Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 27

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 27
L í BYGGINGU MENNTASKÓLA Vilhjálmur (til vinstri) og Helgi meS módel að skólanum. bandi einkum haft í huga að gefa nemendum möguleika til að þróa með sér nýja félags- hætti, sem ætla má að komi nokkuð vel heima við hugar- far og skoðanir ungs fólks nú á dögum. Þeir bræður reka teiknistofu við Óðinstorg í Reykjavík og eru þegar kunnir að mörgum byggingum, sem þeir hafa teiknað og setja svip á bæinn. Má þar á meðal nefna Bústaða- kirkju, Hús Öryrkjabandalags íslands, Þinghólsskóla í Kópa- vogi, fjölbýlishús við Þverholt í Kópavogi, Skálatún i Mos- fellssveit, Sólborg á Akureyri og Gagnfræðaskólann á Ólafs- firði. — Við spurðum þá Helga og Vilhjálm fyrst um staðsetn- ingu menntaskólans í ísafjarð- arkaupstað. Lóð skólans er á Torfnesi, litlu nesi sem geng- ur fram í pollinn innan við eyrina og neðan við Selja- landsveg. En Seljalandsvegur er aðalgatan inn í bæinn frá flugvellinum. Suðvestan lóðar- innar er aðalíþróttasvæði bæj- arins, en niður við fjöruborð er skipulagður breiður vegur, sem samkvæmt skipulagi verð- ur aðalbraut og hraðbraut. — Hve margar byggingar er hér um að ræða? — Byggingar menntaskólans eru þessar: Heimavistar- og mötuneytisbygging, skóli, íþróttahús og kennaraíbúðir. Heimavistar- og mötuneytis- byggingin er L-laga og stend- ur ofan við skólann, sem er á miðju Torfnesinu. Milli skól- ans og heimavistarbyggingar- innar er skólatorg, sem er í Módel að skólanum. í miðju er skólabyggingin sjálf og bókasafnið (mediatekið) í miðju hennar. Til vinstri er íþróttahúsið, en vinkillinn til hægri er heimavistirnar. Tveggja manna herbergi i heimavist, séð aS ofan.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.