Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 25

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 25
Málmhjarta Jóns Gunnars, næsta magnað verk, sem slær með hrika- legum drunum og dynkjum þegar raftnagn er leitt í það. — Hvað er það þá sem grein- ir ykkur frá öðrum listamönn- um? — Það er til dæmis samvinna okkar, sem er mjög náin; við stöndum þannig stöðugt í bréfasambandi við þá, sem eru erlendis, og erum samtaka um að halda uppi þessu galleríi og annarri starfsemi, sýningum erlendis og tengslum við er- lenda myndlistarmenn, gallerí og söfn. Hinsvegar er svo að sjá að flestir aðrir myndlistarmenn hér á landi húki bara hver í sínu horni og komi sér í hæsta lagi saman um að sýna í félagi einu sinni á ári. — En nú hafa þeir félög, gru þau ekki virkjuð? — Þeir hafa eitt félag, já, en það er hvorki fugl né fiskur að mínum dómi. Það er ekki stétt- arfélag, og það er ekki heldur hægt að segja að það sé klíka, nema partur af því. Jú, að vísu ráða þeir hverjir sýna á Norð- urlöndum og hafa ýmis em- bætti, svo sem embætti hvísl- ara. — Ha? —Það er sá sem hvíslar í eyru úthlutunarnefndar. Það er svo- kölluð ábendingarnefnd. Og svo eru þeir meðlimir að Bandalagi íslenzkra listamanna. En við skulum annars reyna að tala um eitthvað annað en FÍM, það er svo ósköp ömurlegt umræðu- efni. — Myndirðu kannski heldur vilja ræða síðustu úthlutun listamannalauna? - Já, þeir tóku náttúr- lega afstöðu í því máli tveir úr Súm, sem fengu þetta, neituðu að taka við þessu og voru nokk- uð sammála í afstöðu sinni. Ég hef svo sem engu við það að bæta, að svo stöddu. — Hvað telurðu að ráðið hafi afstöðu úthlutunarnefndar? Tel- urðu að hún hafi sett ykkur rnarkvisst hjá? — Nei, það hugsa ég ekki. Ég held að afstaða nefndarinn- ar stafi bara af fáfræði. Hvernig er líka hægt að búast við að einhverjir sveitamenn langt ut- an af landi geti verið að fygjast með því sem hér gerist; þeir komast ekki frá kúnum sínum. Ekki svo að skilja að ég líti niður á sveitamenn eða bænd- ur, heldur dreg ég í efa aðstöðu þessara manna til að fylgjast með. Það sem er að nefndinni er fyrst og fremst að hún er skipuð röngum mönnum, fólki sem ekki hefur verulegan menningaráhuga. Þar að auki Einn veggurinn var alþakinn myndum og ýmiss konar pappírs- gögnum úr sögu Súm. er sjálft fyrirkomulagið mein- gallað. — Hvernig mynduð þið vilja hafa fyrirkomulagið? — Við höfum stungið upp á því að meira yrði um starfs- styrki, jafnvel að heildarupp- hæðin væri hækkuð. Ég hef út af fyrir sig ekkert á móti þessu fólki, sem fengið hefur launin og allt er vel að þeim komið, þótt mig klígi við þessu þakk- lætiskvaki frá vissum persónum í garð nefndarinnar; það finnst mér lýsa vanmati á sjálfum sér Framhald á bls. 31. Ein af blýantsteikningum Arnars Herbertssonar, sem áreiðanlega voru meðal þess markverðasta á sýningunni, gæddar sterkum hrylli- og innilokunaráhrifum. 14. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.