Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 16

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 16
DAGURI LÍFIESKIMÓA I EFTIR JÖNAS GUÐMUNDSSON, STÝRIMANN TEIKNING: SIGURÞÓR JAKOBSSON Áður en bjart var orðið lögðu þeir ai stað á fallegu, svörtu skinnbátunum, sem minntu á ránfiska. Rennilega ránfiska og þegar þá bar við hvitan ísinn sást að þetta voru herskip. Ár- ásaskip og ræðararnir réru rösklega. Þeir héldu út í stórísinn og létu jakana skýla sér. Þegar þeir fóru fyrir Kamikkunesið var svolítill strengur og stefnin stungust í báruna, en það gerði ekkert til. Kajakinn var betur varinn en svo. í raun og veru mátti honum hvolfa og hann gat farið heila veltu í hring oní sjóinn og það komst ekki deig- ur dropi niðrí skipið. Þar Við nesið dreifðu þeir sér. Þeir héldu suðurmeð og nú var orðið bjart. Fjörðurinn var íullur af isjökum og þykkur snjórinn á landinu náði niður í sjó og víða höfðu snjóhengjur fallið í hafið. Þeir voru á eftir sel og rostúngi og smáhvelum. Dagurinn myndi verða langur og erfiður, eins og veturinn. Þetta var langur vetur og þeir voru orðnir margir, eins og hundarnir sem hlupu ýlfrandi og friðlausir af hungri um allt nesið. En nú myndi þetta jafna sig aftur og þeir yrðu aftur feitir og myndu fá tvo þykka spikfiska sitt hvoru megin á bakið við hryggsúluna, sem nú sást þrýsta sér út í þykka, strengda húðina. Þeir héldu áfram að róa kná- lega og þeir skimuðu með fránu augunum. Guð hafði gefið þeim góða sjón, svo þeir gátu séð bráð sína mílur til hafs. Þeir reyndu að hafa skjól af land- inu, af skuggum fjailanna og háu bökkunum og þeir sóttu að fengsælum veiðistöðum undan sól. Þótt róðrarlag þeirra virtist tilviljunarkennt, þá var samt ailt hnitmiðað og undirbúið. Ef þeir sáu sei, varð að nálgast hann undan sól og vindi og þeir réru i langan boga til að nálg- ast úr réttri stefnu. Þeim hafði gengið vel að undaníörnu og i dag voru þeir saddir af soðnu selskjöti sem er gott fyrir ræð- ara, sem þurfa að vera saddir lengi. Þetta var langur og erf- iður dagur og þeir myndu róa endalaust. Það var komið kvöld og það var tekið að rökkva. Konurnar slóðu í hnapp við bústaðinn á hjallanum og þær gengu um í Jónas (ínðmundsson, stýrimaS- ur, hefur undanfarin tvö ár unnið að bók um Grænland ok bá sérstaklega um þjóðlíf Eski- móa, bæði fyrr og nú. Hann kom fyrst til Grænlands árið 1952 og fékk strax mikinn áhuga á landinu. Síðan hefur hann farið þangað tólf sinnum; nú síðast var hann stýrimaður á Grænlandsfarinu Lotte Niel- sen og fór þá sjö leiðangra til Grænlands. — Hin nýja bók Jónasar kemur út í haust og mun vera all nýstárleg, bæði að efni og framsetningu, og gjör- ólík öðrum bókum, sem skrif- aðar hafa verið um Græniand. VIKAN hefur fengið leyfi til að birta einn kafla úr bókinni. og er þar lýst vel og nákvæm- lega einum degi í lífi Eskimóa. kvöldskininu. Börnin höfðu lát- íð af ærslum sínum og voru hætt að fljúgast á í snjónum. Það var aftur komið logn, eftir ísmásan frá fjöllunum, sem vældi allan liðlangan daginn og þyrlaði upp lausasnjónum. Þær voru hljóðlátar í kvöld, því þær vildu ekki styggja anda kvöldsins með skvaldri. Þeir íæru nú senn að koma að landi og þær beindu sjónum sínum að Kamikkunesi og stórísnum. Það sló bjarma á fjöllin og landið frá sólinni og jöklinum rnikla, sem teygði sig til himins og kvöldfriðurinn bjó um sig í sál þeirra og hjarla. Inni í vetrarhúsinu loguðu spiklamparnir glatt og stein- pottarnir voru fullir af sels- kjöti, sem skorið hafði verið í stóra safamikla bita. Það var orðið iangt síðan þær höfðu eldað svo ríkulega máltíð hérna úti á klöppunum og kvöldið leið fuilt af eftirvæntingu. Kannski yrði trumbudans, hugsuðu þær með sér og húsið myndi fyllast af ást og gleði? Þetta hafði verið langur vet- ur með marhnútasúpu og þangi hvern dag vikum saman og þegar stormarnir geysuðu sváfu þau eins lengi og þau urðu að svelta. Stundum dög^fn saman og þau bærðu ekki á sér. Samt hafði þetta ekki verið svo siæmt. Spiklamoinn hafði log- að glatt allan tímann og fyrir það máttu þau þakka sínum sæla, því þegar spikið þraut, bættist kuldinn, sem nísti gegn- um merg og bein, við þjáningu þeirra. Stundum voru kjörin ekki eins blíð og þá urðu þau að éta allt, sem ætt var, hund- ana, skinnin, horaða hrafna og hreindýrasaur og guð veit hvað og kviðurinn bólgnaði og bein- in í hryggnum gengu út í föla húðina og augun urðu svo dimm og harmþrungin. Þegar kajakarnir komu fyrir nesið, sáu þær hvort eitthvað hafði veiðzt. Ekki svo að skilja, að þær gætu greint aflann langt út í fjörð, heldur sáu þær það á áralaginu. Ef áralagið var þungt og markvisst höfðu þeir ekki fengið neitt, en þegar þeir iéru knálega, næstum af gáska, þá komu þeir með sel, og fall- egu skinnbátarnir minntu á glaða fiska, sem gengu í árnar á vorin. Samt var enginn hægð- arleikur að flytja heim góða veiði. Eí selurinn var smár, batt ræðarinn hann fyrir aftan sig á kajakinn, eins og hnakktösku, en ef þetta var gamall útselur, eða rostungur, þá drógu þeir dýrið að kajaknum og lögðu varir sínar að endaþarmi dýrs- ins og blésu það upp, svo það flaut. Þetta gat verið mjög hættulegt, því gamlir selir áttu það til að vera bara i yfirliði af rársauka með skutulinn djúpt í holdi sínu og innyflum, og þeir gátu rankað við sér, þegar minnst varði. En ef allt fór vel, var dýrið tekið í eftirdrag og því slefað heim. Stærri dýr voru þung í taumi, en ræðaran- um óx þrek, þegar hann sá fyr- ir sér fólkið á kambinum og sá ánægjuna og hreyknina í aug- um þess, og hann myndi láta eins og ekkert væri þegar þeir báru á hann lof. Kajckum var stungið í trön- ur til þerris og fólkið dáðist að veiðinni af stakri háttvísi og það útmálaði dugnað veiði- mannanna í löngu máli. Ekki svo að skilja að menn hældust um af veiði sinni, eða maka síns. Kona hins mikla fangara, sem var svo fengsæll, barmaði sér hástöfum, því í þessum leik voru öfug formerki. í fjörunni var selurinn fláður og hlutaður og þegar búið var að skafa spikið úr skinninu, var því lagt i keitukaggann, sem stóð fremst undir rúminu, eða báiknum. Allir kepptust um að 16 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.