Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 11

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 11
„Hættuleg hreinsiefni —* vel merkt ílát er slysavörn“ stendur á spjaldinu, en þar hanga flöskur með rauðum miðum. Á þeim miðum Stendur, hvaða efni eru í flöskunum, hver sé framleið- andinn og sagt er frá styrkleika efnanna og hvort þau séu hrein. Ef um hættuleg efni er að ræða, hefur Heilbrigðiseftirlitið í Danmörku gefið út leiðbeiningar um hvernig hafa skuli viðvör- unarorð og varúðarreglur á slíkum miðum, en skýr ákvæði eru í Danmörku og víðar um þau mál. Hér skal tekið fram, að sá sem slík efni hefur undir höndum verður að gæta þess, að börn nái ekki til þeirra, geyma þau i læstri hirzlu en ekki nálægt matvælum og lyfjum. En alvarleg slys hafa orðið í heimahúsum sökum þess, að slík efni hafa verið tekin í misgripum. Mjög algengt er a"ð húsgögn s'éu með Varefakta í Danmörku og í Svíþjóð Er þá meðal annars sagt frá því, úr hvers konar efn- um húsgögnin eru gerð og hvað húsgögnin þola. Á matborði má t. d. finna þær upplýsmgar að borðplatan þoli vatn, vínanda og fitu í 30 mín. En þetta eru mikilvægar upplýsingar, sem neyt- andinn getur treyst. Ennfremur er sagt frá því, hvernig halde eigi húsgagninu við. Húsgögnum er einnig gefin einkunn fyrii- frágang og endingu. Um tvær einkunnir er að ræða — gott — og — mjög gott — en einungis húsgögn í gæðaflokki mega nota Varefakta. Húsgagnaframleiðendur í Danmörku hafa þegar í mörg ár gæðamerkt framleiðslu sína, en nú hafa þeir síðustu árin merkt húsgögn sín í samvinnu við Dansk Varedeklarations-nævn og bætt við upplýsingum um notagildi og eiginleika. 13. Á íslandi starfa ekki enn sem komið er slíkar vörumerkingar- nefndir eins og á hinum Norðurlöndunum. Húsgagnaframleiðend- ur hér á landi hafa þó hafið gæðamerkingar á framleiðslu sína og eru hér til sýnis húsgögn með íslenzkum gæðamerkjum. Hægindastólana teiknaði Gunnar Magnússon og eru þeir fram- leiddir í Nývirki en kollarnir eru framleiddir í Módelhúsgögn. Neytendasamtök eru starfandi á öllum Norðurlöndunum, hér er sýnishorn af útgáfustarfsemi þeirra. Á veggspjaldinu eru sýnishorn af þvottaefnaumbúðum með Varefakta. Þar er sagt frá því, fyrir hvers konar þvottaaðferð megi nota þvottaefnið, hvort bleikiefni og ljósvirk efni séu í því, hvort hafi verið notuð sápu- eða syntetisk efni 1 framleiðslu þvottaefnisins og ennfremur, hve lútarkennt þvottaefnið er. Sýningin Vörulýsing—Vörumat hefur einnig verið sýnd á Sel- fossi og á Blönduósi og það stendur til, að hún verði sýnd víða um landið, enda er mikilvægt, að við íslendingar kynnum okkur þessa starfsemi, sem fram fer í nágrannalöndunum okkar. svo að við drögumst ekki aftur úr, og hver veit, nema við förum elnhvern tima einnig að merkja framleiðslu okkar og þá er gott að geta lært af reynslu annarra. 23. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.