Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 34

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 34
I húmi nœturinnar Kirsiberjatrén voru alhvít af blómum. Ég lá á bekk í bóka- stofunni. Á hverju vori færast tilraunir Roberts í aukana, því að þá er ég veik fyrir, og hugs- anirnar stundum mjög á reiki. Vorið er fullt af annarlegum hljóðum, sem vekja mér óróa. Hestarnir sparka í jörðina, villigæsirnar fljúga norður eft- ir og gera hávaða á nóttinni og 5 vafningsviðinum yfir gluggan- um mínum, kvaka spörfuglarn- ir, og nýmálaðir bátarnir hoss- ast á öldunum. Ég lét setja tvö- falt gler í gluggana, en samt heyrði ég skellina í bátunum. Eða var það kannski bara hjartslátturinn í sjálfri mér? — Slappaðu af, Vera. Slapp- aðu af! Er þetta frístundagamanið þitt, herra Sálarfrelsari? Nei, það þýddi ekkert að reyna að sleppa undan þessu. Slappa af! Ég lézt vera að reyna það. Undanfarnar til- raunir okkar höfðu verið ár- angurslausar. — Þessar lýsingar þínar á Timothy voru sjálfum sér ó- samkvæmar. Robert breiddi teppi yfir mig. — Hvað voru þær? spurði ég og lokaði augunum. — Timothy var enginn blankur ræfill í leit að ríku kvonfangi. Hann var að vísu bara næstelzti sonur, en hann hafði erft auð eftir móður sína. Hann var óháður efnalega og jafnvel velstæður. Hann elskaði mömmu þína og hún var alls ekki gömul kona, heldur ung og áberandi falleg. Og hann hélt aldrei framhjá henni. — Hvernig veiztu þetta alít? — Ég hef nú gert mér það ómak að komast eftir því. Ro- bert var að ganga um gólf eins og hann var vanur. — Ertu hér í hlutverki sak- sóknara? — Ég verð að fá að vita sannleikann. Jæja, gott og vel. Timo átti dálítið til, en mamma var svo miklu, miklu ríkari. Timo vildi fá meira og fékk það líka. Hann var sniðugur, og það varð ekk- ert hneyksli út af þessu, en hvað kemur það málinu við? Hann var hálfþrítugur þegar hann kom og tuttugu og átta ára þegar hann dó. Kvenfólkið hékk alltaf utan í honum. Held- urðu kannski, að honum hafi nægt ein ekkja? Hvað veizt þú um þetta? Ekkert. En mamma vissi það. Hún fékk taugaáfall, viku áður en hann dó, svo að hún hlýtur að hafa komizt að einhverju. Eftir það var hún fullkominn ræfill og gerði ekki annað en gráta. En veiðiförinni var ekki hægt að fresta. Það var búið að bjóða gestunum, en hún hafði þegar ákveðið að senda mig að heiman. Ég átti hvorki að sjá né heyra um þennan hræðilega atburð. Það var svo mikið rifizt. Þjónustu- fólkið vissi ekkert, hverju þetta sætti, en það vottaði seinna, að þarna hefði verið hörkurifrildi og Timo og mamma hefðu öskr- að hvort framan í annað. Ég átti að fara á sunnudag í Mið- iarðarhafsferð, og farið var keypt á siðasta augnabliki. En svo skeði það á laugardaginn. Allar upplýsingar bentu til mömmu: rifrildið, taugaáfallið, gráturinn, þessi snögglega ákvörðun að senda dótturina burt, og loks sú alkunna stað- reynd, að mamma var ágætis skytta. Vitnin reyndu að hlaupa yfir það atriði, en það kom nú fram samt, áður en lauk. Það var alkunna, að mamma hæfði alltaf í fyrsta skoti, og slíkt vekur umtal. Að nokkur með aðra eins kunnáttu og leikni færi að hrasa og það án þess að hafa öryggið á byssunni, og skotið síðar einmitt hitta eigin- manninn hennar í brjóstið, viku eftir hörkurifrildi — allt þetta var meira en svo, að fólk gæti gleypt það hrátt. Þennan sama dag var svo óþægileg yfir- heyrsla, sem dró netið æ þéttar um mömmu, og ekki bætti það úr skák, að hún þverneitaði að skýra frá ástæðunni til rifrildis þeirra Timo. Kannski hefði hún nú ekki verið tekin föst, jafnvel þá, hefði ekki byssan orðið henni að falli. En þú hefur nú séð það í blöðunum. Blöðunum! Blaðamenn eru hýenur. Þeim skýtur upp á ólíklegustu stöð- um og svo ráðast þeir á bráð sína. Og hvílík bráð! Hvílík veizla fyrir myndablöðin! Helmingurinn af aðlinum þarna samankominn. Svo fór ég af stað, daginn eftir, með Lisbeth frænku sem verndarengil. Verndarengill, þó þó! Mynd- irnar voru allsstaðar, á auglýs- ingablöðunum á söluturnunum: Mamma, ung stúlka í brúðar- kjólnum, mamma í kappreiðum í Achen, miðdepillinn í höfð- ingjaveizlum, mamma, heima í Wendelling, mamma og Timo, ég sjálf, krakki, skólastelpa og í fullorðinsveizlunni minni. Og þeir voru fljótir að hafa uppi á mér — í Corfu, Aþenu, Kairo. Eftir það fór ég ekki frá borði. Það var óskaplegt. Allur heim- urinn beið réttarhaldanna, en þau fóru bara aldrei fram, Ro- bert. Mamma var saklaus, skil- urðu, vitnaleiðslan var henni í óhag, en hún var saklaus. Ég veit það. Ég var þarna. Robert lyfti hendi og þagg- aði niður í mér. — Hættu! Það sem þú ert að segja, kemur alls ekki heim og saman. Staðreyndirnar eru allt aðrar í skýrslunum. Það eru tveir sjónarvottar í andstöðu við framburðinn þinn: Herra Weber og hann Bernhard frændi þinn sáu mömmu þína innan sekúndu áður en skotið liljóp af. Hún var þá ein. — Þeim hlýtur að hafa mis- sýnzt, Robert. — Ekki fannst lögreglunni það. Vitnin voru yfirheyrð, hvort fyrir sig og framburður þeirra er í fullu samræmi. Það var ekki fyrr en seinna, sem þeir reyndu að klóra yfir þá staðreynd, að þú hefðir verið fjarverandi, þegar þeir höfðu heyrt það, sem fram kom, og það var sýnilega eftir sam- komulagi þeirra. — Ég er búin að segja þér, að ég var þarna. — Já, en Vera, þú getur ekki neitað, því að þú varst ekki nema fjórða manneskja, sem komst til Timothy. Hvernig geturðu haldið því fram, að þú hafir verið hjá henni mömmu þinni, sem komst á staðinn á undan þér? — Mamma var fljótari að hlaupa en ég. — Svona miklu fljótari? 34 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.