Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 32
SÓLÓPLATA MEÐ GUNNARI ÞÓRDARSYNI Þetta er skjaldarmerki Trúbrots, teiknað af Þorsteini Eggertssy’ni listamanni og þúsundþjalasmið í Keflavík. Plötumiðinn á „Man- dala" er svona, og einnig er reiknað með að hægt sé að líma þessa miða á skólatöskur og þess háttar. Það mun vera fjallkonan sem stendur berstrípuð þarna efst með bolta fyrir skauti sér og hefur hún lagt drekana báða að velli. Eins og skotið var að hér í þættinum ekki alls fyrir löngu, vinnur Gunnar Þórðarson um þessar mundir að „sólóplötu“ og er ætlun hans að hún komi út fyrir næstu jól á vegum Fálk- ans. Sagði Gunnar nýlega, að hann hefði hugsað sér að taka upp fjögur lög fyrir næstkom- andi mánaðamót í stúdíói Pét- urs Steingrímssonar og síðan afganginn í haust, er Pétur opnar aftur, en í sumar verður stúdíóinu komið fyrir í viðun- andi húsnæði í Síðumúlanum í Reykjavík. „Mig langar til að losa mig aðeins úr þessu „grúppuformi“ og sjá hvað ég get einn,“ sagði Gunnar. „Manni er nauðsyn- legt að breyta til öðru hvoru. Einnig langar mig til að hafa lögin á þessari plötu færri og lengri, þannig að á hverri síðu verði ekki nema 3—4 lög. Helzt langar mig til að gera lög við ljóð gömlu skáldanna, en eitt- hvað verður þó eftir mig. Núna er ég til dæmis að reyna við einskonar óð til íslenzkrar nátt- úru.“ Það eru gleðileg tíðindi að Gunnar vilji lengja lög sin, og má í því sambandi benda á, hversu miklu betri hefði til dæmis „Feel Me“ af Undir áhrifum og Bergþeyr við ströndina af Milli lands og Eyja Árna Johnsen orðið, hefðu þau tekið yfir heila plötusíðu livort um sig. „Anr.ars er ég ekki mikið farinn að hugsa um þetta,“ sagði Gunnar svo, „við höfum haft meira en nóg að gera við að koma Mandala út. Ég er til að nefna ekkert farinn að ákveða um hvaða menn ég fæ með mér og svoleiðis nokkuð. Þó hef ég verið að láta mér Hljómsveitin Trúbrot og ólaunaðir framkvæmdastjórar hlutafélag sins „Trúbrot". Rúnar Júlíusson, Magnús Kjartansson, Gunnar Þórðarson og Gunnar Jökull Hákonarson. Gunnar Þórðarson: „Vill losa mig aðeins úr grúppuforminu . . ." detta í hug til dæmis Arnar Sigurbjörnsson." Ef áætlanir standast, fáum við í hendurnar um næstu jól sólóplötu með Gunnari Þórð- arsyni og ætti nafn hans eitt að tryggja gæðin. Af hljómsveit hans, Trúbrot, er annars heldur lítið að frétta sem stendur. Þeir félagar sögð- ust hlakka til samkeppninnar sem þeir ættu nú í og bentu réttilega á, að hana hefði lengi vantað. í sumar hafa þeir hugs- að sér að fara hringferð um landið og einnig eru þeir þessa dagana að ganga frá sendingu til Fantasy- fyrirtækisins í Bandaríkjunum: senda eintak af Mandala og er það síðan Fantasy að ákveða hvoH platan verður gefin út í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Fieiri fyrir- tæki munu hafa fengið plötuna til igrundunar en á meðan plat- an er gefin út á merki Trúbrots standa þeir bezt að vígi. Og auðvitað er önnur plata farin að gerjast á skrifstofum hlutfélagsins Trúbrot. 32 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.