTEM ÓD.ÝRT - TRAUST - ENGIN SKRUFA EÐA NAGLI í VEGG HÚS OG SKIP NORÐURVERI HATUNI 4A.SÍMI 21830 14. TBL.VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.