Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 20

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 20
Mundi hann trúa mér, ef ég segði honum frd þessu? Jafnvel þótt hann gæti trúað þessari fáránlegu sögu, hefði hann þá karlmennsku til að varpa frá sér hrúði sinni á elleftu stundu? Alan og ókunna stúlkan réðu ferðinni og skröfuðu stöðugt, glöð í bragði. Ekki hafði ég minnstu hugmynd um umræðu- efni þeirra, en ég þóttist vita, að ekki væri það stjórnmál. Ég hlustaði ekkert eftir því. Ég hafði nóg annað um að hugsa, þar sem ég lallaði á eftir þeim og rýndi á skuggana í kring, í leit að úlfaskröttunum. Ég gat varla trúað þvi, að við kæm- umst alla leið án þess að hitta þá aftur, en loksins sá ég turn- ana á Josselinkastalanum, sem var rétt framundan. Hin dularfulla fylgdarkona okkar yfirgaf okkur um leið og við komum inn í þorpið, og því varð ég feginn, því að ég var ekki í neinu skapi til þess að útskýra fyrir hinni talgleiðu gestgjafakonu það sem ég skildi enn ekki sjálfur. Ég tók samt eftir þvi, að kveðja stúlkunnar til Alans var Au revoir, en við mig sagði hún bara Bon soir, og það kuldalega. — Kannski þú hittir ung- frúna aftur bráðlega? sagði ég þegar við vorum komnir upp í herbergið okkar án teljandi skýringa í leiðinni. Alan kinkaði kolli og ofur- lítill biygðunarroði færðist yfir laglega andlitið á honurr^. — Á morgun, játaði hann loksins og bætti við: — Heyrðu, er hún ekki alveg dásamleg? — Jú, auðvitað er hún það, svaraði ég dálítið þurrlega. — En hver er hún? —• Hún heitir Corinne og á heima hérna í þorpinu. — Skárri eru það upplýsing- arnar! En hvað var hún að gera ein síns liðs úti í skógi? Alan hló. — Það veit ég ekki — og mér er líka sama. Ég þakka bara heillastjörnunni minni, að hún skyldi vera þar. — Annars værirðu kannski dauður? spurði ég. — Nei, svaraði hann með brosi, sem kom algjörlega upp um hann. — Annars hefði ég kannski aldrei hitt hana Cor- inne. Hann bar nafnið fram í tón, sem skar niður allar frekari um- ræður. Þar eð ég sá, að vinur minn hafði orðið fyrir slæmu áfalli af ást við fyrstu sýn, gerði ég það eina, sem hægt var ?ð gera — sneri mér til veggjar ng fór að sofa. Næsta morgun náði ég í mál- aradótið mitt þar sem ég hafði skilið það eftir á flóttanum, og hélt svo áfram við myndina mína. En Alan hafði öðru að sinna. Að vísu vann hann eitt- hvað dálítið og eins og utan við sig, en mestur tími hans fór í töfradísina, sem var ekki hrædd við úlfa. Það þarf nú ekki mikið til að losa um málbeinið í svona hálf- dauðum hundsrassi eins og Josselin, og innan viku var ást- arævintýri laglega, unga enska málarans aðalumræðuefnið í þorpinu. Ef nokkurntíma hefur verið til bálskotinn maður, þá var það Alan Grantham. Ég varð ekkert hissa, þegar hann tíu dögum eftir næturævintýr- ið okkar, tilkynnti væntanlegt brúðkaup sitt og bað mig að vera svaramaður sinn. í Bretagne er það alls óþarft að senda út brúðkaupsveizlu- boð. Fógetinn semur hjóna- bandssamninginn og dreifir gleðifréttinni og allir fullorðnir þorpsbúar koma saman, eins og það sé sjálfsagt, til að óska brúðhjónunum allra heilla og háma í sig þann ókeypis mat og drykk, sem á boðstólum kann að vera. Af fjölda þess fólks, sem þannig býður sér sjálft, má nokkuð ráða virðingu þá, sem brúður og brúðgumi njóta. Ég skal játa, að ég var dálítið for- vitinn að sjá, hvernig aðsóknin yrði að þessu sinni, því að ein- hvernveginn hafði ég orðið þess áskynja, að Corinne hin fagra væri ekki beinlínis vinsæl þarna í þorpinu. Annað ung fólk virt- ist heldur leiða hana hjá sér. Bændafólkið í Bretagne kann að vera eitthvað svipað öðru fólki, innan fjölskyldunnar, en gagnvart ókunnugum — eink- um útlendingum eins og okkur, er það þögult og tortryggið. Þótt undarlegt megi virðast, var skrafhreifnasti maðurinn, ein- mitt sá, sem mátt hefði halda, að ekki kjaftaði frá sér vitið. Því að þetta var embættismað- ur — sjálfur fógetinn — sá mað- ur sem, að sóknarprestinum kannski undanteknum, var kunnugastur fjölskyldumálefn- um þorpsbúa. Auðvitað var Nicoias Oidor nokkuð menntaður maður og meira að segja bar hann með sér nokkra yfirborðskennda menningu. Hann gætti þess að segja mér, snemma í viðkynn- ingu okkar, að hann hefði á yngri árum lesið lög í París og af ýmsu, sem hann sagði — svona meðal annarra orða, mátti ráða, að hann taldi sig ofar í virðingastiganum en hinir ó- breyttu þorpsbúar — og líklega iiefur það verið þessvegna, að hann sóttist eftir félagsskap okkar Alans hvenær sem hann gat fundið átyllu til þess. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri nokkur hæfileika- maður, og honum hefði verið ýtt til hliðar og í þetta ómerkilega en vissa embætti, sem honum leiddist óskaplega. Hann kom í krána kvöldið fyrir brúðkaupið, til þess að fá einhver deili á brúðgumanum, sem færa þurfti inn í hjóna- bandssamninginn. Alan var fjarverandi, eins og endranær, en ég gat gefið allar nauðsyn- legar upplýsingar. Að erindinu loknu, virtist gamli maðurinn ekkert þurfa að flýta sér af stað. Hann sat kyrr og skrafaði um ýms. ó- merkileg efni, en renndi aug- unum öðru hverju til borðsins þar sem stóð allmikið flpsku- safn, sem Alan hafði dregið saman til veizlunnar. Ég skildi hálfkveðna vísu og dró upp flösku af elzta árgangnum. — Við skulum fá okkur eitt glas og drekka heillaskál ungu hjónanna, sagði ég. Ég hellti vel í glasið og hann tæmdi það með sýnilegri vel- þóknun, með áheyrilegri smá- ræðu, sem hann átti sýnilega í fórum sínum og hafði notað mörgum sinnum áður, þegar líkt stóð á. — Ég neyti nú mjög lítið áfengis, herra minn, sagði hann að lökum — en við svona gleði- ’egt tækifæri — hann sneri glas- fætinum milli mögru fingranna — og horfði dreymandi á flösk- una. Þegar einhver maður fer að fjölyrða um hófsemina sína, hefur mér oftast reynzt hann vera fús til að drekka sinn skammt — og vel það. — Já, það er synd að stinga tappanum í svona góðan drykk, sagði ég og þreif til flöskunnar. — Gerið mér þann heiður að drekka eitt glas til með mér. — Mín er æran, herra minn, fullvissaði hann mig og dálítill roði færðist í pergamentsgult andlitið þegar hann skellti í sig gulbrúnum vökvanum. — Og það er líka heiður fyrir þorpið ÚLFKONAN FRÁ JOSSELIN STUTT FRAMHALDSSAGA - ANNAR HLUTI 20 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.