Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 40

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 40
lostafull — og svo konu hans, sem andlitið á bar .með sér illa meðferð og langvinnar þjáningar. Kviðdómendurnir skoðuðu likið og svo snöruna (en hún hafði verið tekin úr skógarhöggs- kofanum og hafði verið notuð til að fella með tré). Siðan kváðu þeir upp einróma úrskurð um sjálfsmorð. Þetta voru lágkirkju- menn úr þorpinu, sem héldu þvi fram, að svona gjörspilltir menn eins og Vennant yrðu alltaf fyrir barðinu á sinum eigin löstum. Næsta morgun riðum við Merlin yfir á búgarðinn. Hann sat á þeim rauða Vennants, sem hann var lengi búinn að ágirnast, og ég hafði ekki getað fengið hann ofan af þvi að fara að þjarka um hann, meðan húsbóndinn lá enn á börunum. Hann hafði samið um að fá að rey'na hestinn og nú sat hann á honum til að votta ekkjunni samúð sina sem góður nágranni! Hún vildi ekki tala við okkur, enda þótt hún væri i herbergi sinu, en sendi okkur boð og þakkaði okkur samúðina, en bað sig um leið afsakaða. En bróðir hennar —- Hector Welsh — sem bjó á landspildu i tiu milna fjarlægð, og hafði komið til þess að vera systur sinni til aðstoðar, tók ekki einasta á móti okkur, heldur og fagnaði hann heimsókn okkar. Og það þurfti ekki að toga upp úr honum orðin. Hann virtist búa yfir ýmislegu, sem hann hefði viljað æpa upp við hvern, sem heyra vildi. Við settumst að i setustofunni og hann gróf upp eitthvað af vinbirgðum hins látna. — Aldrei hefði mér dottið i hug, að þessi maður færi að gera sér það til skammar að fara að drepa sig. — Kannski þótti honum vænna um Home en við héldum, lagði ég til málanna. — Þér vitið, að þeir Home voru.... — Já, það vissi ég, sagði Hector. — Já, vist vissi ég það! Og Home var maður! Heiðarlegri, betri og sannari heiðursmaður hefur aldrei verið til. Og samt gerði hann sjálfur þetta sama. — Og hversvegna skyldi hann hafa gert það? sagði Merlin lágt. — Það var nú ekki vegna þess, að hann hefði tapað nokkrum sterlingspundum, sagði Hector, —■ og ég skal segja ykkur ástæðuna. Hún systir min drap hann, veslingurinn. Hann saup á portvinsglasinu og hélt svo áfram: — Vitanlega ekki beinlinis. Þetta er löng og sorgleg saga. Hefði ekki Home hjálpað henni og verið henni góður og hugsað um hana, hefði hún orðið fyrri til að fremja sjálfsmorö. — Home og Vennant voru saman i skóla, eins og þið vitið, — þarna yfir i Onnuþorpi. Þeir héldu félagsskapnum áfram eftir að þeir fóru þaðan. Og þeir voru báðir að draga sig eftir henni. —- Hún var bráðfalleg ung stúlka og glöð eins og sólskinsdagur — alltaf hlæjandi og brosandi, það var hún. Og Vennant náði i hana. Hann var yngri og fjörugri og hreif hana til sin. — Nú fer ég að skilja, sagði Merlin. — Home gleymdi engu, hélt Hector áfram enda þótt hann bæri það ekki utan á sér — hann var ekki þannig maður. Hann brosti, óskaði þeim til hamingju, og fór siðan til útlanda og var þar árum saman. — En hann gleymdi engu. Og hann hafði engu gleymt þegar hann kom heim aftur. En þá var allt orðið breytt. Nú voru þau ekki lengur hamingjusöm hjón að leggja út i ævintýrið mikla. Vennant var næstum búinn að ganga af henni dauðri, þegar hér var komið. — Þið munduð aldrei kynnast þvi til fulls, hvilikt fúlmenni þessi maður var, þó að haldin væru tiu réttarhöld. Hann var búinn að gera hana óhamingjusama fyrir iöngu. Og hann hélt áfram að kúga hana og tæta sálina i henni i sundur — og hafa ánægju af! Það var ekki annað en heimkoma Homes og návist hans, sem hélt i henni lifinu til þessa dags. Og það var vegna þess, að Home sá, að hvernig sem hann reyndi mundi hann aldrei geta hjálpað henni, að hann fór að fremja sjálfsmorð. — Mig var farið að gruna eitthvað þessu likt, sagði Merlin. — Skyldi Home nokkurntima hafa talað við Vennant um þessa meðferð hans á konunni. — Hann gerði meira en það, sagði Hector. —Hann gerði allt, sem i mannlegu valdi stóð. Og ég held, að hann hafi farið svona að vegna þess, að hann þættist ekki geta gert nóg. — Já, ég man það vel — það gerðist hérna i stofunni. Við vorum hérna öll — þetta var á annan i hvitasunnu. Vennantvar drukkinn og lamdi hana. Þetta var fyrir nokkrum árum. Home var karlmenni i þann tið og sterkari maður var ekki til hér um slóðir, enda þótt hann væri frekar smávaxinn. Hann réðst á Vennant — lamdi hann um allt gólfið og skildi hann eftir liggjandi þarna hjá kolabyttunni i horninu, með sár á kinninni. Þegar Vennant rankaði við sér, lét Home hann biðja konuna sina afsökunar — og eftir það var hann hræddur við hann. Það þurfti nú talsvert til aö hræða svona mann, 40 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.