Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 12
FULLKOMIÐ MORÐ - Dásamlegt morð! sagði Samúel Merlin. Undursartilegt snilldarmorð! Við sátum i bókastofunni hans i hálfrökkri, en logarnir frá arninum skinu á sterklegan vöxt hans, blikuðu i augum hans og hituðu upp örótt hörundið á kinnunum. Ég var um þessar mundir eins- konar Watson hjá honum. Seinna hætti ég þvi, vegna þess, að mér fannst samvizkan i mér full- kveistin fyrir slika stöðu. Ég var ráðinn að nokkru leyti sem ritari hans en að nokkru sem umsjónarmaður á búi hans i Marland, og fyrstu vikurnar fannst mér þetta létt verk, kaupið hærra en ég hafði búizt við, og húsbóndinn nærgætinn við mig. Sannast að segja kunni ég stöðunni vel, i þessari indælu sveit, og hrósaði happi yfir heppni minni. En ég gat ekk> annað en tekið eftir sumum einkenmlegum háttum húsbónda mins, ferðum hans heim og að heiman, mörgum og einkennilegum gestum hans, óreglubundnum svefntima hans, en ég ‘forvitnaðist ekkert um þetta, meðan ég kunni starfi minu vel. Einu sinni eða tvisvar reyndi ég að komast eftir þvi, hvort þjónustfólkið vissi eitthvað meira um húsbóndann en ég gerði, en það var kurteislega þögult og lét ekkert uppi. Þjónustuliðið var aðallega karlmenn, sem virtust vera fyrrverandi sjómenn, og það styrkti mig i þeirri trú, að Merlin hefði sjálfur verið - og væri kannski enn - i einhverju sambandi við sjó og siglingar. Liklega hefur það, sem fyrst vakti athygli mina á fullkominni fyrirlitningu Merlins á lögunum, sem hann átti þó að framfylgja, verið ,,fullkomna morðið”, sem var framið þvi sem næst á tröppunum hjá okkur i Marland. Við þekktum bæði Home og Vennant, af þvi að þeir voru nágrannar okkar, og einkum þekktum við Home vel. Hann rakst stundum inn til þess. að heilsa upp á Merlin, reykja eina pipu með honum og ræða stjórnmál - óendanlega langdregið. Hann var lágur maður vexti, en vel feitur og með alskegg, sem þakti hálft andlitið. Hann var haltur og dró á eftir sér vinstra fótinn. Ég varö þvi hissa, þegar Vennant kom riðandi til okkar einn daginn og sagði okkur, að hans væri saknað. Við Merlin vorum á leið til hússins, utan frá hliðinu og töluöum um gin- og klaufaveiki, sem hafði gosið upp á bæ eins leiguliðans. Þá heyrðum viö hófatak eins hests, sem nálgaðist okkur, og við snerum við til aö aðgæta það nánar. Þetta var Vennant, á rauðjarpa hestinum, sem hann var svo hreykinn af. Hann sat hestinn, drembilegur og skipandi á svipinn. Það var alltaf einhverskonar ögrun i viðmóti .hans, og einhver ágengur hroki i nösunum og hnykluðum augnabrúnunum. Og jafnvel vingjarnlegasti hlátur hjá honum, bar með sér einhverja fyrirlitningu. Hann stöðvaði hestinn. — Herra Merlin, sagði hann, — hafið þér séð hann Home nýiega? — Nei, svaraði Merlin. — Hversvegna spyrjið þér? — Hann er farinn, sagði Vennant. — Horfinn ... fjandinn hirðihann! Hann hefúr ekki sézt i þrjá daga, og hreingerninga- konan hans bölvar sér uppá, að hann hafi framið sjálfsmorð. — Veit ekki lögreglan um þetta? spurði Merlin. — Ekki enn, en þess veröur ekki langt að biða. Ég er að fara i þorpið til að vita, hvort ég verð nokkurs visari. En hann er vist farinn fyrir fullt og allt. Verið þið sælir! Hann brokkaði siðan áfram og nú hraðar en þegar hann kom. Merlin tók lengsta og svartasta vindilinn upp úr veskinu sinu, beit af honum oddinn og kveikti i. — Þetta er skritið, sagði hann. — Aldrei hef ég vitað Home hafa neinar sjúklegar tilhneigingar. Við skulum fara yfir i Vindmylluna og frétta eitthvað nánar af þessu. Vindmyllan var nafnið á snotru hvitu húsi, sem Home hafði átt, en dró nafnið af hrörlegri byggingu uppi á hólnum, sem sneri letilega biluðum vængjunum. Frú Finch, sem hafði veriö ráðskona Homes árum saman, kom tifandi eftir steinlögðum stignum og flýtti sér. Þetta var fölleit og skarpleit kona, meö uppglennt augu, iklædd óhreinum grænum sloppi. — Ó, herra Merlin! sagði hún. -- Ó, herra Merlin! — Megum við koma inn? sagði Merlin. — Ég ætla aö vita, hvort ég get orðið að nokkru gagni, frú Finch. — Gerið þér svo vel að koma inn. Komiö þér lika, herra Murray. Það er mesti léttir að sjá einhverja manneskju i húsinu. Þið getið rétt hugsaö ykkur, að siðan veslings hr. Home fór, hefur mér liðið hræðilega hérna, aleinni og hafa engan aö tala viö, og hugsa um allt mögulegt.... — Það get ég skiliö, sagði Merlin og gekk inn i setustofuna. — Ég efast ekki um það, frú Finch. En mig langar til, að þér segið mér eitthvað um þetta hvarf hans Homes. — Ég get nú litið sagt yður, sagði hún. — Það geta vist heldur ekki aðrir, sagði Merlin. — Ég heyri _sagt, að þér teljið hann hafa framið sjálfsmorð? — Já, það geri ég lika, svaraði ráðskonan. — Hann hefur reynt það áður. Og svo kom hún ótilkvödd með alla söguna. — Þaö var á frideginum minum, sagði hún. — Ég kom fljótt heim aftur, af þvi það var húðarrigning. Ég treysti mér ekki alla leið til Widnam, til hennar systur minnar, sem ég ætlaði að heimsækja, og sneri þvi við heim. — Ég fór beint inn i setustofuna, til þess að segja honum, að ég væri komin aftur, ef hann skyldi þurfa einhvers með-, og fann hann þá, þar sem hann stóð við sófann þarna, þar sem þér sitjið nú, hr. Murray, með tvo púða undir annarri hendinni, og var einmitt að taka upp þann þriðja.' — Hann flýtti sér að fleygja þeim frá sér, þegar hann sá mig. Og svo fór ég fram i eldhús. Þar var allt fullt af gasi, hr. Merlin, og gluggarnir harðlokaðir! Tveir kranarnir i gasofninum voru opnir upp á gátt! Þessvegna er ég hrædd um, að hann hafi framið sjálfsmorð, hr. Merlin! — Kannski hefur Home getað gelið einhverja aðra skýringu á þessu? — Jú, hann sagðist hafa verið þarna inni til að gá að einhverjum krók undir mynd, og þá opnað kranana fyrir slysni. En ég veit nú betur! — Þér haldið þá, sagði Merlin, — að hann liggi á botninum á einhverjum vatnsgignum i grjótnámunr.i, frú Finch? — Þetta finnst mér nú full- harkalega að orði komizt, en ég V2 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.