Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 36

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 36
FULLKOMIÐ MORti Framhald af bls. 13. aftur. Og það er svona: Hann gekk aftur yfir gólfið og haltraöi. Allt i einu rétti frú Finch úr sér i stólnum og glennti upp augun, steinhissa. — Nú, en fótatakið var bara ekki svona! — Nú? sagði Merlin. —Hvernig var það þá? — Hann haltraði alls ekki neitt! Nú kóm vandræðasvipur á andlitið á henni. — Þaðvaralveg eins og hjá venjulegu fólki. Hann haltraði alls ekki neitt! Merlin gekk þegjandi til sætis sins, fleygði vindilstubbnum i eldinn og kveikti sér i nýjum. — Þetta datt mér aldrei i hug, sagði frú Finch. — Hvernig gat mér dottið i hug, að það væri ekki hann? En nú finnst mér ég vita, að hann haltraði alls ekki. — En hvernig gat nokkur maður komizt inn? Hvernig gat hann komizt inn, hvern morguninn eftir annan og stikað fram og aftur i svefnherberginu hans'hr. Homes? — Þér vitið, hver þetta var, hr. Merlin. Hver var það, sem gekk svona fram og aftur á hverjum morgni? — Ég veit það ekki enn, sagði Merlin, — en ég skal fá að vita það. En ennþá veit ég ekkert. Og hlustið þér nú á, frú Finch — þér fáið sjálfsagt lögreglumann hingað. Segið honum, hvernig hr. Home fór að heiman. — En segiö honum ekkert um heltina. Látið mig um það. Ef lögreglan þarf eitthvað að vita, skal ég segja henni það. En ég held ég geti útvegað yður atvinnuna, sem ég lofaði yður, fyrihafnarlitið. Ég læt yður vita. Viljið þér þá fara að eins og ég segi? — Auðvitað vi! ég það, svaraði hún. Þetta er allt svo erfitt, að það er gott að hafa mann eins og yður til að sjá um það... Næst fórum við til Vennants. Frá Vindmyllunni mátti sjá hlöðurnar og korngeymslurnar á bæ Vennants, sem stóðu uppi á hól, en akrarnir teygðu sig alla leið að dekkra bletti, sem kallaður var Veiðihnifsskógurinn. Viögengum forargötuna upp að húsinu, og þegar Vennant sá okkur vera að stika yfir pollana i heygarði sfnum, opnaði hann dyrnar fyrir okkur. — Komjð inn, sagói hann. — Voruð þið yfir i Vindmyllu? Við fylgdum honum inn i skuggalega stofu þar sem var lágt undir loft. F’rú Vennant sat við arininn og var aö prjóna. Við heilsuðum henni, og hún svaraði okkur i einhverjum kæruleysislegum örvæntingartón — svo þreytulegum, að ég leit á hana aftur. Augu hennar voru grunsamlega rauð. Það var á henni einhver vesældarlegur uppgjafarsvipur og þreytu, enda þótt nokkrar leifar væru enn eftir af æskufegurð hennar. Ég vissi, að i þorpinu voru sagðar ljótar sögur af meðferð Vennants á konu sinni, en ekki höfðu nú þorpsbúar alltaf rétt fyrir sér. — Ég er búinn að tala við lögregluna, sagði Vennant, — og hún er búin að senda West fulltrúa á vettvang. Kannski kemur hann og talar við yður. Hvað lizt yður um þetta? — Það er sjálfsagt bara sjálfsmorð, sagði Merlin. — Það litur út fyrir það, samþykkti Vennant. — En það er nú samt aldrei að vita. Hann var klókur refur. — Það er ekki sjálfsmorð! greip kona hans fram i. — Hann færi aldrei að fremja það. George Home var aldrei neinn heigull! Hann þorði að horfast i augu við hvað sem var. Það var ekki til hugrakkari eða betri maður. Vennant hleypti brúnum. — Reyndu að halda þér saman! sagöi hann. — George Home er búinn að vera. Hann verður aldrei til framar. — Svona geturðu talað um mann, sem var eins góður vinur þinn og nokkur getur verið, sagði konan. - Maðurinn, sem...... — Ég skal tala betur við þig seinna, frú min, sagði Vennant harkalega, og það var greinileg ógnun i málrómnum. Hún sneri sér undan, andvarpaði, og tók aftur til við prjónana. — Það var allt i lagi með Home, sagði Vennant, svo sem til útskýringar. —Hann var mér góður vinur og ekki hef ég neitt á móti honum. Við vorum saman i skóla og þá var hann allt öðruvisi. Hann var snarastur og sterkastur allra i héraðinu, miðað við stærð. — Já, sagði Merlin. — Ég þekkti hann nú aldrei á yngri árum hans. Hann hefur alltaf verið litill og feitur, þann tima, sem ég hef þekkt hann. — Nú, það? sagði Vennant. — Það stafaði nú bara frá fætinum á honum. Þér hafið sjálfsagt tekið eftir þvi, að hann var haltur. Ég veit nú aldrei, hvað að fætinum gekk, hvort hann hefur snúið sig eða eitthvað þessháttar. — Það varð fyrir eitthvað þremur árum og þá fór hann að hreifa sig minna, þvi að hann var ekki eins léttur á fæti og áður. Og þá fór hann að fitna. Hann hlýtur að hafa bætt við sig einum sjö kilóum á þessu eina ári. — Jæja, sagði Merlin, — þetta ‘r leiðindamál, Vennant. Ég vil ekki tefja yður lengur. Ef ég frétti eitthvað, skal ég láta yður vita. Verið þér sælir, verið þér salar frú Vennant. Hún svaraði engu. Við gengum þegjandi yfir heygarðinn. Þegar við komum út á veginn, tók Merlin vindil úr veskinu sinu og stakk honum i brjóstvasa minn, en þetta var ein af einkennilegum aðferðum hans við að gefa mér að reykja. Og þegar ég dró vindilinn úr vasanum og bjóst til að kveikja i honum, sagði hann: — Vitið þér það, Murray, að mér er farið að detta ýmislegt skritilegt i hug. Ýmislegt skritið og flókið.... Hann vildi ekki útskýra þetta frekar. Og næstu tvo dagana virtisthann helzt hafa misst allan áhuga á málinu. Það var á öðrum degi, að West fulltrúi kom að finna Merlin. Honum var visað inn i bókastofuna, þar sem við biðum hans. Þetta var ungur fulltrúi með ofurlitinn skeggtopp á efrivör og hann var sýnilega hrifinn af hinni miklu iandareign Merlins og virðulegi i 1 æ r d ó m s m e n n s k u , sem bókastofan bar með sér. — Fáið yður að drekka, fulltrúi, sagði Merlin. — Viski...eða viljið þér kannski heldur eitthvað annað? — Þakka yður fyrir, viski helzt. Merlin rétti honum glas, flösku og sódavatnsflösku og dró fram stól. Fulltrúinn spurði hann, og án sýnilegs áhuga, fjölda spurninga og skrifaði niður svörin i vasabókina sina. Að þvi loknu lokaði hann bókinni. stakk henni i vasa sinn, hægt og virðulega og seildist eftir glasinu til þess að ljúka við löggina. sem eftir var i þvi. — Þér eruð ekkert sérstaklega að flýta yður? spurði Merlin og þreifaði á flöskunni. — Nei, svaraði hinn. — Ekki næstu tiu minúturnar eða svo. . — Mér þa-tti gaman að heyra eitthvað meira um þetta, sagði Merlin, — en einkum þó frá manni með yðar reynslu. Fulltrúinn brosti hæversklega. — Vitið þér nokkuð ákveðið, enn sem komið er? — Ég er hræddur um, að það sé .engum vafa bundið, að þetta sé sjálfsmorð, sagði lögreglumaðurinn. Hjálpi mér! sagði Merlin, sem var annars vanur að gefa frá sér karlmannlegri upphrópanir en þessa. — Já, ég er hræddur um það, get ég sagt ykkur i trúnaði. Það er nú ekki á almanna vitorði enn, og mér þætti vænt um, að þér létuö það ekki fara lengra: Við höfum fundið fötin hans. Þau lágu samanbrotin við pyttinn i grjótnámunum.... Skvrtan, vestið, jakkinn...og allt. Og hafi hann ekki drekkt sér, er hann einhversstaðar allsnakinn á ferli. \— Það virðist nú heldur ótrúlegt, sagði Merlin. Hafið þið slætt pyttinn? — Tvisvar. Og það er verið að þvi enn. En það er erfitt að slæða þennan pytt — kannski þekkið þér hann? — Hann er tvær milur frá Vindmyllunni. Þetta var grjótnáma, einhverntima i fyrndinni, og þarna var lækur, sem hafði breytt um farveg og runnið ofan i hana. Skömmu eftir strið urðu þarna mikil skriðuföll, svo að hæðin þarna fór næstum i tvennt og lokaði fyrir grjótnámuna, svo að hún hefur siðan verið full af vatni úr læknum. — Botninn er alþakinn hvössum klettum og grjóti og bakkarnir eru snarbrattir, alla leið niður að vatninu, og þaðan eru fjörutiu fet niður i botn. — Og ef likið liggur þarna niðri i grjótinu, fæ ég ekki séð, hvernig við getum náð þvi upp, nema með þvi að senda kafara þangað niður. — Það er leiðinlegt, sagði Merlin. — En það er þó lán i óláninu, að málið er orðið uppvist. Hafið þér nokkra hugmynd um ástæðuna til þess arna? — Liklega hafa það verið fjármálin. Hann var eitthvað búinn að yfirdraga bankareikninginn sinn. Við höfum komizt að þvi, að hann var eitthvað farinn að braska i koparhlutabréfum — sem voru vafasöm eign, er mér sagt. Þetta hófst fyrir þremur árum, og siðan hefur hann alltaf verið að tapa. iBankinn hefur þegar neitað honum um frekari fyrirgreiðslu. Svo að þetta virðist liggja ljóst fyrir. — Það er hætt við þvi, sagði Merlin. Við getum orðið fulltrúanum samferða út, Murray, þvi að mig langar að tala betur við hana frú Finch. Og viö, megum ekki tefja réttvisina frá störfum. Við gengum út á garðhjallann. A malargötunni beið lögreglumaður á vélhjóli með hliðarvagni yfirmanns sins. En áður en ekillinn fékk komið hjólinu i gang, kom Vennant allt I einu eftir stignum og reið hart. Hann sveiflaði sér af baki og snerist að okkur, ögrandi á svip og i tilburðum. Það var nokkur knæpuþefur af honum, og ég vissi, að þorpsbúar, sem stundum hafa á réttu að standa, héldu þvi fram, að hann væri drykkjurútur. — Það er þá komið i ljós, sagði hann. —Já, ég er búinn að frétta það. Hann hefur drekkt sér. Það er leiðinlegt, en það er bara ekkert við þvi að gera. Eruð þið búnir að slæða hann upp ennþá? — Ekki enn, sagði fulltrúinn. — Jæja,finniðþiðhannþá! æpti 36 VIKAN 23.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.