Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 24

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 24
SUMARGETRAUN VIKUNNAR1972 Getraunin verður i fimm blöSum. Þegaröllfimm blöðin eru komin — ekki f yrr— sendið þið lausnirnar til VIKUNNAE, PÓSTHÓLF 533, REYKJAVÍK og merkið umslagið „Sumargetraun”. VINNINGAR: 1. Háfjallaferð fyrir tvo með Guðmundi Jónassyni. 2. Chopper-reiðhjól frá Fálkanum. 3.-4. EinndaguriLaxáiKjós. 5.-14. Veiðistöng og veiðihjól frá Sportval. 15.-17. Vindsæng frá Sportval. 18. Tjald frá Belgjagerðinni. 19. Svefnpoki frá Belgjagerðinni. 20. -Bakpoki frá Belgjagerðinni. 21. Hitatæki frá Þórði Sveinssyni og Co. 22.-26. Útigrill frá Tómstundahúsinu. GUÐMUNDUR JÖNASSON er fyrir löngu orðinn þjóðsagnapersóna. Hann er ekki aðeins frægur hér á landi fyrir fjallaferðir sinar, heldur einnig viða um lönd. Enginn þekkir betur óbyggðir Islands en hann og er þvi ekki hægt að kjósa sér betri og öruggari leiðsögumann. Stærsti vinningurinn i Sumargetraun Vikunnar er tólf daga háfjallaferð með Guðmundi Jónassyni. Ferðin er fyrir tvo og skal farin 6., 13. eða 20. ágúst. Ferðaáætlunin litur þannig út i stórum dráttum: 1. dagur: Lagt af stað frá Reykjavik kl. 10 og haldið til Þingvalla. Siðan er ekið um Kaldadal og stanzað i Reykholti. Loks verður farið til Hreðavatns og gist þar. 2. dagur: Ekið yfir Holtavörðuheiði, um Húnavatnssýslu og Skagafjörð og til Akureyrar. 3. dagur: Frá Akureyri verður farið i Vaglaskóg og til Húsavikur, siðan um Tjörnes til Ásbyrgis og að Hljóðaklettum og gist þar. 4. dagur: Farið að Dettifossi og siðan i Herðubreiðarlindir og gist þar. 5. dagur: Farið upp að öskju og gist aftur i Herðubreiðarlindum. 6. dagur: Farið til Mývatns og gist þar. 7. dagur: Deginum eytt i að skoða hina stórbrotnu náttúrufegurð Mývatns og gist þar aftur. 8. dagur: Farið til Bárðardals og siðan um Sprengidal og gist i Nýjadal. 9. dagur: Frá Nýjadal er haldið til Veiðivatna og gist i þægilegum fjallakofa i Þóristungum. 10. dagur: Farið i Landmannalaugar og Eldgjá skoðuð. Gist i Landmannalaugum. 11. dagur: Haldið til Heklu, farið að Gullfossi og Geysi og gist á Laugarvatni. 12. dagur: Frá Laugarvatni er haldið til Hveragerðis, siðan til Krisuvikur og loks til Reykjavikur TJALD - SVEFNPOKI - BAKPOKI - allt eru þetta vinningar i Sumargetrauninni okkar og þeir eru allir frá Belgjagerðinni hf. Hér er um fyrsta flokks vöru að ræða, enda hefur Belgjagerðin lagt kapp á að gera útileguútbúnað sinn stöðugt léttari og meðfæi ilegri, en jafnframt sterkari og endingarbetri. Tjaldið er þriggja manna Pollux-tjald, en þau eru mjög vinsæl hjá unglingum. Skátarnir nota þau til dæmis svo til eingöngu. Svefnpckinn er þannig útbúinn, að hægt er að fletta honum sundur og hafa hann sem teppi. Einnig er hægt að leggja tvo poka saman og fá út eina stóra flatsæng. Bakpokinn er rauður að lit, en slikir pokar njóta nú mikilla vinsælda. Rauði liturinn er sérstaklega hentugur af öryggisástæðum. Ef ferðalangurinn týnist, sést hann vel langt úr fjarska - ef hann hefur rauðan poka á bakinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.