Vikan


Vikan - 08.06.1972, Page 15

Vikan - 08.06.1972, Page 15
Se.r ára barn öskrar, fléygir sér í gólfið, og, />að sem verra er, eys yfir móðar sína óþvegnum orðum. Jú, er þetta í raan og vern svo slæmt? Við höfðum komið okkur saman um það, fyrr í þessum greinum, að börnum sé nauðsynlegt að fá einhverja útrás fyrir reiði sína, rétt eins og fullorðnu fólki. Við vitum líka að þrjózka er eðlileg og heyrir undir athafnaþörf, þroskastig. En þá eigum við eftir að ræða skelfingu þeirra fullorðnu yfir „Ijótu orðbragði". Það er sagt svo margt og mikið um hina góðu gömlu daga, þegar „vel upp alin" börn sátu á stólbrúninni og biðu eftir því að yri væri á þau, eða hneigðu sig til jarðar. Það voru hin svoköltuðu vel uppöldu börn. Viljum við að börnin okkar verði hlýðin, kyrrlát og hæversk börn, stolt okkar og vottur um okkar eigið ágæti sem uppalendur. Hvernig eigum við að haga okkur, þegar lítill pjakkur segir okkur að halda kjafti og annað þaðan af verra? á vörunum og kenna börnunum það, en að það eigi að ala börn upp í því að taka tillit til ann- arra. Sverre Sœtre: Ég hallast aö því að það verði að vera sitt lítið af hverju, þegar talað er um ,,vel upp alin“ börn. Börn- in eiga ekki að vera eins og vel tamin sirkusdýr, en við for- eldrar höfum heldur ekki leyfi til að senda þau frá okkur, án þess að þeim sé ljóst hvernig þau eigi að haga sér og koma fram gagnvart öðrum. Mér finnst ákaflega hvimleitt að sjá börn, sem eru ruddaleg og sýna ekki venjulega háttvísi. Börn eiga, til dæmis, að vita hvað þakklæti er og maður á að gera kröfu til að þau sýni það, ein- faldlega með þMí að segja „takk“. Það á að kenna þeim frá því þau eru mjög ung. En foreldrar mega ekki ganga of langt í því að kenna þeim kurt- eisisvenjur, þannig að þau verði kúguð, þá getur það haft öfug og óheppileg áhrif. Sissel Biong: „Vel upp alinn“ í versta skilningi er þegar við er- um svd „vel upp alin“ að við getum ekki talað út um hlut- ina, — ekki tekizt á við vanda- mál, heldur sniðgengið þau. „Maðuv kann þó almenna kurt- eisi. Maður sýnir ekki tilfinn- ingar sínar, maður kann að stilla sig“. Mér verður flökurt þegar ég hugsa til alls þess sem glatast á þann hátt, milli barna og fullorðinna og ekki síður milli fullorðinna, vegna þeirrar hræsni sem gengur undir því nafni að vera „vel upp alinn“. Björg Svendsen: Mér finnst það vera allt í lagi að litli strákur- inn minn segi „haltu kjafti“ við mig einstöku sinnum. Stundum á ég það eflaust skilið. En ég mun biðja hann að skýra fyrir mér hversvegna hann láti sér þetta um munn fara og leggja mikla áherzlu á það, ef þetta ætlar að verða vani hjá honum. Mér finnst líka nokkuð gott þegar hann segir mér stundum að ég sé „heimsk". Ég held að við foreldrar ættum að hugsa svolítið meira um það hvers- vegna börnin okkar segja slíkt og taka okkur það til inntektar, heldur en að vera yfirkomin af hneykslun yfir framferði barns- ins. Við þurfum ekki að óttast að börnin beri ekki virðingu fyrir okkur þessvegna. Virðing skapast á svo margan hátt, til dæmis með því að við séum sanngjörn og sjálfum okkur samkvæm gagnvart barninu og að við stöndum alltaf við loforð ckkar. En með tilliti til annarra, finnst mér nauðsynlegt að kenna börnunum að þau eigi ekki að blaðra um hvað sem er (þótt stundum eigi það rétt á sér). Þar finnst mér sérstaklega koma til tillit til annarra, þó einkum eldra fólks, til dæmis afa og ömmu. Stein Lage Strand: Ég styð sér- staklega þetta síðasta. Okkur ber skylda til að kenna börnum okkar að' umgangast aðrar manneskjur, svo þau komizt í náið_ samband við umhverfi sitt. Það er einskonar „tækni“, sem ekki þarf að stangast á við heiðarleika eða samband milli foreldra og barna. Það verður að segja börnunum að fullorðna fólkið sé öðru vísi en þau og geri ákveðnar kröfur til fram- komu þeirra. Þau hafa gott af því að læra að taka tillit til afa og ömmu, sem hafa dálæti á ,.kurteisum“ börnum. Með öðr- um orðum, börn hafa ékkert illt af því að þroska með. sér aðlögunarhæfileika. Ég veit, ÞAU SEM RÆÐAST VIÐ SISSEL BIONG, útlitsteiknari og móOir fimm ára drengs. BJÖRG SVENDSEN, fulltrúi og móOir þriggja ára drengs. SVERRE SÆTRE, ráOunaptur, faOir þriggja bama, sem öll eru komin á skólaaldur. STEIN LAGE STRAND, ritstjómar- fulltrúi, uppeldis- frœOingur aO mennt og hefir starfaö sem kennari i tiu ár. Han ner þriggja bama faOir. samt sem áður, að á þessu sviði er ég ofurlítið í lausu lofti. Hér trum við í klípu, annarsvegar eigum við, sem foreldrar, að stuðla að því að barnið verði sjálfstætt og hafi sjálfstæðar skoðanir, þegar það er nauð- synlegt og á hinn bóginn að hvetja þau til að þroska með sér hæfileika til að umgangast annað fólk og taka tillit til skoðana annarra. Okkar á milli sagt, held ég það sé mjög nauðsynlegt að ræða uppeldismál opinberlega. Það hafa engir foreldrar upp- skrift af ,,réttu“ uppeldi. Björg Svendsen: Ég held fyrst og fremst að við verðum að forðast þras við börnin, það nær aldrei tilgangi sínum, hvað svo sem það er, sem við viljum fá börninu til að gera. Að mínu áliti er það miklu heillavæn- legra að skýra það fyrir börn- unum hversvegna við viljum að þau geri þetta og hitt. Börn- in eiga ekki eingöngu að „sitja nent“ þakka fyrir sig eða þegja, þau verða að vita hversvegna þau eiga að gera það. Sverre Sœtre: Hvað eigum við þá að gera þegar börnin nota mergjaðar setningar eins og „haltu kjafti", eins og fyrir- sögnin hljóðar? í fyrsta lagi beld ég að við verðum að taka því rólega. Oftast liggur á bak við þetta löngun til að láta taka eftir sér og að sjá hvernig oabba og mömmu verði við og bessvegna verður maður að vara sig á að láta sjá á sér , hneykslun, heldur að segja fcarninu rólega að þetta sé nú ekki fallegur talsmáti. Reiði- öskur eru eðlileg og orðavalið gefur þá oft í skyn tilefni til reiðinnar. Þegar mjög lítil börn eiga í hlut er bezt að látast ekki heyra til þeirra. Þau vita ekki hvað þetta þýðir og leggja enga merkingu í það. En það er sjálf- sagt að tala um fyrir 6—7 ára barni. Þótt barnið sjálft leggi ekki b^inlínis neitt Ijótt í ,,ljóta“ orðið, þá er nauðsynlegt að það skilji hversvegna ekki má nota svona orðbragð. Stein Lage Strand: Sammála, og það á líka við um það ef barnið hagar sér eins og dóni. Ég held að samræður í einrúmi, vel að merkja án áheyrenda, séu mjög heillavænlegar og stuðli að trúnaðartrausti milli barna og foreldra. Hvað ljótum munnsöfnuði viðkemur, þá hef ég vanið 6 ára son minn á að spyrja hvað þetta og hitt orðið þýði. Þegar hann hefir heyrt eitthvað nýtt hjá leikfélögum sírjum, þá vill hann fá skýringu L því, þegar hann kemur heim: Þetta hefir gefið góða raun og hefir verið upphaf af mörgum góðum samræðum. En um fram allt verðum við að taka því létt þegar lítil börn fara . að „tvinna", jafnvel með glensi. Skammir, boð og bönn stuðla frekar að því að gera þetta spennandi og dularfullt. Sissel Biong: Þegar Anders minn ryður úr sér fúkvrðum, tek ég því með glensi. Stundum er hann reiður, en stundum er hann líka barmafullur af ást- ríki, þegar hann eys úr sér. Ég get heldur ekki orðið reið við svona óvita, hann veit varla hvað hann segir. Þetta eru spennandi orð og renna svo , Ijúflega á tungunni. Hann hef- ir líka fundið að þetta er eitt- hvað leyndardómsfullt og frek- ar haft í hvíslingum. Hann spyr oft hvað þessi orð þýði og það er greinilegt að hann skilur ekki meiningu þeirra. Þegar ég skýri þetta fyrir honum, hefi Framhald á bls. 44. 23.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.