Vikan


Vikan - 08.06.1972, Qupperneq 7

Vikan - 08.06.1972, Qupperneq 7
MIG DREYMDI KOSS FYRIR FLÖSKU Kæri draumráðandi! Mig langar að biSja þig að ráða þennan draum fyrir mig ef þú getur. Mér fannst ég vera á leiðinni á ball ásamt vinkonu minni. Þegar við gengum eftir Lækjargötunni hittum við tvo stráka sem við þekkjum ekki og fórum með þeim í hús þar sem var partý. Vinkona mín vildi ekki staldra lengi við og fór, en ég varð eftir. Svo fóru strákarnir að sofa og eftir skamma stund fór ég inn til þeirra, vakti annan og bað hann að gefa mér vín. Dró hann þá flösku undan sænginni og sagði að ég mætti eiga hana. Hún var næstum full og ég varð svo ánægð, að mér fannst ég mega til með að kyssa hann fyrir. En þegar ég laut niður til að kyssa hann smá „mömmukoss", kyssti hann mig svo þjösnalega, að ég vakn- aði með hjartað í buxunum. Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðninguna, ef hún er þá til. E. M. Þér er eins gott að bretta upp ermarnar, því þessi draum- ur er þér fyrir auknum umsvifum, og því viljum við ráða hann á þá leið, að þú munir þurfa að takast á hendur tölu- vert meiri ábyrgð og skyldur á heimili þínu en hingað til. Að líkindum verða þar einhver veikindi, til dæmis móðir þín, og því þarf fjölskyldan að reiða sig á þig. SVAR TIL VEIGU Þessi draumur segir þér ekkert um X. það er alveg af og frá. Aftur á móti getur þú átt von á ýmsu á næstunni, svo sem lítilsháttar baktali, óvæntum peningum og jafnvel kvefi. Merkilegra verður það nú ekki, en það er mjög eðlilegt að þig dreymi svona draum í því hugarástandi sem þú ert og því þarftu engar áhyggjur að hafa af því að okkur þyki þú „hallærisleg“. VIÐ SVARTAN TRÉKROSS Kæri draumráðandi! Ég hef áður sent þér draum, draumráðandi minn, en þá var hann ekki ráðinn. Gjörðu svo vel og leystu úr þessum fyrir mig, ef eitthvað er að marka hann. Mér fannst ég vera stödd einhvers staðar úti og sá þá vinkonu systur minnar (sem er í skóla að heiman). Mér þótti ákaflega skrítið að sjá hana og ætlaði að fara að tala við hana, en þá var hún horfin. Ég fór að leita að henni og fann hana eftir stutta stund. Þá stóð hún við trékross, sem var útskorinn og mjög fallegur. Sjálf var hún svartklædd frá hvirfli til ilja, með svarta hyrnu, en hún var mjög fal- leg, sérstaklega þó um hárið. En hún var sorgmædd og vissi ég ekki hvers vegna. Hún stóð bara þegjandi með hendurnar krosslagðar á brjósti sér. Einhver karlmaður var með henni og fannst mér hún eiga að passa hann, en hann var líka svartklæddur. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Vikka. Þessi draumur boðar þér gott og vinkonu systur þinnar heldur slæmt. Þú munt sjálf fá atvinnu sem þér líkar vel — og mun það sennilega stemma ágætlega við þá staðreynd að þú ert að losna úr skóla yfir sumarið, en vinkonan mun sennilega veikjast og geta það orðið alvarleg veikindi. I FULLRIALVÖRU EINVÍGIÐ UM HEIMSMEISTARATITILINN Óhætt er að slá því föstú, að einvígið um lieims- meistaratitilinn í skák verður sá atburður, sem set- ur mestan svip á þetta sumar. Undirbúningur er í fullum gangi, þegar þetta er ritað, og vonandi tekst að ljúka honum,isvo að okkur verði til sóma, þótt tíminn hafi verið naumur. Það er sannarlgea til- hlökkunarefni að fá að fylgjast með glímu kapp- anna hér heima, og áreiðanlega verður mótið mikil landkynning fyrir ísland. Reykjavik verður nefnd í allri heimspressunni allan þann tíma, sem mótið stendur, og áreiðanlega mun margur fréttaritarinn, sem hingað verður sendur, skrifa jafnframt um stundarkynni sin af landi ög þjóð. Saga heimsmeistaraeinvígisins er orðin býsna löng og flókin og slcyndilegar og einkennilegar kii- vendingar daglegt brauð. Menn fylgdust með gangi málsins eins og spennandi framhaldssögu í allan vetur og aldrei slokknaði áhuginn til fulls, þótt hún gerðist um tíma furðulega staglkennd og reifara- leg. En allt gleymdist þetta, um leið og málið fékk farsæian endi, og nú bíða menn aðeins spenntir eftir að þessi stórviðburður hefjist. Bobby Fischer hefur að sjálfsögðu verið miðdep- ill málsins. Hann öðlaðist aðdáun og virðingu allra skákunnenda vegna yfirburðaframmistöðu í und- ankeppninni, og hún hefur ekki minnkað, þótt við- brögð lians hafi stundum komið mjög á óvart. Hegð- un Fischers er oft einkennileg. En hann er ekki eini skáksnillingurinn, sem hefur hneykslað fjöld- ann með óvenjulegri framkomu. Séu rifjuð upp liliðstæð dæmi úr sögu skáklistarinnar, kemur á daginn, að Fischer er í rauninni ósköp hversdags- legur í samanburði við sumar skákkempur for- tiðarinnar. Hann hefur aldrei gengið svo langt að afklæða sig i almenningsvagni i New York-borg, eins og hinn frægi mexikanski skáksnillingur, Car- lor Torre, gerði einu sinni. Og þrátt fyrir oflátungs- hátt og digurbarkaleg ummæli hefur hann aldrei haldið því fram, að hann gæti sigrað sjálfan skap- arann í skák, en það gerði þýzki skákmaðurinn Willielm Steinitz, sem var heimsmeistari frá 1866 til 1894. Snillingar fara löngum sinna eigin ferða og skevta ekkert um siði og venjur hversdagslífsins. Og sannarlega má þeim leyfast það í krafti afburða- hæfileika sinna. G.Gr.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.