Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 19
liil EFTIR LUPUS VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON Á HONUM SANNAST MÆTAVEL AÐ HEIMA ER BEZT aftur. Veittist Brekkubóndanum þá þriðja sæti á lista Framsóknar- flokksins í kjördæminu, þegar rýmkaðist til við fráhvarf Halldórs Ásgrímssonar, og þar með barst bann á þing að nýju. Vilhjálmur var svo endurkjörinn einn af þing- fulltrúum Austfirðinga 1971 og hreppti dágott leiði. Mjófirðingagoðinn man vissulega tvenna tima í framabaráttu sinni, en hann kippir sér hvorki upp við happ né ólán. Vilhjálmur Hjálm- arsson er maður rólegur og traust- ur og æðrast aldrei eða kætist úr hófi. Hann telst enginn garpur á al- þingi, talar sjaldan og hógværlega og virðist fara lijá sér, ef stórvið- burðir gerast, en þykir glöggur og ýtinn og halda vel á málum, ef hann beitir sér. Frammistaða Vilhjálms í orðadeilum er tilkomulítil. Hins vegar flytur liann stundum skemmti- legar tækifærisræður og á þá til að komast svo imyttilega að orði, að minnisstætt verði. Gamansemi haiís kemur á óvart, en fer honum vel og gæðir liann viðkunnanlegum þokka. Og Brekkubóndinn er miklu ritfær- ari en flestir þingbræður hans. Fylgi sitt á Vilhjálmur einkum þvi að þakka, að kjósendum finnst hann einn þeirra og tilvalinn fulltrúi hér- aðsins. Þeir líta á liann í senn sem málsvara sinn og skjólstæðing og unna honum þess vegna upphefðar, sem ella kynni að kosta tortryggni og öfund. Austfirðingar vita, að Vil- hjálmur Hjálmarsson hverfur heim af alþingi að standa þeim reikn- ingsskap ráðsmennsku sinnar, og þeir gleðjast ósjálfrátt af liúsbónda- valdi, sem er mun fremur fólgið í því að gefa en þiggja, en það hlut- skipti hefur jafnan þótt sælt á Is- landi. Vilhjálmur á Brekku gerþekkir liagi og viðliorf Austfirðinga til lands og sjávar og íhugar aldrei aðra tign en virðingu þess að rækja störf og trúnað af kostgæfni og vera átthögum sínum hollur og dyggur sonur. Á honum sannast mætavel, að heima er hezt. Búskapurinn er manninum til sóma og festir hann í sessi eins og Svein í Firði forðum daga. Hann berst ekki á, en er for- sjáll og þrautgóður bóndi og lið- tækur foringi fámennrar sveitar, sem reynist veitul í góðæri og bregzt ekki, þó að liart sé í ári, ef þraukað er af þolinmæði og út- sjónarsemi. Tillitssemi Vilhjálms er svo rik, að liann ástundar fús- lega hlýðni og auðsveipni við flokk sinn og leiðtoga, en eigi að síður myndar liann sér sjálfstæðar skoð- anir um menn og málefni og mun aldrei níðast á neinu því, sem lion- um er til trúað. Vilhjálmur Hjálm- arsson er frjálslyndur og minnug- ur æskuhugsjóna sinna, óspilltur af dekri og valdafíkn og andvígur fordild og sýndarmennsku. Hann er réttsýnn og sanngjarn, en íhalds- samur og sættir sig við að láta segja sér fyrir verkum og vera háð- ur gömlum vana. Hann er barn veðrasamra áttliaga, en sver sig þó aldrei í ætl við Mjóafjörðinn í stormi og brimi, þegar höfuðskepn- ur fara hamförum. Sumum finnst Brekkubóndinn eins og dráttarhest- ur, sem stígur þungt og seint til jarðar og slítur aldrei af sér ak- tygin, en þó er skap lians heitt og tilfinningarnar næmar. Hann líkist lielzt reyndum og gætnum göngu- garpi, sem kafar fönn upp til fjalla, en veit mannabyggðina niður und- an og ratar þangað. Hann ber frem- ur svipmól af köldu vetrarríki en björtu sumarlandi og stingur í stúf við strokna og þvegna glaumgosa, sem keppast við að halda sér til frammi fyrir spegli, en ganga naumast í augun á Austfirðingum. Dæmi um seiglu Vilhjálms Hjálm- arsson er þessi gamanþáttur, sem gæti verið sannur: Mjóifjörður er fámennt og afskekkt byggðarlag. Mönnum þar fannsl lengi mest um vert að fá þar bryggju að leggja að og frá. Sá draumur rættist allt í einu, þegar Vilhjálmur hafði verið á þingi fyrra skiptið. Síðan neydd- ist Brekkubóndinn að standa vörð á bryggjunni löngum stundum til að forða því, að sveitungarnir flytt- ust þaðan brott. En sé þetta rétt hermt, skiptist einhver á við Vil- hjálm Hjálmarsson nm varðstöð- una, því að nú er hann kominn aft- ur á þing, og samt helzt Mjóifjörð- ur í byggð. Lúpus. 23. TBL. ViKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.