Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 26
ATHYGLISVERÐAR NÝJUNGAR Hér ræöir Vikan viö tvo unga arkitékta, bræð- urna Helga og Vilhjálm Hjálmarssyni, um byggingar Menntaskóla Isafjarðar, sem þeir hafa gert teikningar aö. Þar koma þeir fram með ýmsar merkilegar nýjungar, svo sem „kommúnu“vistir og bókasafn, sem verður miklu virkari miðstöð í skólanum en áður hef- ur þekkst. Svo er að heyra að ein meg- inástæðan til þess, hve mjög fólk flykkist utan af landi í þéttbýlið við Faxaflóann til að setjast þar að, sé sú að mennt- unaraðstaða er þar öll önnur og betri en í dreifbýlinu. Mað- ur skyldi þó ætla að sú ákvörð- un, sem þegar er tekið að hrinda i framkvæmd, um bygg- ingu menntaskóla austan lands og vestan, væri vel til þess fallin að draga úr þeirri við- sjárverðu þróun,- sem orðuð hefur verið þannig að Reykja- vik sé ,,að sporðreisa landið". Við snerum okkur til tveggja ungra arkitekta, Helga og Vil- hjálms Hjálmarssona, sem gert hafa teikningar að Mennta- skóla ísafjarðar, en bygging’ þess skóla er þegar hafin af fullum krafti. Skólabyggingin og þó einkum heimavistin eru innréttaðar að ýmsu leyti á nýstárlegan hátt og í því sam- Úr herbergi f heimavist. Starfsmenn Teiknistofunnar viS ÓSimtorg. Standandi (taliS frá vinstri) •ru Vilhjílmur Hjálmarsson, arkitekt, Hilmar Knudsen, verkfrseSlngur, GuSlaugur Gauti Jónsson, arkitekt, Finnur P. FróSason, húsgagnaarki- tekt og Sigurbjarni GuSnason, byggingafraSlngur. Sitjandi eru Helgi Hjálmarsson, arkitekt (til vinstri) og Víflll Oddsson, verkfrseSingur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.