Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 46
Wiithir bríhiíl Þríhjólin vinsælu alltaf fyrirliggjandi. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. Vincent Capazella, ungur, svarthærður FBI-spæjari rudd- ist hægt áfram gegnum kjarrið. Yfir honum smaug dvínandi birtan niður í gegnum furu- krónurnar. Hann og Robert Kennamur höfðu fundið óljós- an troðning niður að lágu barði. Þeir voru nú búnir að leita þar í fimmtán mínútur og voru um níutíu metra frá draslinu á húsgrunninum. Allt í einu stanzaði Capa- zella: — Ég heyri eitthvað, hrópaði hann. Kennemur benti í áttina til vegarins. Þaðan heyrðust radd- ir. Capazella hristi höfuðið. Hann benti niður á jörðina. Svo sparkaði hann burtu beðjunni af föllnum laufum, sem þöktu jörðina, og kom niður á rauðan ieir. Klukkan var þá tólf mín- útur yfir fjögur. Barbara Mackle hafði þá leg- ið áttatíu og þrjá klukkutíma í kistunni sinni hálfan metra 1 jörðu. „Ég heyrði skrjáfandi hljóð. Það var alveg ákveðið í fyrsta sinn, sem ég heyrði eitthvað að ofan, eftir að ég hafði verið skilin eftir þarna. Ég tók vift- una úr sambandi. En þá heyrð- ist ekkert. Ég hélt niðri í mér andanum og hlustaði. Ekkert. Vonbrigðin voru sár. En eitthvað hlaut það að hafa verið, dýr ef ekki annað. Ég fór að berja upp í lokið með hnef- unum. Ég æpti ekki. Ég bara kreppti hnefana og barði af öll- um kröftum. Ég barði og barði og kistan titraði og droparnir hrundu. Ég varð gegnblaut og ég fann til í hnúunum. Ég barði að minnsta kosti í heila mín- útu í lotu. Svo hætti ég til að hlusta. En ég heyrði ekkert. Ég hugsaði: Það er enginn, þetta var bara ímyndun. En ég fór samt aftur að banka. Ég var enn að banka þegar ég heyrði fótatak og síðan rödd sem hrópaði: — Barbara Mackle! Barbara Mackle! Það er FBI! Vincent Capazella og Robert Kennemur heyrðu greinilega að þrívegis var barið. Capazella lagðist á hné og þreifaði á jörð- inni. Hann gat ekki betur fund- ið en jarðvegurinn þarna væri laus í sér, eins og í hann hefði verið grafið nýlega. Hann hrópaði eins hátt og hann gat: — Barbara Mackle! Barbara Mackle! Það er FBI! Meðan Kennemur hljóp til bíls þeirra til að kalla á hjálp í senditækið, ólmaðist Capa- zella við að sparka burt laufi og barri og lausamold. Svo fór hann að róta í jörðmni með berum höndunum. „Ég hætti að berja og bara beið. Ég lá og brosti breitt. Þetta var hin fullkomna ham- ingja. Ég get ekki lýst því með orðum, hve dásamlega vel mér leið. Svo sagði hann: Berðu! Ef þú heyrir til mín, þá berðu! Og ég barði og bankaði. Svo hætti ég því og hlustaði og heyrði enn einu sinni rödd sem sagði: Berðu. Svaraðu mér. Segðu hvort allt er í lagi með þig- Ég hrópaði: — Það er allt í iagi með mig. FBI-mönnunum á staðnum fjölgaði stöðugt. Allir lögðust þeir á hnén og grófu. Þeir fundu tvær beygjanlegar, tveggja metra langar plast- slöngur, sem lágu fyrst lárétt og samhliða undir yfirborðinu og síðan í jörð niður. Keith tók í aðra þeirra og kallaði til Bar- böru Mackle 'í gegnum hana. Hann lagði kinnina að slöngu- oninu og fann vægan loft- straum. Þetta var greinilega slangan fyrir útandaða loftið. En Barbara svaraði ekki kalli hans. FRT-mennirnir heyrðu suðið í viftunni. Þeir vissu ekki hvað bar var um að ræða. Keith hróoaði aftur: — Svar- aðu. ef þú heyrir í mér! Ekkert svar. Keith varð grin- inn bví skelfilega hugboði að stúlkan hefði látizt áður en'þeir náðu til hennar. Einhver hrónaði: — Náið í felgujárn! Maður tók á snrett til bílanna. sem stóðu í röð meðfram McGee Road. Allan tímann héldu FBI- m°no áfram að strevma að. Aðrir voru á leiðinni með skófl- i’r. sem þeir höfðu keyot í Nor- cro«s. Þegar þeir höfðu grafið um fjörutíu og fimm sentimetra niður varð fyrir þeim annar endi kistunnar. Hún var um sjötíu og fimm sentimetra breið. Með felgujárninu og eig- in vöðvaafli sprengdu þeir sið- an upp lokið. Það tók þá einar fiórar, fimm mínútur að ná því alveg af, enda var það ramm- lega skrúfað nfður öðrumegin með þriggja og hálfrar tommu skrúfnöglum. Klukkan var nú þrjátíu og t.vær m.ínútur yfir fjögur á föstudaginn tuttugasta desem- ber. „Ég heyrði allskonar hljóð. Ég gat ekki skilið hversvegna þetta tók svona langan tíma. Allt í einu voru þeir farnir að bjástra beint yfir höfðinu á mér. Ég heyrði þá losa skrúf- urnar. Ég vissi uppá hár hvað þeir voru að gera. En ég sá enga ljósglætu. Ég varð ennþá blautari og dró yfir mig teppið. Kistan hristist. Og svo að lokum rifu þeir af lokið, mold hrundi nið- ur á mig og ég heyrði hátt, ískrandi hljóð. Ég lyfti höfðinu og allt varð svo bjart, svo bjart. Hendur voru réttar niður til mín. Þarna var fjöldi manns og allir störðu niður til mín og spurðu hvernig mér liði. Ég sá að margir þeirra grétu. Ég brosti breitt og þeir brostu líka, held ég, og ég sá tár í augum þeirra og svita á ennum þeirra. Ég man ekki nákvæm- lega hvernig ég komst upp úr kistunni, en þeir tóku undir handleggi mér og lyftu mér einhvernveginn upp. Einhver sagði: — Þar höfum við hana, og annar bætti við: — Hvernig líður þér? — Vel, sagði ég. Ég reyndi að standa upp. Þeir hjálpuðu mér. Ég datt. Það voru hnjáliðirnir sem gáfu eftir. Þeir þrifu í mig og einn sagði: — Hún getur ekki gengið. Og þarna stóð ég og hló. Ég veit að ég leit hræðilega út, blaut og skítug. Og þeir stóðu þarna og bara horfðu á mig. Ég sá að það blæddi úr höndum þeirra og að þeir voru kóf- sveittir. Og þeir grétu ennþá. Ég sagði: — Hvernig líður fólk- inu mínu? Og einhver svaraði: — Þeim líður ágætlega. — Elsku góðu, segið þeim að ég sé heil á húfi. Og einn lögreglumannanna tók mig upp og bar mig. Það var erfitt að bera mig gegnurp skóginn og hann mæddist dá- lítið. — Ég er frekar þung, ,er það ekki, sagði ég. Og einhver sagði: — Lofið mér að halda á herlni. Sá var ungur maður, dökkur yfirlitum og stærri og sterklegri en hinn. Hann tók nú við mér og bar mig áfram. Ég spurði hvað klukkan væri. Einhver svaraði: — Fjögur. Og ég spurði: — Um morguninn? — Nei, síðdegis. — Hvaða dagur er í dag? — Föstudagur. Föstudagur . .. ég trúði ekki eigin eyrum. Maðurinn sem bar mig snurði: — Hve lengi ertu búin að liggja hér? 46 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.