Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 45

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 45
KRi 900,- Heimilar vöruúttekt fyrir KR, 1000,- á einingarverði í hreinlætis- og ■ matvörum. Úttekt kr... Eftirst. kr. } i U= EINKAUMBOÐ FYRIR f. a VA HEIMILISTÆKI TJm sparikorlin Þau veita yður 10% afslátt þannig: • Þér kaupið kort á 900 kr., en megið verzla Electrolux fyrir 1.000 kr. • Ef þér verzlið íyrir minna en 1.000 kr., þá rit- ^fl ar afgreiðslumaður innistæðu yðar á kortið. HBp • Þannig getið þér verzlað eins lítið og yður RT a hentar í hvert skipti. 'Am • Þegar þér hafið verzlað fyrir 1.000 kr. (1 ^^fl kort, sem kostar 900 kr.) kaupið þér nýtt kort. ^ • Örfáar vörutegundir í stórum pakkningum fara ekki inn á sparikortin t.d. hveifi og sykur í sekkjum, ávextir í kössum, W.C. W^r pappír 1 pokum og þvottaefni í stórum um- búðum. Þessar vörutegundir eru strax reikn- ^Am aðar á sparikortaverði. • SPARIkortin gilda á 1. hæð, þ.e. í mat- vörudeild. (Þau gilda einnig á hinum árlega ^rA jólamarkaði.) Athugið að allar vörur eru verðmerktar án afsláttar. jy NOTIÐ SPARIKORTIN VA GERIÐ VERÐSAMANBURÐ f Æa ■má Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A - Reykjavik Matvörudeild Sími 86-111 Húsgagna- pg gjafavörudeild 86-112 Vefnaðarvöru- og heimilistækjadeild 86-113 Skrifstofa 86-114 — Ég bíð' eftir þér, það veiztu__ Nú var tómlegt í klefa Dani- éle. Hún vissi ekkert hvað hún átti að hafa fyrir stafni. Henni gekk illa að sofna þetta kvöld. Hún vissi að það var morgunn þegar ein gæzlukonan kom inn í klefann. Daniéle st&rði skiln- ingsvana á hana. — Jæja, sagði gæzlukonan. — Já, hvað? spurði Daniéle. — Bókasafnið, sagði konan til að hrista við hemni. — Það er fótaferðatími. — Nei, sagði Daniéle. Konan fór út. Daniéle hlust- aði á öll hljóðin í fangelsinu. Þau komu svo langt að. Það var kalt, en samt fann Daniéle ekk- ert fyrir því. Óljósar minning- ar stigu upp í hugskoti hennar, af manneskjum, hátíðlegum tækifærum, kennslustundum. Var hún lítil stúlka, eða óham- ingjusöm kona? Hver var svo mismunurinn? Allt heyrði for- tíðinni til. Daniéle, það var ein- hver sem hafði lifað fyrir langa- löngu... Stundum reyndi hún að kom- ast upp á yfirborðið. Það var barátta, sem hún varð að heyja. En hvaða barátta? Stríð, sem var fyrirfram tapað. Hún hafði ekkert hugmyndaflug lengur. Hún þráði ekki neitt framar. Hún var að deyja. — Gönguferð! Daniéle hallaði sér upp að veggnum í einu horni klefans, samanhnipruð, eins og risastórt fóstur. Hún svaraði ekki. Það var eins og hún heyrði ekki. Gæzlukonan yppti öxlum. Hún fór og lokaði á eftir sér. Dani- éle var ekki lengur til... Framhald. í nœsta blaSi. narOMlÍÆNINGJfl ~ Pramhald af bls. 15. hver um aðra þvera í höfði mér, eins og ég væri með hita. Ég hugsaði um þegar við Stewart vorum á skautum og hvernig ég hló þegar hann datt á rassinn. Eða annan dag þegar kalt var og við fórum í höfrungahlaup. Ég reyndi að rifja upp sem tnest af skemmtilegum atvik- Um.“ Tólf tímum eftir að lausnar- gjaldið hafði verið afhent, höfðu ræningjarnir ekki enn látið í sér heyra. En þegar klukkuna vantaði þrettán mín- útur í eitt á föstudaginn, var hringt á skrifstofu FBI í At- lunta. Símastúlkan Trisha Poin- úexter svaraði. Karlmannsrödd sagði: — Ég fer fram á að mega gefa upp- lýsingar um Barböru Mackle. — Andartak, ég skal gefa yð- ur samband... — Nei, sagði maðurinn og lagði þunga áherzlu á orðið. — Ég veit hvar hún er, og þér verðið að taka við upplýsing- unum. Trisha Poindexter teygði sig eftir penna. — Buford Highway. Til Nor- cross. Á horninu þar sem Bu- ford Highway og Tucker Road mætast er umferðarljós. Halda áfram fimm og hálfan kílómet- er frá gatnamótunum. Þá sést lítið, hvítt hús á hæð. Beygja til vinstri. Svo eftir malarvegi hálfan annan kílómetra til hægri. Ganga um þrjátíu metra inn í skóginn. „Þrjátíu metra,“ skrifaði Trisha. —• Hafið þér náð þessu? — Það held ég, svaraði hún óstyrk. — Eruð þér ekki viss? — Jú, jú, ég hef þetta ... — Sælar þá, sagði ræninginn og iagði á. Sex FBI-menn ruku þegar af stað í þrem bílum. Jack Smith gaf í senditæki skipun um að allir tiltækir bílar skyldu safn- ast saman á krossgötunum þar sem Buford Highway og Tuck- er Road mætast. Haldið áfram fimm og hálfan kílómeter, hafði Trisha Poin- dexter skrifað niður. En í hverja átt? FBI völdu af handa- hófi einn af vegunum fjórum, sem liggja útfrá krossgötunum. Klukkan var þá þegar næstum fjögur eftir hádegi. Næstum nákvæmlega hálfan sjötta kílómeter frá krossgöt- unum sáu lögreglumennirnir hvítt hús uppi á hæð. Líka fundu þeir afleggjara til hægri. En þeir fundu engan malarveg hálfan annan kílómeter lengra. Landið þarna var skógi vaxið og hallaði undan fæti ofan í dal. En ræninginn hafði sagt að gengið skyldi uppá móti. FBI-mennirnir sneru aftur að vegamótunum. Nú óku þeir norðureftir Bu- ford Highway. Eftir hálfs sjötta kílómetra keyrslu sáu þeir ann- að hvítt hús á hæð. Malbikaður vegur í tveimur reinum lá þar til vinstri. Það var McGee Ro- ad. Eftir hálfs annars kílómetra akstur tók við mjór malarveg- ur til hægri. — Hér hlýtur það að vera, sagði Jack Keith. Hann og fjór- ir aðrir FBI-menn yfirgáfu bíl- ana og hröðuðu sér inn í skóg- inn. Malarvegurinn tók enda eftir aðeins fjörutíu metra, og þar sáu lögreglumennirnir drasl eins og gamla hurð, ryðgaða barnakerru, nokkrar belgdar öldósir og óhreinan, gamlan sjóliðajakka. FBI-mennirnir leituðu að liæð. Farið þarna uppeftir, þrjá- tíu metra. En þar var engin hæð. Veginn sjálfan bar hærra en landslagið þarna í kring. Þeir leituðu um allt innan þrjá- tíu metra hrings. Ekkert fannst. Þetta með þrjátíu metrana gat ekki staðizt. Keith sneri aftur að kross- götum Buford- og Tucker-veg- anna. Klukkan var að verða fjögur og innan skamms færi að skyggja. Keith sá að hann yrði að senda menn frameftir öllum vegunum, sem lágu frá gatnamótunum. Öllum bílakosti FBI í Atlanta skyldi stefnt á staðinn. En væri það nóg? Jack Keith hafði verið FBI-spæjari í tutt- ugu ár og það þurfti mikið til að koma honum úr jafnvægi. En nú var hann hræddur. Þeir yrðu að vera fljótir að finna stúlkuna. 14. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.