Vikan


Vikan - 08.06.1972, Side 3

Vikan - 08.06.1972, Side 3
23. tölublað - 8. júní 1972 - 34. árgangur Við verðum að kynna okkur vörurnar Þa8 er nauðsynlegt fyrir almenning aS afla sér góðrar vöruþekkingar, svo að hann sé betur hæfur til að velja úr þeim vörum, sem á boðstólum eru. Sigríður Haraldsdóttir, húsmæðrakennari, hefur skrifað grein fyrir Vikuna um vörulýsingu og vöru- mat. Sjá bls. 8—11. Dagur í lífi Eskimóa Jónas Guðmundsson, stýrimaður, fékk snemma áhuga á Grænlandi og hefur komið þangað tólf sinnum. Hann hefur nú í smíðum óvenjulega bók um Grænland. Við birtum kafla úr henni á bls. 16 og nefnist hann „Dagur í lífi Eskimóa". Rætt við tvo unga arkitekta Bræðurnir Helgi og Vil- hjálmur Hjálmarssynir eru báðir arkitektar og' vinna saman. Þeir eru þegar orðnir kunnir fyrir bygg- ingar sínar, bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Vikan heimsótti þá nýlega og ræddi við þá um byggingu Menntaskólans á ísafirði. Sjá bls. 26. KÆRI LESANDI! Ef menn lesa bók eða sjá mál- verk, vilja þeir strax vita, hver höfundur verksins sé. Það er svo sjálfsagt mál, að ekki þarf um það að ræða. Hins vegar gcta menn búið hálfa ævina í húsi, án þess að liafa hugmynd um lwer teilmaði það — hver sé höfundur þess. Við vitum helzt um höfunda frægra bygginga, eins og kirkna og annarra opinberra bygginga. Þó er líldega kunnátta almenn- ings í þessum fræðum harla litil. Vikan heimsækir i þessu blaði tvo unga arkitekta, Helga og Vil- hjálm Hjálmarssyni. Þeir bræður reka teiknistofu við Óðinstorg í Reykjavík og eru þegar kunnir af mörgum byggingum, sem þeir hafa teiknað og setja svip á bæ- inn. Má þar meðal annars nefna hina nýju Bústaðakirkju, háhýsi Öryrkjabandálagsins við Háiún, f jölbýlishús við Þverholt i Kópa- vogi og margar fleiri byggingar víðs vegar um landið. Þeir bræður kusu að ræða um eina af nýjnstu byggingum sín- um, Menntaskólann á ísafirði, en fyrirkomulag hans verður á margan hátt með nýstárlegu sniði. EFNISYFIRLIT GREINAR bls. Við verðum að kynna okkur vörurnar, grein um vörulýsingu og vörumat. Texti: Sigríður Haraldsdóttir, myndir: Egill Sigurðsson 8 Haltu kjafta, mamma; grein um uppeldis- mál í greinaflokkinum Við og börnin okkar 14 Dagur í lífi Eskimóa, grein eftir Jónas Guð- mundsson, stýrimann, myndskreyting: Sigur- þór Jakobsson 16 Á honum sannast mætavel, að heima er bezt, palladómur um Vilhjálm Hjálmarsson 18 VIÐTÖL Athyglisverðar nýjungar í byggingu mennta- skóla. VIKAN ræðir við tvo unga arkitekta, Helga og Vilhjálm Hjálmarssyni 26 SÖGUR Fullkomið morð, spennandi sakamálasaga 12 Natasja, framhaldssaga, 3. hluti 20 1 húmi næturinnar, framhaldssaga, 5. hluti 34 ÝMISLEGT Sumargetraun Vikunnar, annar hluti. Glæsi- legir vinningar í boði 24 Matreiðslubók Vikunnar; litprentaðar upp- skriftir til að safna í möppu 29 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Siðan síðast 6 Í fullri alvöru 7 Mig dreymdi 7 Heyra má 32 Myndasögur 38, 40, 46, 49 Stjörnuspá 31 Krossgáta 50 FORSÍÐAN Vinsældir golfsins fara urnar á forsíðunni eru gerður Bjarnadóttir og tók Mats Wibe Lund. sífellt vaxandi. Golfstúlk- frá Akureyri og heita Val- Olína Jónsdóttir. Myndina VIKAN íUgefandi : Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Vaidimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: SigriSur Þorvaldsdóttir og Sigrfður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa- sölu kr. 60,00. Áskriítarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyriríram. Gjaiddagar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst. 23. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.