Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 9
„Oft er flagð undir fögru skinni. Merkingar fataiðnaðarins athyglisverðar" stendur á þessu spjaldi. Er það ekki sjálfsagt að kaupandinn fái vitneskju um hvernig eigi að þvo, strauja eða hreinsa þann fatnað sem hann er að festa kaup á? Hvort skyrtan hlaupi í þvotti, hvort kápan hrindi frá sér vatni, hvort sumarkjóllinn upplitist í sólarbirtu, og hvort liturinn í peysunni þoli svita og þar fram eftir götunum, en allar slíkar upplýsingar er að finna á Varefaktamiða. Slíkir miðar eru víða á varningi í fataverzlunum hér á landi t. d. á sænskum karl- mannaskyrtum, það er því mikilvægt að kaupandinn og seljand- inn kunni að notfæra sér þann fróðleik. Peysan sem hangir á veggnum hefur upplitazt af svita. 4. Sjáið, stelpur! Hér er sængurfatnaður með Varefakta sem ekki þarf að strauja. Sýnishorn af gluggatjaldaefnum á íslenzkum markaði með Varefakta. Aftast er tjald, en það er mikilvægt fyrir kaupand- ann að fá vitneskju um hve tjaldið er þungt, hvort það hrindir frá sér vatni, hvort tjaldbotninn sé vatnsþéttur og hvort hætt sé við að tjaldið fúni. 6. Hvað er hér um að vera? 23. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.