Vikan


Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 06.04.1972, Blaðsíða 44
ið heilmiklu í kring. Daniéle fékk skipt um klefa og var lát- in í klefa með Slöngunni. Daniéle hélt hún gæti gert mikið fyrir Slönguna. En sér til mikillar furðu, fann hún að Slangan gat gert mikið fyrir hana sjálfa. Þegar hún bar sjálfa sig saman við þetta ve- sæla barn, fannst henni að hún hefði mikið að þakka. Að minnsta kosti hvað ytri aðstæð- ur hrærði. Hún átti að vísu réttarhöld yfirvofandi, en hvað var hægt að saka hana um, hana, sem ekkert hafði gert af sér annað en að elska? Fyrr eða síðar slyppi hún út og yrði frjáls aftur. En Slangan var ekki að bíða eftir réttarhöldum. Þegar hún væri búin að afplána í þetta skipti, beið hennar ekkert ann- að en eiturlyfin og fyrr eða síð- ar kæmi hún aftur í fangelsið, ef hún hefði þá ekki orðið þeim dauða að bráð, sem hún reynd- ar þráði. — Heldurðu að ég geti nokk- urn tíma orðið eins og þú? spurði Slangan. — Geti lifað eins og þú? — Ja, því ekki það? svaraði Daniéle. Og svo fór hún að tala, hægt og rólega, segja henni frá starfi sínu, unglingunum í skól- anum. Hún dró ekkert undan, þegar hún sagði henni frá ást sinni á Gérard, og Slangan hlustaði hugfangin. Þær sátu með krosslagða fæt- ur á dýnunum, hvor á móti ann- arri, eins og austurlenzkir spek- ingar, sem reyna að ráða gátur lífsins. Enda voru þær líka að reyna það, af veikum mætti... — Segðu mér meira, sagði Slangan biðjandi. Og þá hófst eitthvað, sem Daniéle stundum hugsaði til sem innilegrar vinóttu. En hún átti einnig eftir að glata því. Dag nokkurn kom Slangan inn á bókasafnið, með barða- stóran hatt og langt sígarettu- munnstykki í hendinni. Hún hló og stillti sér upp eins og sýningarstúlka. Daniéle neyddi sig til að brosa líka. — Já, nú er ég að fara, sagði Slangan. — Já, sagði Daniéle. — Skilurðu það ekki, ég er að fara, ég er frjáls. Daniéle kreisti fram bros. Gleði stúlkunnar hefði átt að vekja gleði hjá henni. En henni var aðeins unnt að hugsa um sjálfa sig, hún yrði mjög ein- mana ... Slangan hljóp upp um háls- inn á Daniéle og kyssti hana ó báðar kinnarnar. — Hversvegna ekki? — Ég gef skít í allar bækur, sagði Slangan. — Allir þessir náungar sem skrifa bækur eru skepnur. Hún sneri sér snarlega við og ætlaði að fara. En af einhverri óljósri ástæðu fannst Daniéle það mjög áríðandi að halda í hana. — Fáðu þér sæti, sagði hún. Stúlkan hikaði, en settist samt, eins og hún væri hrædd um að verið væri að lokka sig í gildru. Hún faldi andlitið í lófum sér. — Ég er búin að fá nóg, alveg nóg, snökti hún. — Líður þér illa? — IUa? Stúlkan reigði höfuðið og hló hæðnislega. En þetta var upp- gerðarhlátur, hlátur sem olli sársauka. Hún horfði á Daniéle með reiðisvip. — Ég þrái eitthvað. Þú veizt ekki hvernig það er að þrá eitt- hvað. — Ég get ímyndað mér það. — Það getur þú ábyggilega ekki. — Heldurðu það? spurði Daniéle. — Heldurðu í raun og veru að ég þrái ekki neitt? Slangan hristi höfuðið. Það var ekki hægt að líkja því sam- an. — Þú getur ábyggilega ekki farist af þrá eins og ég. — Jæja, sagði Daniéle, sem nú var orðin reið. — Hvað veizt þú um það? — Ég veit að þetta er allt svo tilgangslaust, sagði Slang- an og það var einhver angi af stolti í raddhreimnum. — Það eina sem ég þrái og vonast eftir er ferð og aftur ferð og svo ennþá ein .. . Annað gef ég skít í! — Áttu enga vini? spurði Daniéle. Augu Slöngunnar urðu dimm. — Vini mína geturðu kallað eiturlyfjasalana. Þú værir ánægð ef þeir væru settir inn. Stúlkan hristi höfuðið og lok- aði augunum. En svo birti yfir svip hennar. — Ég var næstum drukknuð með þeim einu sinni, sagði hún. Daniéle svaraði ekki, en hlustaði því betur. — Við biðum eftir bát, sagði Slangan. — Við sáum hann nálgast ströndina. Dópið var niðri í sjónum. Við fleygðum okkur til sunds... Þá skellti löggan kastljósum á okkur. Ég komst á bak við klett, sem stóð upp úr sjónum, svo ég komst undan skotunum. Daniéle skildi ekki allt sem hún sagði, en það var mikil- vægast að hlusta. Það var lang mikilvægast að Slangan fengi tækifæri til að segja eitthvað frá sjálfri sér, létta eitthvað á þessari ofurmannlegu byrði . . . — Þeir drápu tvo, sagði hún lágt. — Hve gömul varstu þá? — Sextán, sagði Slangan ... Dominikanasystirin gat kom- Hefur strax orðið vinsælt á Norðurlöndum, enda með afbrigðum stílhreint, þægilegt og virðulegt. Skoðið þetta glæsilega sófasett úr ekta leðri. SKEIFAN KJÖRGAR-ÐI SÍMI, 16975 44 VIKAN 14. TBL,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.