Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 24

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 24
Magnús: ,,Þa3 sem er að nefndinni er fyrst og fremst að hún er skipuð röngum mönnum, fólki sem ekki hefur verulegan menningaráhuga." Nýlega var í Gallerí Súm á Vatnsstíg haldin myndlistar- sýning af tilefni þess, að gall- eríið hefur nú verið starfrækt í þrjú ár. Sýndu þar nokkrir þeirra Súmara málverk og önn- ur listaverk. Gallerí Súm hefur verið athyglisvekjandi og áhugaverður þáttur í listalífi höfuðborgarinnar þann tíma, sem það hefur verið við lýði; rnargt af því sem þar hefur komið fram hefur verið um- deilt en hitt mun ekki ofmælt, að framlag Súmara teljist að verulegu leyti vaxtarbroddur þess, sem íslensk myndlist hef- ur getið af sér síðustu árin. Af tilefni afmælissýningarinnar litum við inn í galleríið og röbbuðum stundarkorn við Magnús Tómasson, einn mynd- h'starmannanna í Súm. — Hverjir voru annars hinii- upprunalegu Súmarar, Magnús? — Það voru fimm ungir lista- menn, sem upphaflega stóðu að þessu; það var 1965. Hreinn Friðfinnsson, Sigurjón Jóhanns- son, Jón Gunnar Árnason, Jón- ína Guðnadóttir, Haukur Dór Sturluson. Takmarkið var að taka til meðferðar og kynna nýja strauma í myndlist. Þau byrjuðu á því að sýna í Ás- mundarsal. Það var fyrsta Súm- sýningin. Svo fór þetta að hlaða utan á sig, og þó ekki fyrir al- vöru fyrr en galleríið var stofn- að. Það var gert sextíu og níu. Þetta kostaði auðvitað mikla vinnu og fyrirhöfn og allir voru blankir, en með góðri samvinnu hafðist þetta. — Hversu margir eru nú í Súm? — Við erum nú rúmlega tutt- ugu. Og nú eru í samtökunum ekki eingöngu myndlistarmenn, heldur og tveir rithöfundar, og einn kompónisti. — Er þá hugsunin sú, að sam- tökin séu ekki einungis fyrir myndlistarmenn, heldur nái þau til sem flestra listgreina? — Upphaflega voru þetta samtök um sýningar og starf- semi. Svo fór þetta að breyt- ast, og starfað var að menningu á breiðara grundvelli. Raunar var Súm aldrei stofnað sem fé- Jagssamtök beinlínis, heldur grúppa til að vinna saman að fyrirliggjandi verkefnum. Ekki félag á borð við Félag íslenskra myndlistarmanna, t. d. En hins vegar hefur ákveðnum mönn- um verið falið að gera hitt og þetta tíma og tíma, til að hlut- irnir komist af stað, en reynd- Nokkuð sniðugt verk eftir Sigurð Guðmundsson, samansett úr mál- verki og fleiri hlutum. VIÐ ERUM UPPREISN Rættvið Magnús Tómasson, myndlistarmann, af tilefni þriggja ára afmælis Gallerí Súm. Vitaskuld höfum við lærtaf öllum stigum mynd- listar á undan okkur, þótt við förum aðrar leiðir. Við leggjum meira upp úr persónulegri tjáningu, höfðum fremur til vitsmunanna en að reyna að vera þægilegir. in er sú að þeir sem eru tiltæk- ir gera það sem gera þarf. Við höfum enga sýningarnefnd, en höfum hinsvegar venjulega haft formann, gjaldkera og ritara. — Þið eruð mörg erlendis eins og stendur? — Já, í Amsterdam, Þýska- landi, Kaupmannahöfn og víð- ar. — Þið lítið á ykkur sem avantgardista? — Það er kannski ekki alveg ákveðið; við höfum okkar sjón- armið hvert fyrir sig og vinn- um eftir þeim á alveg einstak- lingsbundinn hátt. Það hefur aldrei verið um að ræða neina stefnumótun hjá okkur, neitt manífest. Magnús Tómasson er þekktastur fyrir flugurnar sínar, líklega einkum þá tröllauknu sem gnaefði yfir önnur verk á einni útisýningunni á Skóiavörðuholti. Þessar eru minni, en þess í stað heill her undir svört- um fána. „Þær eru tákn um múgmennsku, æði, rotnun, til dæmis," segir Magnús. 24 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.