Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 43
spennti hendurnar yfir magann, hendur sem voru vafðar í um- búðir og plástra. Augnlok henn- ar titruðu í sólskininu og Dani- éle sá að tárin runnu niður kinnar hennar. Daniéle virti hana fyrir sér. Þessi þögla angist skar hana í hjartað, en á einhvern óskiljan- legan hátt létti henni. Hún hætti að hugsa um sjálfa sig í bili. Ein gæzlukonan kom á vett- vang. — Stattu upp! öskraði hún. Hvað á þetta að þýða? Stúlkan hreyfði sig ekki. Það var eins og hún hefði ekki heyrt til hennar. — Jæja, sagði gæzlukonan, —• heyrirðu ekki til mín? Stúlkan opnaði augun og starði til himins og leit ekki einu sinni á gæzlukonuna sem stóð öskrandi við hlið hennar. — Má ég reyna? spurði Dani- éle. Gæzlukonan varð undrandi og mældi Daniéle með augun- um. Þessi fangi var greinilega ekki vændiskona. Já, gæzlu- konan sá að þetta hlaut að vera kennslukonan. Já, í öllum bæn- um, ef hana langaði til að skipta sér af þessari stelpudruslu. Svo yppti gæzlukonan öxlum og gekk burt. Daniéle féll á kné hjá stúlk- unni. Hún beið þar til stúlkan festi á henni augun. Þau voru spyrjandi og hatursfull. — Ertu ekki búin að fá nóg, eða hvað? spurði Daniéle. Augnaráðið varð ennþá hat- ursfyllra. — Ert þú kennslu- konan? — Já, en hver ert þú? spurði Daniéle. — Ég — ég er ekkert. — Hvað heitirðu? — Ég er kölluð Slangan ... Daniéle ætlaði að hjálpa henni á fætur, en hætti við, þegar henni varð litið á umbúð- irnar á höndum Slöngunnar. — Ég meiði þig kannski. Geturðu staðið sjálf upp? Stúlkan stóð fljótt upn og það var yndisþokki yfir hreyf- ingum hennar. Hún var samt óstöðug á fótunum. Hún gretti sig, en það hafði engin áhrif á Jaglegt andlitið. Það var eitt- hvað tært og gagnsætt yfir svip hennar. Daniéle varð hrollkalt. — Líkar þér vel við Slöng- Una? spurði Cécile síðar um kvöldið. — Hún er aðeins barn, svar- aði Daniéle, sorgmædd. — Barn! flissaði Cécile með fyrirlitningu. — Hún er alveg búin að vera. — Hefirðu ekki séð hendurn- ar á henni? Fullar af stungum. — Stungum? Cécile mímaði manneskju sem var að sprauta sig. Daniéle varð uppmáluð skelfingin. — Hún er búin að vera, end- urtók Cécile. Það er ekkert pláss lengur fyrir stungur á handleggjunum, ekki á fót- leggjunum heldur. Hendurnar eru það eina sem eftir er. Skil- urðu ekki að hún er búin að vera? Daniéle lokaði augunum. Hún vildi ekki skilja þetta, ekki heyra heldur ... Fangelsisbókasafnið var stór og skuggalegur salur með næst- um tómum hillum. Fyrir því stóð Dominikanasystir, sem sat við borð, með heilmikið efnis- yfirlit fyrir framan sig. Daniéle stóð fyrir framan nunnuna með bók í hendinni. — Ef ég fengi aðeins annan klefa, muldraði hún. — Mig langar svo til að vera í einrúmi. Hún lokaði augunum. — Ég skil, sagði nunnan. — Ég skil jafnvel það sem þér segið ekki. Ég skal sjá hvað ég get gert. En meðan þér eruð með hinum konunum verðið þér að muna að þær eru fátækari en þér. Nautnir þeirra er þeirra eini auður ... Nunnan gerði allt sem á hennar valdi stóð til að hjálpa Daniéle: unga konan fékk að starfa sem bókavörður. f fleiri klukkutíma á dag sat. hún inn- an dökku veggjanna og skoðaði efnisyfirlitið, sem hafði verið notað af mörgum kynslóðum fanga. Einn daginn kom Slangan inn á bókasafnið. Daniéle var rétt búin að velja bók handa einni af föngunum, feitri. risastórri vændiskönu. — Þú ert nú reglulegur hjálp- arengill, sagði S'angan, — þú sinnir þeim sem eru í hundun- um vegna eiturlyfja og færð hórurnar til að lesa! Daniéle leit undan. Hún var þreytt. hræðilega þreytt. — Og svo, sagði Slangan, — kærir þú þig ekkert um að maður bakki þér fyrir það. Daniéle skellihló. Þegar allt kom t.il alls, var þetta satt sem hún sagði. — Það er rétt... Hún þagnaði, hana langaði elcki til að tala um sjálfa sig. — Viltu fá bók? — Nei, sagði Slangan þrjózku- iega. Trausti sendillinn. MERCEDES BENZ sendiferöabíllinn hefur alla þá kosii sem sendiferðabfll séhvers fyrirtækis þarf til að bera. Þægilegur (svo að bilstjóranum líði vel), mikið vörurými (svo að hann þurfi ekki að fara eins margar ferðir), öruggur (svo að hann komi fljótt aftur til baka). MERCEDES BENZ ... reiðubúinn til þjónustu. MERCEDES BENZ® Auðnustjarnan á öHum vegum RÆSIR H.F. Góðar fermingagjafir Viðlegubúnaður Skíði Veiðistangasett Ferðabúnaður Vindsængur \ VerzliS þar sem hagkvæmast er Laugavegi 13 - Kjörgarði -Glæsibæ 14. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.