Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 46
með því að haga þér svona, Andrei? Það er ekki til neins! Ég fór að ná í Paul. Ég skildi ekkert hvert hún var að fara. Var allt búið á milli þeirra og var hún svona ergileg þess vegna? Hvers vegna var hún alltaf með Jean í eftirdragi? Var það til að vekja afbrýði- semi hennar hjá Andrei? Ég vissi það ekki. Allt sem ég vissi var að eitthvað hafði skeð á milli okkar Andreis, þessar fáu mínútur sem við vorum ein. Það var ekki mikið, en það var allt sem ég átti og ég geymdi leyndarmál mitt í innstu fylgsnum hjarta míns. Nokkrum dögum síðar varð Paul mikið veikur. Greifinn hafði farið með Andrei, til að líta á einhverja eign nálægt Moskva og Natasja var í heim- sókn hjá vinum sínum, nokk- uð langt í burtu. Það var ekk- ert gagn í Anfísu og næsti læknir var farinn til Péturs- borgar og það var ekki von á honum fyrr en daginn eftir. Paul versnaði með kvöldinu, hann var með óráði og hafði mjög háan hita. É'g ákvað því að vekja Jean. Ég varð að fá ráð hjá einhverjum og rúss- neskan mín var svo léleg, að- eins nokkrar setningar. Ég tók lampann og fór út úr herbergi Pauls. Ég vissi ekki hvar Jean svaf í þessu stóra húsi og ég opnaði einar dyrnar af öðrum, þangað til ég fann rétta her- bergið. Ég hafði ekki tíma til að vera með málalengingar ,svo ég gekk beint inn og dró rúmtjöldin frá og hristi við honum. Hann sett- ist upp. Ég sá naktar axlir við hlið hans og dökkt hár á kodd- anum. Ein af eldhússtúlkunum, hugsaði ég . . . það var hans einkamál . . . en svo ég, mér til skelfingar að mér hafði skjátlazt — Hvað er að? spurði hann og dró lakið yfir andlit Na- tösju . . . Framhald í næsta blaði I HÚMI NÆTURINNAR Framhald af bls. 35. verið andstyggileg, ef á þarf að halda. Robert hætti að hlæja og gekk inn í baðherbergið, og næstum skellti á eftir sér hurð- inni, og það voru furðuleg við- brögð af manni, sem er venju- lega svo stilltur. En ég hljóp ekki svona á mig oftar og aldrei komst ég að því, til hvers hann hafði eytt svona stórri upphæð. 10. Skömmu seinna fór ég til Wendelling, flaug fyrst til Múnchen og leigði mér svo bíl þar. Ég hafði selt eigina fjórum árum áður, einhverjum ullar- verksmiðjueiganda, og ekki séð hana síðan. Um þær mundir hafði ég haldið, að ævi mín væri á enda og viljað draga þverstik fyrr hana með því að selja Wendelling. Þegar ég beygði út af Aðalstrætinu, fékk ég ákafan hjartslátt. Ég ók gegnum akra, þar sem feita ný- plægða jörðin ilmaði af vori og frjósemi. Forðum daga hafði vegurinn verið holóttur, en nýi eigandinn hafði látið malbika hann. Til vinstri var litli kirkjugarðurinn með fjöl- skyldugrafreitnum, þar sem ég átti eftir að liggja hjá foreldr- um mínum — en Timothy hafði verið fluttur til Englands. Ég gekk inn. Leiðin voru vel hirt, að sjálfsögðu Ég horfði á stein- inn, en hann sagði mér vitan- lega ekkert fyrr en ég sá blóm- in, éinfaldan vönd, eins og krakki hefði getað tínt, og al- veg ný. Það var einkennilegt, því að þarna var ekkert eftir af gömlu, tryggu hjúunum — ég hafði sagt þeim öllum upp. Hver úr hópi frændfólks okkar eða vina hefði getað vitjað leið- is móður minnar, eftir sjö ár, og skilið eftir þennan vináttu- vott? Foreldrar hennar höfðu dáið í millitíðinni, líklega af harmi, og systkini átti hún eng- in. Frænka hennar — Leisberth frænka — var nú á Spáni, að því er ég bezt vissi. Aðrir ætt- ingjar höfðu forðað sér, eftir hið hræðilega fráfall Timothys, og vinirnir höfðu dregið sig í hlé. Það setti að mér skjálfta. Hafði sama höndin, sem tíndi villiblómin líka skrifað nafn- lausu bréfin? Blóm handa móð- urinni, eitur handa dótturinni. Var það hugsanlegt? Það var mikil kyrrð í kirkjugarðinum — óhugnanleg kyrrð. Bara hún mamma vildi ávarpa mig, ráða mér heilt... Mamma hafði alltaf verið svo sterk og stjórnsöm. Hún hafði öllu ráðið, og ég hafði bara verið ómerkilegt peð við hirð hennar. Hafði hún verið harð- stjóri? Nei, en hún hafði alltaf stjórnað mér með styrkri hendi. 46 VIKAN 23.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.